Þeir eru fáir sem ekki þekkja nafnið Hitler, enda markaði hann djúp spor í söguna sem Foringi Þriðja ríkisins. Af sömu sökum þekkja eflaust margir ýmsar siðvenjur hans.
Þó eru til nokkrar staðreyndir um þennan nasistaforingja sem eru ekki á allra vitorði. Við höfum verið að grúska dálítið og grafið upp 10 hluti sem þú vissir (ef til vill) ekki um Adolf Hitler.
1. Hitler var jafnan slæmur í maga
Hitler var með afar viðkvæman maga og mikill vindgangur hrjáði hann alla tíð. Þrátt fyrir ýmis lyf var hann sérlega andfúll vegna þessa kvilla.
Ekki er ólíktleg að þetta hafi haft áhrif á geðslag Hitlers.
2. Hitler þoldi ekki reykingar.
Fátt var Hitler meira á móti skapi en sígarettur.
Helst af öllu vildi hann banna reykingar í gjörvöllu Þýskalandi og vitað er að Hitler verðlaunaði sína nánustu samstarfsmenn með gullúri þegar þeir hættu að reykja.
3. Hitler notaði kókaín

Adolf Hitler notaði ótal efni meðan hann var Foringi Þriðja ríkisins, þ.m.t. kókaín, sem hélt honum gangandi.
Tvisvar á dag tók Hitler kókaín með þar til gerðum skammtara.
Læknir hans, Theodor Morell, gaf Hitler kókaín vegna kinnholubólgu og eymsla í hálsi.
Á nokkrum vikum verður leiðtogi Þýskalands algerlega háður lyfjum – og með metamfetamín í blóðinu hefur hann seinni heimsstyrjöld.
Kókaín var þó alls ekki það eina sem Morell og aðrir læknar skrifuðu út fyrir Hitler. Seggja má að skrokkur hans hafi verið sneisafullur af alls konar efnum og lyfjum drýgstan hluta síðari heimsstyrjaldarinnar.
4. Hitler var valinn maður ársins
Árið 1938 valdi Time Magazine Hitler mann ársins. Hann var valinn fyrir að leiða nasista til valda af miklum skörungsskap, þrátt fyrir að hann bældi niður allar mótbárur fjölmargra Þjóðverja.
Ólíkt því sem margir ætla var Adolf Hitler ekki valinn vegna mannkosta sinna.
Time Magazine greindi síðar frá því að valið varðaði þá sem breyta framvindu sögunnar – til góðs eða ills.
5. Hitler var mikill Disney-aðdáandi

Adolf Hilter hélt mikið upp á Disney-myndir, einkum Mjallhvít og dvergana sjö.
6. Foringinn heimsótti aldrei útrýmingarbúðir
Öll þekkjum við hryllilegar frásagnir af grimmdarverkum nasista í útrýmingarbúðum Þriðja ríkisins.
Í janúar árið 1942 komu 15 háttsettir foringjar nasista saman í Wannsee-setrinu og lögðu á ráðin um Endlösung – lokalausnina, sem fólst í hvernig mætti útrýma Gyðingum.
Það má teljast furðulegt en Hilter heimsótti aldrei útrýmingarbúðir, né talaði hann opinberlega um þær. Hvort það var til að firra sig ábyrgð eða af einhverjum öðrum sökum er ekki vitað.
7. Lét taka af sér myndir í ræðustól

Hitler þótti heillandi ræðumaður og tjáði hann sig með öllum líkamanum – áhorfendum til mikillar gleði.
Hitler var heltekinn af ímynd sinni. Hann fékk ljósmyndara til að taka af sér myndir, þegar hann æfði ræður sínar.
Þannig gat hann fínpússað og betrumbætt frammistöðu sína.
8. Hitler snyrti yfirvaraskeggið
Þegar Hitler gegndi herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni var honum skipað að snyrta yfirvaraskeggið til að það hæfði notkun gasgrímu.
Óþétt gasgríma gat verið lífshættuleg.
9. Fjölskyldan breytti um eftirnafn
Ef faðir Hitlers hefði ekki breytt eftirnafni sínu árið 1877, hefði Hitler heitið Adolf Schicklgruber.
Leið nasista til valda í Þýskalandi
Lestu meira:

Það nafn virðist ekki vera sérlega ógnvænlegt og líklega hefði það ekki haft sömu áhrif að hrópa „Heil Schicklgruber!“
10. Hitler hlífði gyðinglegum heimilislækni
Vegna fátæktar í bernsku Hitlers hafði fjölskyldan ekki efni á læknishjálp. Gyðingur nokkur færði fjölskyldunni lyf án þess að þiggja greiðslu fyrir vikið.
Í síðari heimsstyrjöldinni sá Hitler til þess að læknirinn væri ekki fluttur í útrýmingarbúðir. Þess í stað hlaut hann vernd og fékk viðurnefnið „göfugi gyðingurinn.“
Einhverja samúð var að finna hjá Hitler.
Nasisminn markaði djúp spor í Evrópu
Valdatími nasista hafði mikil áhrif á framvindu mála í Evrópu – einnig að stríði loknu. Í Lifandi sögu getur þú alltaf lesið um nýja og spennandi þætti Síðari heimsstyrjaldarinnar.