Maðurinn

Útöndunarloft bjargar lífum

Árlega deyja margir góðir sundmenn nærri landi. Nú hafa danskir vísindamenn komist að því að oföndun í kjölfar ofkælingar er einatt orsökin. Fræðimennirnir hafa hannað nýtt björgunarvesti sem eykur lífslíkur í sjónum.

BIRT: 04/11/2014

Þann 18. júlí klukkan 15:47 árið 2005 var ákveðið að lýsa eftir lystisnekkju við strendur Danmerkur. Maður hafði fallið fyrir borð í Vesturhafi tuttugu tímum áður.

 

Sjórinn var 17 stiga heitur og samkvæmt tölfræði um lífslíkur í slíkum sjávarhita var engin ástæða til að leita frekar. Þremur tímum síðar bjargaðist sæfarinn eftir að ferðamenn höfðu séð hann fljótandi í öldurótinu.

 

Eftir tæpan sólarhring í sjónum hafði líkamshiti hans fallið niður í 34,6 °C. En hann var enn með meðvitund og slapp með væga lungnabólgu.

 

Atvik þetta varð til að vekja forvitni lækna við sjúkrahúsið í Bispebjerg um hvað gerist í heilanum þegar menn lenda í köldum sjó.

 

Undir leiðsögn yfirlæknisins Frank Pott voru gerðar margar tilraunir með því að sökkva mönnum í ískalt vatn meðan viðbrögð líkamans voru mæld og skrásett. Árangurinn er ný uppfinning sem gæti bjargað mannslífum.

 

Fyrstu mínúturnar skipta sköpum

 

Við þekkjum þetta öll frá því að fara í ískalda sturtu: þegar vatnið skellur á líkamanum grípum við andann reglubundið á lofti.

 

Viðbragð þetta á sér stað þegar heilinn hefur fengið boð frá kuldanemum í húðinni þegar ofkæling á sér stað. Púlsinn eykst og við tökum að ofanda. Þ.e.a.s. draga andann hraðar og dýpra.

 

Rannsóknirnar á Bispebjerg sjúkrahúsinu hafa sýnt að það er einmitt oföndunin á fyrstu mínútunum sem getur skipt sköpum þegar menn falla ofan í kaldan sjó. Þegar þátttakendur í tilrauninni settust ofan í ískalt vatnið drógu þeir andann fjórum sinnum hraðar en ella.

 

Fáum sekúndum síðar féll blóðstreymið um heilann niður um allt að helming. Við svo takmarkað blóðstreymi skortir heilann súrefni. Þess vegna fer mönnum að sundla og fyllast óðagoti sem eykur enn á oföndunina.

 

Að lokum getur súrefniskorturinn leitt til yfirliðs. Í tvígang þurfti meira að segja að hætta tilraunum á sjúkrahúsinu, þar sem þátttakendur voru við það að missa meðvitund.

 

Súrefnisskortur í heilanum stafar undarlega nokk af því að við drögum andann of hratt. Þegar frumur okkar mynda orku við brennslu á sykrum og súrefni myndast koltvísýringur, og líkaminn notar magn hans sem óbeina vísbendingu um skort á súrefni í ýmsum vefjum líkamans.

 

Við of mikla líkamlega áreynslu safnast koltvísýringur upp í líkamanum. Því meiri sem hann verður, þess súrara verður blóðið – pH-gildið fellur. Það verður til að æðar í heilanum víkka í viðleitni til að fá meira súrefni.

 

Við drukknun er þessu öfugt farið. Þegar líkaminn fellur í kaldan sæinn er fyrsta viðbragðið að anda ótt og títt. Þar sem loftið inniheldur mun minna af koltvísýringi en blóðið, fellur magn koltvísýrings í líkamanum.

 

Það þýðir að minni kolsýra myndast í blóðinu sem verður basískt fyrir vikið – pH-gildið stígur. Æðar heilans bregðast við með því að draga sig saman svo að minna súrefni berist til heilans. Mann sundlar og missir jafnvel meðvitund.

 

Margir drukkna nærri landi

 

Á landi uppi er heppilegt að falla í yfirlið skorti heilan súrefni.

 

Þyngdaraflið hjálpar nefnilega við að auka blóðstreymi til höfuðsins. Í sjónum verður yfirlið hins vegar til þess að flestir drukkna.

 

Jafnvel þótt þeir séu í björgunarvesti því þeir geta fengið sjó í lungun og kafnað í öldunum. Þessar nýju niðurstöður auka skilning okkar á því hve margir drukkna nærri landi. Í Englandi deyja t.d. meira en helmingur þeirra sem drukkna minna en þremur metrum frá ströndinni, þrátt fyrir að vera ágætir sundmenn. Þessar tölur benda til þess að hvorki sé hægt að kenna örmögnun eða ofkælingu líkamans um drukknunina.

 

Fremur er hér á ferðinni viðbragðsferli líkamans í kjölfar oföndunar. Líkurnar á því að lifa af aukast því verulega nái menn að spjara sig fyrstu mínúturnar í sjónum.

 

Það er reyndar mögulegt að forðast þessa hættulegu oföndun með því að stjórna andardrættinum meðvitað.

 

Vísindamennirnir prófuðu því þjálfaða jóga í framangreindri tilraun. Með því að stjórna andardrætti sínum gátu þeir haldið blóðstreymi heilans í jafnvægi.

 

Flestum reynist þó örðugt að halda ró sinni í slíkri lífshættu og því hafa fræðimenn hannað lítið tæki við björgunarvestið til að styðja við eðlilegan andardrátt.

 

Í gegnum munnstykki á þessu tæki andar maður að sér lofti með hækkuðum koltvísýringi til þess að koma í veg fyrir hið hættulega fall í koltvísýringsmagni blóðs.

 

Þessu má líkja við að anda í poka, þar sem maður andar að sér þeim koltvísýringi sem maður er rétt búinn að anda frá sér. Með þessu móti fellur sýrugildi blóðsins og æðarnar í heilanum víkka út til að taka til sín meira súrefni.

 

Þessu fylgir þó sú hættulega aukaverkun að maður fái ekki nægt súrefni en fræðimenn hafa tekið mið af þessu með því að auka súrefnismagn pokans.

 

Tilraunir með frumgerð af uppfinningunni sýna að þrátt fyrir oföndun fellur ekki blóðstreymi í heilanum. Það eykur verulegar líkur á að menn geti lifað af í köldum sjónum.

 
 

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.