Tækni

Vindknúið farartæki slær hraðamet

Í uppþornuðu stöðuvatni í BNA hefur náðst nærri 203 km hraði fyrir vindi.

BIRT: 04/11/2014

202,9 km/klst. Það er nýja hraðametið í flokki vindknúinna farartækja á landi. Methafinn heitir „The Greenbird“. Farartækið var hannað í Bretlandi en metið sett á botni hins uppþornaða Ivanpah-vatns í Bandaríkjunum. Eldra metið átti Bandaríkjamaðurinn Bob Schumacher en það var nú bætt um 16,3 km/klst.
Maðurinn á bak við The Greenbird heitir Richard Jenkins. Farartækið er nánast einvörðungu gert úr koltrefjum og vegur aðeins 600 kg og nær fimmföldum vindhraða með sérstaklega hönnuðum seglum þar sem hugmyndir eru sóttar til flugvéla og bíla í Formúlu I.

Seglið minnir helst á lóðréttan væng flugvélar og er á sama hátt gert til að nýta vindinn til að knýja farartækið áfram. Vængirnir lyfta flugvélinni bæði upp og fram á við en seglið á The Greenbird nýtir vindinn aðeins til láréttrar hreyfingar.

Seglið nýtir bæði hinn raunverulega vind og þann hraðavind sem farartækið skapar sjálft. Gallinn við segl, hvort heldur það er notað á sjó eða landi og hvort heldur það er úr segldúk eða koltrefjum, er sá að þegar vindurinn knýr farartækið áfram, myndast hraðavindur sem vinnur á móti. Því meiri sem hraðinn verður, því meiri verður þessi mótvindur.

Hraðavindurinn vinnur í öfuga átt og um leið virðist hinn raunverulegi vindur blása mildar en hann gerir í raun og veru. En þegar seglinu er snúið þannig að það myndar nákvæmlega rétt horn við vindáttina, nýtist hraðavindurinn til að ná meiri hraða en sem nemur vindhraðanum.

Hönnuðirnir hafa þurft að leggja talsvert að sér til að ná að nýta þennan hraðavind og m.a. þurft að fínstilla bæði hjólaöxla og þrýsting í dekkjum af ýtrustu nákvæmni.

Næst hyggst Jenkins slá hraðametið á ís. Tilraunin verður gerð í vetur og þá notuð systurútgáfa af The Greenbird.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is