Alheimurinn

Tröllvaxnar sólir í ungum alheimi

Nú eru stærstu sólstjörnur í geimnum allt að 100 sinnum stærri en sólin. En þegar alheimurinn var ungur urðu stjörnurnar miklu stærri og lifðu mjög stutt.

BIRT: 06/03/2024

Nú eru stærstu stjörnur alheimsins allt að 100 sinnum stærri en sólin okkar.

 

En þegar stjörnur tóku að myndast eftir Miklahvell gátu þær orðið allt að 100.000 sinnum stærri.

 

Þetta sýnir ný, japönsk rannsókn. Ástæðan er sú að í hinum unga alheimi var frumefnasamsetning önnur en nú er.

 

Svona fæðist stjarna

Stjörnur myndast þannig að stórt gas- og rykský þéttist þar til það fellur saman undan eigin þunga og myndar sólstjörnu.

 

Öfugt við nútímann, voru frumefnin í upphafi nánast einvörðungu vetni og helíum. Þessi efni eru bæði afar létt en framan af var mjög lítið af þungum frumefnum. Þar sem þung frumefni eru betur fær um að þeyta orku út úr skýinu, fellur það fyrr saman í stjörnu.

Vísindamennirnir að baki þessari nýju rannsókn settu upp tölvulíkan af aðstæðum í ungum alheimi og líkanið sýndi að það tók fyrstu stjörnurnar mun lengri tíma að myndast en á móti kom að þær urðu miklu stærri.

 

Fyrstu stjörnurnar mynduðust þannig að gasský úr vetni og helíum varð svo heitt að skýið sendi frá sér geislun. Geislunin losaði hluta varmans sem aftur þýddi að skýið hélt áfram að stækka, jafnframt því sem mikið af kældu gasi myndaði kuldaskil sem flökkuðu um geiminn.

 

Þegar kuldaskilin bárust inn í stórt gasský, féll það saman og myndaði stjörnu. Þar eð gasskýið hafði haft langan tíma til að vaxa, varð sólstjarnan ofboðslega stór.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© NASA/ESA/Hubble Heritage Team

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is