Vestur-afríski gíraffinn snýr aftur

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fyrir tveimur áratugum voru ekki eftir nema um 50 dýr af gíraffastofninum í Vestur-Afríku. En í samvinnu yfirvalda í Níger og samtakanna „Giraffe Conservation Foundation“ hefur tekist að snúa þróuninni við. Nú eru gíraffarnir orðnir um 400 og öll dýrin er að finna á svæði skammt frá höfuðborginni Niamey. Þessir gíraffar verða að teljast mjög sérstakir því dýr af þessum stofni eru hvergi til í dýragörðum.

 

Verndunarsamtökin hafa séð fyrir fæðu handa dýrunum, en þessir gíraffar voru eitt sinn útbreiddir víða í Vestur-Afríku. Í samvinnu við bændur á svæðinu hefur verið komið upp vatnsbólum sem nautgripir bænda og gíraffarnir nýta í sameiningu. Þá hefur verið plantað bæði trjám og runnum, gíröffunum til lífsviðurværis. Að auki hafa menn gengið hart fram gegn veiðiþjófum sem stofninum stóð áður mikil ógn af. En þrátt fyrir framfarirnar er vestur-afríski gíraffinn enn meðal þeirra dýra sem eru í mestri útrýmingarhættu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is