Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Skýringin á skeiðarfullnægingu kynni að leynast í þykkum skeiðarvegg.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Læknisfræði

Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu.

 

Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu einungis fullnægingu við örvun snípsins. Rannsóknin leiddi í ljós greinilegan mun á þykkt skeiðarveggsins að framanverðu, sem sagt þeim hluta sem liggur upp að þvagrásinni og snípnum. Í þeim konum sem fengið höfðu skeiðarfullnægingu reyndist skeiðarveggurinn um 20% þykkri. Þykktin mældist að meðaltali 12,4 mm en í hinum konunum aðeins 10,4 mm.

 

Skeiðarveggurinn reyndist jafnþykkur alla leið og það voru því engin ummerki um neinn afmarkaðan blett sem gæti skýrt muninn á fullnægingunni. Ekki vita vísindamennirnir hvernig þykkt skeiðarveggsins geti haft áhrif á fullnæginguna, en geta sér þess til að limur karlmannsins örvi snípinn gegnum skeiðarvegginn og að áhrifin verði því meiri sem skeiðarveggurinn er þykkri.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is