Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Þeir voru hégómlegir, með fallegt hár og fóru reglulega í bað. Víkingarnir voru svo glæsilegir að enskar konur yfirgáfu eiginmenn sína og börn fyrir Norðurlandabúana eins og hendi væri veifað.

BIRT: 22/02/2024

Mönnunum fjórum verður sjóðandi heitt þegar eikarhurðinni er hrundið upp á gátt.

 

Hitinn í baðstofunni er kærkomin tilbreyting frá rökum regnúðanum úti fyrir og mennirnir stynja af vellíðan þegar þeir sökkva sér ofan í heitt vatnið í körunum.

 

Brátt fellur ró yfir baðstofuna á meðan mennirnir nudda á sér húðina, kemba hár sitt og hreinsa neglur og eyru.

 

Þannig gætu laugardagarnir hafa verið á tímum víkinganna þegar þeir þyrptust saman kringum baðvatnið.

 

Eins og flestir Íslendingar vita táknar dagaheitið „laugardagur“ þann dag þegar menn lauguðu sig, þ.e. fóru í bað.

 

Hugtakið er aðeins eitt margra sem sýna fram á að víkingar voru langt á undan samtímanum hvað snerti útlit og líkamlegt hreinlæti.

Giftar konur og aðalsdætur kiknuðu í hnjáliðunum í nálægð við víkinganna, segir í engilsaxneskum annál.

Hugmyndir margra um skítuga, sóðalega stríðsmenn sem lyktuðu illa, litu út og hegðuðu sér líkt og villidýr, standast engin rök.


Sé miðað við aðra hluta Evrópu voru víkingarnir nýtískuleg glæsimenni með yndisþokka, sjálfstraust og fallegt hár.


Norðurlandabúar voru hreinlegastir allra Evrópubúa

Víkingarnir gerðu sér far um að vera fallega til fara. Þó svo að þeir verðu mörgum mánuðum í ránsferðir var hreinlætið ávallt í fyrirrúmi.

 

Sem dæmi má nefna að þegar sænskir víkingar sömdu um frið við Austrómverska ríkið árið 907, eftir áratuga langa blóðuga bardaga, sömdu þeir um að fá ótakmarkaðan aðgang að baðhúsum þegar langskip þeirra legðust að höfn í hafnarborgum stórveldisins.

 


Einum 14 árum síðar varð hópur víkingakaupmanna á vegi arabíska sendifulltrúans Ibn Fadlan við ána Volgu.

 

Arabinn veitti því eftirtekt að ambátt ein sótti vatnsfötu á hverjum morgni. Hún færði húsbónda sínum vatnið sem bæði „þvoði hár sitt og greiddi í baðkerinu. Síðan snýtti hann sér og hrækti í baðvatnið“.

 

Þegar maðurinn hafði lokið sér af bar ambáttin vatnsfötu til hinna mannanna sem gerðu slíkt hið sama.

„Aldrei fyrr hafa Bretar hræðst jafn skelfilega og raunin var þegar heiðingjarnir áttu í hlut,“ ritaði munkur nokkur um árás víkinga á klaustrið í Lindisfarne árið 793 e.Kr.

Munkar rægðu víkingana

Margir fordómar nútímans um víkingana eiga rætur að rekja til enskra munka sem felldu í letur skröksögur um Norðurlandabúana.


Fyrstu frásagnirnar af víkingum voru ritaðar af kristnum munkum á Englandi á ofanverðri 8. öld. Munkarnir urðu iðulega fyrir árásum víkinga, sakir þess að þeir reyndu ekki að verja eigur sínar, heldur stungu af eða biðu dauðdaga síns.

 

Grimmilegt háttalag Norðurlandabúanna gerði það að verkum að munkarnir lýstu þeim sem blóðþyrstum villimönnum. Sagnfræðingar í dag eru þess hins vegar fullvissir að flestir víkingar hafi lifað friðsamlegu lífi innan um Englendinga.

 

Og þó svo að víkingar hafi lagst í grimmilegar ránsferðir áttu þeir sér einnig fágaða menningu í tengslum við ljóðagerð og sagnalist.

Ibn Fadlan virti þvottaathöfnina fyrir sér af mestu fyrirlitningu og sagði Norðurlandabúana vera „þá skítugustu af öllum mönnum sem Alla hefði skapað“.

 

Maðurinn var múslími og sem slíkur vanur því að þvo sér með hreinu vatni fimm sinnum á dag fyrir bænagjörð.

 

Daglegur þvottur víkinganna var eiginlega alveg á skjön við venjur Evrópubúa þess tíma sem aðeins fóru í bað einu sinni til tvisvar á ári.

 

Konurnar elskuðu víkingana

Þegar norrænir víkingar hernámu og settust að á Bretlandseyjum á ofanverðri 9. öld komust Engilsaxarnir brátt á snoðir um að stríðsmennirnir legðu mikla áherslu á útlit sitt.

 

Munkur að nafni John af Wallingford ritaði m.a. í króníku sína í kringum árið 1200 að norrænir víkingar „hefðu fyrir sið, í samræmi við venjur heimalandsins, að greiða hár sitt alla daga og baða sig á hverjum laugardegi, skipta oft um fatnað og að vekja athygli á sér með mörgum áþekkum, fánýtum uppátækjum“.

 

Hégómlegir Danir orsökuðu mikinn harm og króníkuhöfundurinn sagði þá hafa valdið „miklum átökum og deilum í ríkinu“.

Skartgripir og greitt hár voru hluti af þeim vopnum sem víkingarnir notuðu þegar átti að heilla konur.

Margir reiðir Engilsaxar kvörtuðu meira að segja til konungsins yfir þessum hreinlegu víkingum. Ástæðan var ekki hvað síst sú að vel hirtir Norðurlandabúarnir féllu engilsaxneskum konum einkanlega vel í geð.

 

Þeir „narra til sín giftar konur og lokka dætur ættgöfugra manna til að gerast frillur sínar“, ritaði Wallingford.

 

Dönsku víkingarnir í Englandi voru ekki þeir einu sem gengust upp í útlitinu.

 

Uppgröftur fornminja hefur leitt í ljós að fegurðarímyndin var einnig ofarlega í hugum sænskra, norskra og íslenskra víkinga.

 

Sem dæmi má nefna að fundist hafa naglahreinsarar, tannstönglar og hártangir í gröfum margra víkinga um gjörvöll Norðurlönd. Gera má ráð fyrir að ofangreindir hlutir hafi verið algeng eign meðal víkinga.

 

Óaðfinnanlegt hár

Eitt af því sem hvað oftast finnst frá víkingaöld eru hárgreiður úr beini eða viði. Víkingarnir geymdu greiður sínar iðulega í öskjum til að varðveita greiðutennurnar og gera má ráð fyrir að greiður hafi verið mikils virði.

 

Víkingunum var ákaflega annt um hár sitt. Sumir þeirra lýstu t.d. hár sitt um nokkur litbrigði með sterkri sápu. Um tíma sagði hártíska karlmanna fyrir um að þeir skyldu vera með öfuga „Svíaklippingu“, þ.e. síðan topp og stutt hár í hnakkanum.

 

Hárklipping þessi er nefnd í fornu ensku bréfi þar sem maður nokkur hvetur bróður sinn til að fylgja engilsaxneskum sið og að falla ekki fyrir „dönsku tískunni“.

 

Víkingar með virðingu fyrir sjálfum sér áttu jafnframt að hirða um skegg sitt. Fræðimenn hafa rekist á allt frá alskeggi yfir í yfirskegg og geithafursskegg á gömlum tréristum. Sameiginlegt öllum hárvexti var að hár var vel hirt og greitt.

LESTU EINNIG

Fallegri klippingu og ilmandi, nýþvegnum líkama fylgdu að sjálfsögðu hrein, fögur klæði.

 

Persneskan landkönnuð á t.d. að hafa rekið í rogastans þegar hann veitti athygli hágæðafatnaðinum sem Norðurlandabúar klæddust á 10. öld.

 

Arabíski króníkuritarinn Ibn Rustah lýsir því svo kringum árið 1000 að víkingar hafi verið „snyrtilega til fara“ og átt vandaðan fatnað.

 

Líkt og í dag var tískan í þá daga einnig breytileg og gat verið ólík frá einu héraði til annars. Um tíma gengu t.d. allir karlar í rauðum eða bláum pokabuxum.

 

Þá þekktu þeir að sama skapi vel munaðarvarning sem mátti nota til að skreyta með fatnað, svo sem eins og skrautborða úr silki eða þræði úr gulli og silfri.

 

Armbönd, hálsfestar og verndargripir gátu breytt ásýnd hvaða víkings sem var, einkum þó ef skartið var úr gulli eða rafi.

 

Óhreinindi voru refsiverð

Glysgirni víkinganna jaðraði við þráhyggju í augum samtímans og þess ber að geta að Norðurlandabúar samþykktu lög sem vörðu réttinn til að ástunda hreinlæti líkamans.

 

Samkvæmt Grágás, hinni fornu lagaskrá og lögskýringarriti Íslendinga, var refsivert að kasta óhreinindum á annan mann í því skyni að niðurlægja hann.

 

Sama máli gegndi ef maður hrinti öðrum manni í „vatn, þvag, mat eða eðju“, óháð því hverja ástæðu hann teldi sig hafa fyrir slíku athæfi.

 

Örfáum öldum eftir gullöld víkinganna fór hreinlæti hins vegar aftur úr tísku á Norðurlöndum. Í kringum árið 1500 voru læknar í Evrópu farnir að reka áróður fyrir því að vatn gæti leitt af sér faraldra.

 

Sú skoðun var við lýði næstu 300 árin. Þó eimdi áfram eftir af arfleifðinni eftir hina snyrtilegu og fagurlega klæddu víkinga því betri borgarar héldu áfram að snyrta hár sitt, nota fegrunarefni og ganga í tískufötum.

Lestu meira um víkingana

Richard Vaughan: The Chronicle Attributed to John of Wallingford, Offices of the Royal Historical Society, 1958

 

Thor Ewing: Viking Clothing, The History Press ltd,, 2006

 

Ibn Fadlan: Ibn Fadlan and the Land of Darkness – Arab Travellers in the Far North, Penguin Classics, 2011

 

HÖFUNDUR: MICHELLE SKOV

© Wiki commons,© Bridgeman Images,© Shutterstock,© All Over Press/Getty Images & British Museum C/O Scala

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

4

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

4

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Þúsundir hermanna skemmtu fjöldanum í Róm með banvænum bardögum, hirðfífl drógu úr pólitískri spennu á miðöldum og á 19. öld voru hirðfífl og „djögglarar“ meistarar afþreyingarinnar.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.