Menning og saga

Tungumálið sem engir vísindamenn skilja

Indíánamálið pirahã virðist ekki líkjast nokkru öðru tungumáli í heimi. Málið er talað af nokkur hundruð manns í Amasónhéraði í Brasilíu og málvísindamenn eru furður lostnir, því pirahã brýtur í bága við allar almennar hugmyndir um tungumál.

BIRT: 04/11/2014

Bandaríski málfræðingurinn Daniel Everett frá Illinois háskóla hefur varið alls sjö árum í regnskóginum í Amasónhéraði í Brasilíu. Þar hefur hann lagt stund á rannsóknir á indíánatungumálinu pirahã, sem aðeins u.þ.b. 300 veiðimenn og safnarar tala í litlum þorpum meðfram þverám við Amasónfljót. Hann varð sífellt meira undrandi eftir því sem hann lærði tungumálið betur og komst að raun um hve sérstakt það var.

 

Á pirahã-máli eru hvorki til orð yfir hægri né vinstri og orðin mamma og pabbi fyrirfinnast heldur ekki en þar á móti er til orð sem notað er yfir báða foreldrana. Sagnorðin eru einungis til í nútíð og engin leið er að tilgreina hærri tölu en tvo því tungumálið felur ekki í sér nein töluorð og íbúarnir hafa engan skilning á tölum. Þeir gera því einungis greinarmun á einum, tveimur og mörgum.

 

Fram til þessa hafa málvísindamenn álitið að öll tungumál heims ættu nokkur sameiginleg einkenni. Pirahã er hins vegar undantekningin frá þessari reglu og það á marga ólíka vegu. Daniel Everett hefur því lengi hikað við að birta athuganir sínar, því hann vissi að allt færi í hund og kött meðal málvísindamanna þegar hann gerði það. Þannig fór svo sannarlega einnig og baráttunni er ekki lokið, því margir málvísindamenn eru enn fullir efasemda um að hann yfirleitt fari með rétt mál. Þeir málvísindamenn sem hins vegar hafa fengið leyfi til að heimsækja ættbálkinn á Amasónsvæðinu verða þó að játa sig sigraða og viðurkenna að Daniel Everett hafði rétt fyrir sér, því Pirahã-málið er engu öðru líkt.

 

Þetta indíánamál er svokallaður einangur, en með því er átt við tungumál sem er alls óskylt öðrum tungumálum. Það minnir alls ekki á nágrannatungumálin en felur þó í sér nokkur tökuorð úr portúgölsku, sem flestir íbúar Brasilíu tala. Um er að ræða orð í líkingu við kaffi og flugvél, þ.e. hugtök yfir hluti sem borist hafa annars staðar frá. Þá hafa nokkur ensk tökuorð einnig náð fótfestu í málinu, t.d. hugtök yfir tæknileg fyrirbæri sem ókunnugir hafa haft með sér, svo sem segulbandstæki.

 

Í pirahã-málinu eru aðeins þrír sérhljóðar og átta eða níu samhljóðar, allt eftir því hvort kona eða maður talar, því einn af samhljóðunum er einungis notaður af körlum. Málvísindamenn þekkja ekki til margra annarra tungumála með jafn fá hljóð en nokkur hljóðanna eru alveg einstök. Eitt hljóðið er myndað með því að vipra varirnar og hljóðmyndunin er að öllu jöfnu svo sérstök að gamalreyndir málvísindamenn sperra eyrun.

 

Pirahã er fast í nútíðinni

 

Sér til mikillar furðu komst Daniel Everett að raun um að engar aukasetningar er að finna á pirahã-málinu en með því er átt við setningar sem taka hver við af annarri. Málið er aðeins talað í aðalsetningum og þetta er í hrópandi ósamræmi við viðurkennda tungumálaþekkingu, en einn af fremstu málvísindamönnum heims, Bandaríkjamaðurinn Noam Chomsky segir heila mannsins vera nánast forritaðan til þess að tengja saman setningar.

 

Pirahã-mál á engin orð yfir liti en meðlimir ættbálksins eiga síður en svo í basli með að lýsa litum. Rautt kallast t.d. blóðlitað. Andstætt því sem á við um önnur tungumál er heldur engar þjóðsögur eða sögulegar heimildir að finna, sem foreldrar láta ganga áfram til barnanna sinna.

 

Allt þetta og ýmislegt til gæti bent til þess að pirahã-mál væri frumstætt tungumál. Því er öðru nær, ef marka má Daniel Everett og aðra sem rannsakað hafa tungumálið. Pirahã endurspeglar í raun menningu íbúanna sem lifa og hrærast fyrir líðandi stundu. Þeir hafa með öðrum orðum enga þörf fyrir orð í þátíð. Fæðuna útvega þeir dag frá degi án þess að hafa mikið fyrir því og þess vegna er stórum hluta dagsins varið í að beita tungumálinu þegar komið er heim með bráðina eða ávextina úr regnskóginum.

 

Pirahã hefur valdið mikilli umræðu meðal málfræðinga og margir eru áhugasamir um að fara á staðinn og berja augum þennan ættbálk á Amasónsvæðinu. Einungis örfáir fá hins vegar leyfi til þess, því yfirvöld í Brasilíu leggja áherslu á að standa vörð um þessa frumbyggja landsins.

 

Tungumálið mótar hugsanir okkar

 

Málvísindakonan Jeanette Sakel frá West of England háskólanum í Bristol er ein fárra tungumálasérfræðinga sem fengið hafa leyfi til að rannsaka pirahã á staðnum. Hún segir að vettvangsrannsóknirnar hafi opnað augu sín og segir m.a.: „Við höldum öll að okkar eigin tungumál séu eðlileg og tungumál annarra skrítin. Pirahã-mál er hugsanlega alls ekki eins furðulegt og við gerðum ráð fyrir. Margt af því sem einkennir það fyrirfinnst sennilega í öðrum tungumálum en því hefur einfaldlega enn ekki verið lýst,“ segir hún.

 

Aðrir málvísindamenn hafa til dæmis rekist á ástralskt tungumál þar sem ekki virðast koma fyrir aukasetningar. Jeannette Sakel getur jafnvel bent á dæmi þess að í tilteknum lágmenningarhópum í Englandi sé talað í stuttum setningum sem ekki tengjast, líkt og við á um pirahã-mál. Hvað sem öðru líður hefur pirahã-málið hreyft verulega við málvísindamönnum. Skorturinn á töluorðum gerir það að verkum að íbúarnir kunna ekki að telja, jafnvel þótt ýmsir vísindamenn hafi reynt að kenna þeim einfaldan hugarreikning. Þessi staðreynd rennir stoðum undir þá kenningu að það sé tungumálið sem móti hugsanir okkar umfram það að hugsanirnar móti tungumálið.

 
 

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.