Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Getum við yfir höfuð lifað í geimnum? Og getum við verið með iðnað þar? Þessar tvær spurningar eru forsendur þess hvort það verði menn eða róbótar sem ílendast í geimnum.

BIRT: 06/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Fyrir þá sem láta sig dreyma um að mannkyn geti numið ný lönd í sólkerfinu, eru geimferðir án manna óhugsanlegar. En fjölmargir vísindamenn telja að landnám í geimnum falli í hlut róbóta.

 

Árið 1989 kom stjarnfræðingurinn Harry Shipman fram með skema um fjórar meginhugmyndir sem varða framtíð geimferða. Hann áleit að framtíð geimferða hlyti að ráðast af svörum við tveimur veigamiklum spurningum: 1) Geta manneskjur lifað í geimnum? Og 2) Er hægt að hefja iðnað í geimnum?

 

Fyrri spurningin varðar ekki aðeins hvernig og hvort við getum þolað vægðarlausa geislun, þyngdarleysi eða afar lítinn þyngdarkraft eins og t.d. á tunglinu, heldur hvort geimfarar getir verið sjálfum sér nægir um matvæli og vatn.

 

Vatn nauðsynlegt

Vatn verður að vera til staðar þar sem nýtt land er numið í geimnum og eins verður að vera hægt að rækta matvæli í lokuðum kerfum sem þarfnast ekki – eða í afar litlum mæli – utanaðkomandi auðlinda.

 

Iðnaður í geimnum gæti falist í námuvinnslu á tunglinu í leit að helíum-3 eða eftir hráefnum á tunglinu eða smástirnum. Framleiðsla á eldsneyti á tunglinu er einnig möguleg, rétt eins og lyfjaframleiðsla í þyngdarleysi.

 

Svörin við spurningunum tveimur veita fjóra möguleika en mannaðar geimferðir er aðeins að finna í tveimur sviðsmyndanna.

 

Í öllum fjórum sviðsmyndunum hefur Shipman útlistað hvernig geimferðir muni þróast, verði einhver sviðsmyndin fyrir valinu.

 

Hugsjón eða hagnaðarvon

En allt ræðst þetta af afstöðu okkar mannanna til væntanlegs landnáms í geimnum – nánar tiltekið hvort það verði hugsjónir eða hagnaðarvon sem muni verða helsti drifkrafturinn.

 

Milli hugsjóna og vísinda er síðan að finna viðskiptajöfra sem eru tilbúnir að halda út í geim til að hagnast á iðnaði þar – og vel má vera að útreikningar þeirra verði þess valdandi að menn verði sendir út í geim til að kanna sólkerfið. Það gæti gerst sýni útreikningarnir að það verði bæði auðveldara og ódýrara að byggja upp geimiðnað með mannlegu vinnuafli, fremur en með róbótum.

 

Ekki hægt að bjarga öllum

Ennþá vitum við þó ekki hvort manneskjur geta yfir höfuð lifað í geimnum svo árum skiptir. En til mun lengri tíma litið gæti verið ánægjulegt að vita af mönnum sem búa á öðrum plánetum. Það er svo margt sem gæti hent jörðina, allt frá árekstri við stórt smástirni yfir í stjórnlausa mengun eða óafturkræfa hlýnun jarðar.

 

Nýlendur úti í geimnum gætu þó ekki bjargað öllum jarðarbúum en kannski einhverjum þeirra. Þannig mætti tryggja að þekking og tæknikunnátta manna varðveitist þar til aðstæður verða aftur lífvænlegar á jörðinni.

BIRT: 06/09/2022

HÖFUNDUR: HELLE & HENRIK STUB

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is