Það er eitthvað að sólinni

Sólin er síkvik eins og sést á þessari mynd frá NASA-gervihnettinum Solar Dynamics Observatory. En að undanförnu hefur virknin verið óvenju lítil og vísindamenn eru í vafa um orsakir þess.

Fyrst var hún hötuð en í dag er hún daglegt brauð

Þegar getnaðarvarnarpillur voru leyfðar sem getnaðarvörn í Bandaríkjunum árið 1960 var kynlíf á einu augabragði losað undan oki fjölgunarinnar. Kvenréttindakonur fögnuðu því að konur hefðu nú loks yfirráð yfir eigin líkömum en aðrar óttuðust að pillan myndi hafa í för með sér siðferðislega hnignun. Í dag er pillan nánast jafnalgeng og vítamín og er notuð […]

Risafuglar

Það er fallegur sumarmorgun á argentísku sléttunum fyrir 5 milljón árum.   Lítill hópur af Brachytherium, spendýrum sem líkjast nokkuð hestum, eru á beit í morgunsólinni. Ekkert dýranna hefur uppgötvað feiknarmikinn ógnarfugl sem leynist þar nærri. Höfuð ránfuglsins hreyfist sitt á hvað í litlum rykkjum til að tryggja nákvæmt mat á fjarlægðinni til bráðarinnar.   […]

Öfgafyllstu rannsóknarstöðvarnar

Þetta er enginn venjulegur dagur á skrifstofunni. Hvarvetna um heim allan er að finna öfgafullar og sérhæfðar rannsóknarstofur sem vísindamenn keppast um að nýta sér – allt eftir því hvort þeir þurfa á algjöru öryggi að halda, hljóðleysi, mikilli reiknigetu, einangrun eða þyngdarleysi. Komið með í för og heimsækið suma af ótrúlegustu vinnustöðum vísindanna.

Ný myndavél tekur allt sem þú gerir upp í HD

Það þykir orðið eðlilegt að mynda hvaðeina sem maður tekur sér fyrir hendur og hlaða því niður á Youtube. Þess vegna hefur Oregon Scientific útbúið myndavél sem getur tekið upp 1080 p í HD, tekið myndir í 5 megapixlum og má festa hana við nánast hvað sem er.

Klukka sýnir rafmagnsnotkunina

Finnist manni sem rafmagnsreikningarnir hækki stöðugt eru hér góð tíðindi á ferð. Tendril Vision-klukkan fylgist með tíma og rafmagnsnotkun. Jafnframt gerir hún grein fyrir hvenær sólarhringsins rafmagnið er ódýrast svo setja megi þvottavélina í gang.

Borðtölvan þekkir þig

Sony keppir nú við borðtölvuna Surface frá Microsoft. Sony AtracTable getur einnig borið kennsl á hluti eins og t.d. farsímann þinn eða tómt bjórglasið en aukreitis getur þessi nýja borðtölva einnig numið hreyfingar – og innan tíðar greint milli kynja, aldurs og jafnvel hvernig notandinn er stemmdur. Þetta gæti komið að góðum notum ef tölvan […]

Heitalofts-djúpsteikingarpottur sparar mikla fitu

Það virðist næstum of gott til að vera satt. Djúpteikingarpottur sem notar 80% minni fitu með jafn góðum árangri.   Þetta er það sem Philipps segir hina nýju Airfrier áorka – bæði með franskar kartöflur, fisk og hvaðeina sem menn vilja djúpsteikja. Ef sú er raunin getur tæknin orðið til þess að draga úr þeirri […]

Koltrefjar gera ryksugur betri

Koltrefjar eru undravert efni og notað í orrustuflaugar, mótorhjól og ofurbíla og nú er röðin komin að heimilistækjum. Fyrirtækið Dyson vinnur að gerð ryksugu sem er að hluta til útbúin úr fágætum efnum. En Dyson nýtir ekki koltrefjarnar til að gera ryksuguna léttari. Koltrefjarnar eru nýttar vegna eiginleika þeirra gagnvart stöðurafmagni. Þær er að finna […]

Sérkennilegur bertálkni með langan hala

Á eyjunni Borneo hafa líffræðingar uppgötvað áður óþekktan 4 sm langan bertálkna. Snigillinn fannst í fjallaskógi í 1.900 m hæð og er með óvenjulega langan halalíkan afturenda.   Í hvíld vefur hann halanum um sig eins og sofandi köttur. Og við mökun skýtur hann litlum örvum af kalsíumkarpónati inn í magann. Þar leysir efnið hormón […]

Genabreytt mýfluga getur ekki smitað malaríu

Genabreytt mýfluga getur reynst vera það vopn gegn malaríu sem vísindamenn hafa leitað eftir í fjölmörg ár. Mýflugan, sem er breytt af Mikael Riehle og rannsóknarteymi hans við University of Arizona, getur nefnilega ekki smitað með sníkjudýrinu plasmodium sem orsakar sjúkdóminn. Mikael Riehle hefur komist að því að með því að breyta erfðafræðilega svonefndum Akt-efnahvata […]

40 lög af málningu skópu bros Monu Lisu

Löngu er vitað að Leonardo Da Vinci var framúrskarandi málari.   En hann kemur ennþá vísindamönnum á óvart. Þegar franskir fræðimenn rannsökuðu nýlega frægasta málverk hans, Monu Lisu, með þróaðri röntgentækni kom í ljós nánast óskiljanlega fáguð málaratækni með svonefndu röntgen-flúrljómunar-rófi sem sérfræðingar við m.a. evrópsku geislunarstofnunina nærri borginni Grenoble framkvæmdu. Við rannsóknina kom í […]

Mars er með mikið af ís undir yfirborðinu

Enginn vafi leikur á að ís er að finna á Mars. Stjörnufræðingar geta beinlínis séð hvítan ísinn á pólunum þar sem hann liggur í margra metra lagi.   En nú hefur geimkanninn Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) einnig fundið ís nær miðbaug Mars á breiddargráðu sem hér á jörðu samsvarar suðurhluta Evrópu.   Ísinn liggur mörg […]

Tepokar hreinsa óhreint drykkjarvatn

Mengað drykkjarvatn er mikið vandamál víðsvegar um heiminn en því kann „tepoki“ þróaður við Stellenbosch University í Suður-Afríku að ráða bug á.   Innihald pokans getur nefnilega fjarlægt bæði eiturefni, bakteríur og óhreinindi úr vatni með því að setja bara pokann ofan í drykkjarflösku eða vatnsglas.   Innri hliðin á hreinsipokanum er þakin þunnri filmu […]

Illgresi mengar loftið

Yfirleitt tengir maður gróskumiklar plöntur við hreint og ferskt loft en nú hefur komið í ljós að tiltekin gerð illgresis mengar loftið. Þetta er kudzu plantan, sem dreifist eins og plága um Suðurríki BNA þar sem hún vex yfir tré og runna.   Plantan tekur köfnunarefni úr loftinu og gefur frá sér mikið magn köfnunarildis […]

Hvers vegna er reyk úr skipum ekki hleypt út í sjóinn?

Ástæður þess að reyk skipa er hleypt út í andrúmsloftið en ekki í sjóinn eru margar.   Í fyrsta lagi eykst þrýstingurinn mjög hratt í vatni, eða um u.þ.b. 10 hundraðshluta af loftþrýstingi fyrir hvern metra undir yfirborði sjávar. Þetta gerir það að verkum að beita þyrfti þrýstingi til að hleypa reyknum út í sjóinn […]

Skólastofa framtíðarinnar

Nýr tæknibúnaður á eftir að valda byltingu í kennslu barna og unglinga. Sá tími er nánast liðinn þegar kennarar töluðu og nemendur sátu og hlustuðu. Þessi nýi útbúnaður sér til þess að virkja allan bekkinn og breyta börnunum í sína eigin leiðbeinendur, með þeim afleiðingum að þau verða langtum sneggri að læra en áður.

Krúsin varar við köldu kaffi

Hitanæm kaffikrús getur komið sér vel fyrir þá sem bregður illa við þegar síðasti kaffisopinn er orðinn kaldur. Í könnunni er rafhlaða sem breytir um lit þegar drykkurinn sem hellt er í ílátið er meira en 36 stiga heitur. Krúsin gefur þó enga aðvörun ef kaffið er of heitt, þannig að enn er hægt að […]

Glitrandi úr með forneðlubeinum

Hvað í ósköpunum á milljarðamæringur að gera til að slá út gullúr vina sinna? Svarið kemur kannski með úrinu Jurassic Tourbillion-úrinu frá Louis Moinet. Auk þess að vera úr 18 karata platínu og með 56 demanta, sem samtals eru 3,46 karöt, eru hér líka steingerðar flísar úr forneðlubeinum. Bara spurningin hvort úrið mæli kannski jarðsögulegan […]

Rafknúið fellihjól í bílinn

Bílstjórar sem annað slagið vilja finna hárið flaxa fyrir vindinum, geta nú skipt út varadekkinu og sett í staðinn rafknúið reiðhjól sem unnt er að fella saman og tekur þá ekki meira pláss en varadekk. Hér er engin keðja en hjólið hleður sig upp með rafmagni frá bílnum þegar það er á sínum stað í […]

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is