Tröllvaxið skip byggt úr timburfjölum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eftir fyrri heimsstyrjöld áttu finnskar og sænskar sögunarmyllur gríðarlegar birgðir af tilsöguðu timbri og samtímis var beinlínis æpt á byggingarefni um alla Evrópu.

 

Mörg stór flutningaskip höfðu endað ævidaga sína í stríðinu og því ekkert áhlaupaverk að koma timbrinu til kaupenda.

 

Sumarið 1918 hófust 80 menn í landamærahéruðum Svíþjóðar og Finnlands handa við að byggja flutningapramma úr niðursöguðu timbri.

 

Þetta fljótandi skrímsli fékk nafnið Refanut og og varð á endanum 111 metra langt og 15 metra breitt.

 

Um haustið var skipið tilbúið. Yfirbyggingin á dekkinu rúmaði þrjá menn, en tveir gufuknúnir dráttarbátar drógu skipið suður eftir Eystrasalti.

 

Förinni var heitið til Englands en þegar komið var til Kaupmannahafnar lentu menn í erfiðleikum og skipið strandaði.

 

Danski timburkaupmaðurinn og byggingajöfurinn Harald Simonsen sá hér strax upplagt viðskiptatækifæri og keypti skipið í heilu lagi.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is