Í hlutfalli við skrokkstærð er goggur Stóra túkanans sá stærsti meðal fugla, um þriðjungur af heildarlengdinni.
Goggurinn virðist þunglamalegur en í rauninni er hann aðeins um 5% af heildarþyngd fuglsins sem oft er kringum 700 grömm.
Þessi sérstæði goggur hefur marga kosti. Í fæðuleit í trjánum nær fuglinn til berja og ávaxta á fíngerðum greinum sem hann næði annars ekki. Rannsóknir hafa líka sýnt að goggurinn virkar sem hitastillir.
Goggurinn er kælikerfi fuglsins
Stór goggur túkana gegnir ýmsum hlutverkum. Einna mikilvægasta hlutverkið er að kæla blóð fuglsins í heitum regnskóginum.
Yfirborðið veitir styrk
Ytra borð goggsins er gert úr smásæjum, sexhyrndum keratínflögum, sama efni og myndar hár og neglur. Keratínflögurnar ganga á misvíxl og mynda sterkt yfirborð.
Lengd skapar svigrúm
Framendi goggsins hentar vel til að plokka upp ávexti og ber í trjánum. Vegna þess hve langur goggurinn er, nær fuglinn út á greinar sem ekki stæðu undir þyngd hans.
Svampur kælir
Að innan er goggurinn líkastur svampi úr kalkríkum trefjum. Þegar líkaminn hitnar um of kælir túkaninn blóðið með því að veita því fram í æðanet goggsins.
Goggurinn er kælikerfi fuglsins
Stór goggur túkana gegnir ýmsum hlutverkum. Einna mikilvægasta hlutverkið er að kæla blóð fuglsins í heitum regnskóginum.
Yfirborðið veitir styrk
Ytra borð goggsins er gert úr smásæjum, sexhyrndum keratínflögum, sama efni og myndar hár og neglur. Keratínflögurnar ganga á misvíxl og mynda sterkt yfirborð.
Lengd skapar svigrúm
Framendi goggsins hentar vel til að plokka upp ávexti og ber í trjánum. Vegna þess hve langur goggurinn er, nær fuglinn út á greinar sem ekki stæðu undir þyngd hans.
Svampur kælir
Að innan er goggurinn líkastur svampi úr kalkríkum trefjum. Þegar líkaminn hitnar um of kælir túkaninn blóðið með því að veita því fram í æðanet goggsins.
Þegar hitinn verður óþægilega hár í regnskógum Suður-Ameríku, kælir túkaninn sig með því að auka blóðstreymi um æðanetið í þessum stóra goggi.
Falli hitastigið heldur túkaninn meira blóði inni í skrokknum.
Líffræðingar telja að makaval hafi átt þátt í þróun goggsins. Stór goggur sýnir styrk og hefur þannig kynferðislegt aðdráttarafl. Þess vegna hefur þessi sérstaki goggur styrkst í þróunarsögunni.