Vísindamenn finna upp heimsins minnsta magnara

Nýr örmagnari er þúsund sinnum þynnri en mannshár. Uppfinningin getur bæði betrumbætt snjallsíma og minnkað þá.

BIRT: 24/08/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

Tækni

Lestími: 2 mínútur

 

Snjallsímar nútímans eru stútfullir af íhlutum sem ýmist senda frá sér boð eða taka á móti þeim.

 

Flest boðin eru rafræn en ef hægt væri þess í stað að vera með hljóðmerki – með hljóðbylgjum á afar háu tíðnisviði – væri hægt að gera símana bæði minni og betri.

 

Nú hafa vísindamenn í BNA þróað hljóðmagnara sem er einungis 0,5 mm2 en getur magnað hljóðið 100 falt.

 

háta

Magnarinn er aðeins lítill punktur á örflögu. Flatarmál hans er 0,5mm2.

 

Hugmyndin um örsmáa magnara er ekki ný af nálinni. Fyrir um 50 árum leituðust vísindamenn við að smíða sambærilega íhluti í útvörp en tækni þess tíma leyfði ekki svo smáa smíðisgripi.

 

Núna hafa vísindamenn aðgang að bæði rafeindasmásjám og hálfleiðurum sem eru bæði örþunnir og af miklum gæðum. Vísindamennirnir vinna með hálfleiðaraefni sem er 1.000 sinnum þynnra en mannshár – þykktin er einungis 83 atómlög.

 

Vitanlega er margvíslegum örðugleikum bundið að vinna með svo agnarsmátt efni og því hafa vísindamennirnir þurft að nýta sérstaka aðferð við framleiðslu nanóefna, þar sem efnið er látið bindast mörgum lögum af kristöllum. Þannig er mögulegt að beita síðan efnafræðilegum ferlum til að fjarlægja um 99,99 % af efninu og fá algerlega slétt yfirborð.

 

Magnari þessi markar þáttaskil í rafeindafræðilegum rannsóknum en ekki verður hægt að nýta þessa nýstárlegu tækni við næstu kynslóð farsíma.

 

Eigi boðmerki að geta borist með hljóði í stað rafeinda, þarf í grunninn að endurhanna allan rafbúnað í símunum.

 

 

Birt 24.08.2021

 

 

NANNA ANDERSEN

 

 

BIRT: 24/08/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.