Tækni

Viðbót við heilann

BIRT: 04/11/2014

Gefum okkur að þú villist í framandi stórborg. Þú stendur innan um þvögu flautandi leigubíla og blikkandi auglýsingaskilta og reynir að koma auga á götuskilti eða byggingu sem þú kannast við. Þá tekur þú upp símann, kveikir á myndavélinni og heldur símanum fyrir framan þig, þannig að þú horfir á borgina „gegnum“ símann. Þú kemur nú ekki eingöngu auga á umferðina og byggingarnar, heldur blasa nú einnig við upplýsingar um stystu leiðina heim á hótelið, næstu almenningsfarartæki og verslanir sem þú kannt að meta. Þú ýtir á takka til að kalla fram ummæli um kaffihús í grenndinni og getur jafnframt lesið matseðilinn. Þú ýtir á annan takka til að kanna hvort einhver vina þinna sé staddur í sömu borg.

Farsímar eru í þann veg að verða svo fullkomnir að þeim má líkja við eins konar viðbót við heilann. Þeir aðstoða okkur við að rata og að vera í tengslum við vini okkar. Þeir minna okkur á fundi, gegna hlutverki dagblaðs, sjónvarps, uppflettirits, bíllykils og greiðslukorts, auk þess sem þá má nota til að afla upplýsinga um verð og vörulýsingu þegar við erum í verslunarleiðöngrum og svo eru þeir auðvitað einnig vekjaraklukka, dagatal og minnisblokk. Farsímar eru ekki lengur einungis símar, heldur er um að ræða tölvur með þúsundum háþróaðra forrita.

Farsímar og forritin í þeim eru í rauninni orðin svo tæknileg að bandarískir hermenn nota símana í stríðsrekstri til að reikna út stefnu flugskeyta og til að þýða skilaboð, á t.d. persnesku. Þá má einnig geta þess að á meira en hundrað sjúkrahúsum í Bandaríkjunum nota læknar og hjúkrunarkonur í dag nútímalega farsíma með gervigreind til að fylgjast með hjartslætti og blóðþrýstingi sjúklinga sinna.

„Farsímar með gervigreind minna í rauninni meira á tölvur en síma,“ segir Gerard Goggin, prófessor í stafrænum samskiptum við New South Wales háskólann í Ástralíu. Hann bendir réttilega á að farsímar séu í dag mikilvægur hluti af lífi flestra og að ekkert lát verði þar á. „Notkun þeirra mun hins vegar breytast,“ segir hann þó.

Allar götur frá því að Apple opnaði verslunina App Store árið 2008, sem selur hugbúnað í símann iPhone, hefur hugbúnaði í símann verið hlaðið niður í ríflega tvo milljarða skipta. Í dag er hægt að fá meira en 100.000 forrit fyrir iPhone, auk alls þess sem í boði er í Googles Android Market, Nokias Ovi Store og Microsofts Windows Marketplace. Samkvæmt upplýsingum frá Ilja Laurs, forstjóra eins fremsta dreifingarfyrirtækisins sem verslar með hugbúnað fyrir símann, mun verða hægt að fá hvorki meira né minna en tíu milljón forrit fyrir farsíma árið 2020 og hún telur að þessi búnaður hafi minnst jafnmikil áhrif á daglegt líf okkar þá og internetið hefur í dag. Þó svo að hluti forrita sé gerður fyrir afþreyingu, t.d. tölvuleiki, þá miðast mörg forritin að því að auðvelda hermönnum og læknum lífið, svo og leikmönnum, sem hafa þörf fyrir að leysa verkefni og vandamál.

Gervigreindarsímarnir eru útbúnir þráðlausri tengingu við netið, snertiskjá með mikilli upplausn, gps-staðsetningarbúnaði, hraðamæli, áttavita, hljóðnema, hátalara, gjörva yfir 1 GHz og myndavél með allt að 12 megapíxla upplausn og þreföldum linsuaðdrætti. Vísindamenn gera ráð fyrir að svokallaður auðkenniskubbur, RFID, verði hluti af símum framtíðarinnar, auk þess sem þeir verði útbúnir skjávörpum.

Blair MacIntyre, sem er prófessor við Georgia Institute of Technology, telur að uppfinningamenn séu rétt í þann veg að byrja að þróa hugbúnað sem nýtir þá möguleika sem háþróuðu símarnir bjóða upp á. Blair MacIntyre sér fyrir sér að gleraugu með innbyggðum skjá muni taka við hlutverki símans þegar fram í sækir, þannig að við þurfum ekki að taka upp símann og kveika á myndavélinni og staðsetningartækinu ef við villumst í framandi stórborg, því leiðbeiningarnar muni birtast í gleraugunum. Hann ímyndar sér jafnframt að augnlinsur með innbyggðri straumrás muni gera okkur kleift að lesa stafrænar upplýsingar um það sem við erum að hugsa um.

„Þetta gerist nú ekki alveg strax en þar til mun engu að síður vera hægt að nota símana til margra stórkostlegra hluta,“ segir Blair MacIntyre.

Eitt er þó deginum ljósara og það er að löngu er orðið tímabært að venja sig við að litlu farsímarnir eru langtum meira en einungis símtæki og að þeir eigi hugsanlega eftir að gegna miklu mikilvægara hlutverki hjá okkur í framtíðinni sem gagnlegir og ómissandi aukalegir heilar.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.