Það er ekki daglegur viðburður að vísindamenn uppggötvi stór hryggdýr sem áður voru óþekkt. En í fjalllendinu Sierra Madre á norðurhluta Filippseyja hafa bandarískir líffræðingar fundið tveggja metra langa varan-eðlu, sem íbúar á svæðinu þekkja að vísu ágætlega, en hefur verið vísindamönnum allsendis ókunnug. Þessi eðla er talsvert frábrugðin skyldum tegundum í grenndinni, stór og sterkleg og með gylltar rendur og bletti á svartri húðinni. Varan-eðlan felur sig gjarnan í trjám.