Indus-menningin blómstraði um 2600-1900 f.Kr. við Indusfljót þar sem nú er Pakistan og Norðvestur-Indland. Lengi hefur leikið vafi á því hvort raunverulegt skrifletur væri á innsiglum sem varðveist hafa, eða hvort þetta væru trúartákn.
Nú hafa vísindamenn hjá Washington-háskóla fundið málfræðilegt kerfi í táknunum. Um 400 tákn hafa varðveist en ekki er auðvelt að ráða í merkingu þeirra, þar eð setningarnar eru stuttar og ekki mikið vitað um tungumálið sem talað var.