Alheimurinn

Á Venus eru enn virk eldfjöll

Nýtt tölvulíkan af þróun eldfjalla og 25 ára gamlar radarmælingar hafa sannfært vísindamenn: Það eru enn virkar eldstöðvar á þessari lífsfjandsamlegu plánetu.

BIRT: 18/05/2022

Venus hefur verið nefnd „hin illa tvíburasystir jarðar“, enda eru aðstæður þar svipaðar því sem unnt væri að ímynda sér í helvíti.

 

Að því er varðar stærð og massa eru pláneturnar tvær afar líkar en á Venusi er yfirborðshitinn yfir 400 gráðum og loftþrýstingurinn er sambærilegur sjávarþrýstingi á eins kílómetra dýpi á jörðinni.

Mikið er um eldgíga á yfirborði Venusar en hingað til hefur verið ómögulegt að greina hvort virk eldfjöll séu þar á meðal.

Mikil eldvirkni í fortíðinni hefur losað gríðarlegt magn koltvísýrings og þar með valdið eins konar vítahring gróðurhúsaáhrifa og þar með afar fjandsamlegra aðstæðna fyrir líf.

 

Stjörnufræðingar hafa hins vegar ekki verið vissir um hvort á plánetunni séu enn virkar eldstöðvar.

 

Nú hefur hópur vísindamanna hjá Tæknistofnun Sviss fundið afgerandi vísbendingar þess að svo sé.

 

Virkisgröf afhjúpar virk eldfjöll

Vísindamennirnir notuðu tölvulíkan til að rannsaka hvernig eldvirkni á Venusi breytist yfir tíma.

 

Líkanið sýndi að hafi gos orðið í eldstöð á síðustu milljón árum megi sjá hækkun lands utan við hringlaga lægð sem minni á virkisdíki.

Líkan sýnir eldfjöll frá vöggu til grafar

Tölvulíkan yfir lífshlaup eldfjalla á Venusi hefur hjálpað vísindamönnum að finna út hvort þau séu virk.

1. Ung eldstöð gýs

Þegar eldstöð gýs streymir fljótandi hraun út frá gígnum og hækkar umhverfið. Kringum gíginn myndast hryggur úr jarðskorpuefnum.

2. Hringgröf sýnir virkni

Í allt að milljón ár eftir stórgos getur eldstöðin verið áfram virk. Á þessum tíma myndast hin dæmigerða „virkisgröf“ milli gjóskuhryggjarins og fljótandi hraunsléttu.

3. Vindurinn afmáir öll spor

Þegar uppstreymi hrauns hættir brennur eldstöðin út. Gjóskuhryggurinn á yfirborðinu veðrast í vindum í þykku gufuhvolfinu og eftir verður aðeins flatur hringhryggur.

Vísindamennirnir leituðu því næst að slíkum hringlaga lægðarmyndunum í landslagi á radarmyndum sem Magellan-geimfarið frá NASA tók á árunum 1990-94 þegar það var á braut um Venus.

 

Hraun eyðir lofsteinagígum

Á þeim tíma þóttu myndirnar sýna að hraunstraumar hefðu í tímans rás endurnýjað yfirborð plánetunnar og t.d. útrýmt nær öllum loftsteinagígum. Það hefur í síðasta lagi gerst fyrir 300-600 milljónum ára en svissnesku rannsóknirnar sýna að þetta er enn að gerast.

 

Við 37 eldstöðvar fundu vísindamennirnir hina einkennandi hringi sem benda til að eldstöðvarnar séu enn virkar.

Radarmyndir sýna að a.m.k. 37 eldstöðvar á Venusi eru umkringdar eins konar „virkisdíki“ sem bendir til að þær séu enn virkar.

Þessi nýja uppgötvun getur gagnast við að leysa þá ráðgátu hvers vegna svo fjandsamleg skilyrði þróuðust á Venusi á sama tíma og jörðin varð að plánetu lífsins.

Tvíburaplánetur fóru hvor í sína áttina

Jörðin og Venus fæddust í næstum sömu stærð og með nánast sama massa, en á meðan plánetan okkar varð lífvænleg, þróaði Venus með sér lífsfjandsamlegt loftslag vegna gríðarlegra gróðurhúsaáhrifa.

Jörðin

Þvermál: 12.746 km

CO2 í andrúmslofti: 0,038 prósent

Yfirborðshiti: 14°C

Loftþrýstingur: 1013 hPa

Venus

Þvermál: 12.104 km

CO2 í andrúmsloftinu: 96 prósent

Yfirborðshiti: 464°C

Loftþrýstingur: 92.000 hPa

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© JPL/NASA, © Ken Ikeda Madsen, © Anna Gülcher et al.Shutterstock

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.