Maðurinn

Veira, kvikasilfur eða kannski eitur? Hér er uppskriftin að bóluefni

Andstæðingar bóluefna segja að skaðleg efni séu í bóluefnum gegn kórónuveirunni. Við athugum hvort eitthvað geti verið hæft í því – og eitthvað að óttast?

BIRT: 23/12/2020

Nú virðist sem bóluefni gegn Covid-19 séu í þann veginn að fara í dreifingu – en hvað er eiginlega í sprautunni?

 

Nú þegar hafa þrír framleiðendur: Pfizer, Moderna og AstraZeneca opinberað niðurstöður úr þriðju og síðustu fasa-rannsóknum sínum.

 

Þótt nákvæmar uppskriftir að þessum þremur bóluefnum verði væntanlega áfram viðskiptaleyndarmál, a.m.k. þangað til bóluefnin eru komin á markað, er nú þegar hægt að draga margvíslegar ályktanir um innihaldið.

Innihaldsefni í bóluefni gegna fimm mismunandi hlutverkum

Innihald í bóluefni þarf að gegna fimm kjarnahlutverkum: virkja, styrkja, tryggja öryggi og gera efnið fljótandi.

1. Virk innihaldsefni sem hafa áhrif á ónæmiskerfið

Virku efnin eru yfirleitt óskaðlegir, stærri eða smærri veiruhlutar sem skapa ónæmissvörun og gera líkamanum þannig kleift að verjast smiti í framtíðinni.

2. Hjálparefni sem styrkja áhrifin

Tiltekin efni, svo sem álsölt eða gelatín geta styrkt ónæmissvörunina með því að lengja þann tíma sem bóluefnið er í líkamanum eða lengja virkni bóluefnisins.

3. Íblöndunarefni sem tryggja öryggi

Efnasambönd með t.d. formaldehýði eða kvikasilfri geta verið höfð með til að komast hjá bakteríugróðri.

4. Vaxtarefni sem framleiða virku efnin

Virku efnin í bóluefninu þarf að rækta og það er m.a. gert í gerviframleiddum mannsfrumum. Smásæjar leifar þeirra gætu leynst í bóluefninu.

5. Vatn sem gerir bóluefnið fljótandi.

Í einni sprautu af bóluefni er yfirleitt 0,5 ml af vatni – vatnið er reyndar helsta innihaldsefnið. Til samanburðar eru virku efnin í skammtinum aðeins þúsundustu hlutar úr grammi. Vatnsblöndunin gerir bóluefnið fljótandi til að hægt sé að sprauta því í vöðva.

Kórónubóluefnin eru gerð með nýrri tækni

Kórónubóluefnið frá AstraZeneca er gert úr prótínum af SARS-Cov-2-veirunni. Prótínunum er komið fyrir á svonefndum vektor sem í þessu tilviki er kvefveira úr simpönsum en hún hefur verið gerð óskaðleg. Þar eð kvefveirur valda sjálfkrafa viðbrögðum ónæmiskerfisins, þarf færri hjálparefni.

 

Bóluefnin sem framleidd eru hjá Pfizer og Moderna eru svokölluð RNA-bóluefni en þau hafa ekki áður verið framleidd. Virka efnið er „messenger RNA“ eða mRNA – lítill bútur úr erfðaefni kórónuveiru sem kennir líkamanum að verjast veirunni. Í Pfizer-bóluefninu eru notuð 30 míkrógrömm af RNA í hvern skammt en 100 hjá Moderna.

 

Bæði RNA og innpökkun sameindanna – fitukúlur um 0,1 nanómetri að stærð – eru framleidd í rannsóknastofu. Í bóluefninu frá Moderna eru kúlurnar úr fjórum mismunandi fitusýrum, auk óþekktra hjálparefna.

 

Öll þrjú bóluefnin telja ónæmiskerfinu trú um að líkaminn hafi sýkst. Þau koma frumum til að framleiða eftirlíkingar af gadd-prótínum kórónuveirunnar. Ónæmiskerfið lærir að þekkja gadd-prótínin og gera þau óvirk ef kórónuveiran skyldi gera innrás í raun og veru.

Innihaldsefnin vandlega prófuð

Nú virðist þeim bóluefnaandstæðingum fara fjölgandi sem fullyrða að mörg innihaldsefni bóluefna geti valdið sjúkdómum.

 

En í nútímabóluefnum eru skammtarnir annað hvort skaðlausir og notuð efni sem eru fyrir í líkamanum og í miklu stærri skömmtum eða þá að áralangar tilraunir hafa ekki sýnt fram á nein varanleg áhrif til skaða.

 

Í þeim fágætu tilvikum sem bóluefni hafa valdið miklum skaða, hefur hinn bólusetti oftast haft ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni.

Þess vegna eru notuð umdeild efni

Hvað: Ál

Hve mikið: Minna en 1 milligram – undir viðmiðunarmörkum fyrir vikulegan skammt.

Hvers vegna: Álsölt eiga þátt í að örva ónæmiskerfið og flytja virk efni bóluefnisins. Ál er að finna í vatni.

 

Hvað: Formaldehýð

Hve mikið: Minna en 0,1 mg. Í einni peru er 50 sinnum meira magn.

Hvers vegna: Formaldehýð fjarlægir eiturefni frá veirum sem notaðar eru í sum bóluefni. Mikið af efninu getur verið krabbameinsvaldandi en líkaminn bæði framleiðir og brýtur niður formaldehýð við orkubrennslu.

 

Hvað: Kvikasilfur

Hve mikið: T.d. 2,5 míkrógrömm.

Hvers vegna: Kvikasilfursambandið þíomersal hefur verið notað til að auka geymsluþol og vinna þannig gegn mögulegri eitrun í bóluefnum sem gefa þarf oftar en einu sinni. Í efnasambandi er eþýlkvikasilfur sem gagnstætt meþýlkvikasilfri, safnast ekki upp í líkamanum. Lýsigagnarannsókn ein afsannaði að þíómersal valdi einhverfu.

Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

NÝJASTA NÝTT

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Vinsælast

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

5

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

6

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Menning

Stærstu borgir heims

Maðurinn

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Hvernig kláraði fólk salernisferðina áður en klósettpappírinn kom til sögunnar?

Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is