Search

Af hverju erum við myrkfælin?

Mörg börn eru myrkfælin og fullorðnir geta líka fundið til óþæginda. Af hverju stafar þessi ótti?

BIRT: 06/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Í menningarheimi nútímans getur myrkfælni virst hjákátleg og fyllilega óþörf. Ótti við myrkrið á þó rætur í þróunarsögunni og hefur átt þátt í að tryggja öryggi mannkynsins.

 

Ástæðunnar er að leita í því hvernig við beitum skilningarvitunum. Frummenn voru af dýrategund sem var á ferli á daginn og það hefur þróað sjónina þannig að hún virkar best í dagsbirtu alveg upp í 10.000 lux.

 

Þegar dimmir aðlagast augun og verða 300 sinnum ljósnæmari en þrátt fyrir það er nætursjón okkar ekki upp á marga fiska.

Myrkrið virkjar á óttastöð heilans

Hvar: Eins og alvarlegri ógnir skapar myrkrið ótta. Óttatilfinning myndast í möndlunni, lítilli heilastöð sem virkjar óttaviðbrögð.

 

Hvernig: Nýrnahetturnar losa adrenalín og noradrenalín. Þetta örvar hjartslátt, svitamyndun og hækkar blóðsykur.

 

Af hverju: Sjónskynið er það sem við notum mest. Þegar myrkrið byrgir okkur sýn verðum við veikari fyrir.

Við 1 lux náum við enn að greina umhverfi en mörg dýr sjá mun betur í myrkri.

 

Venjulegur húsköttur sér við 0,125 lux eða áttunda hluta þess ljóss sem við þurfum. Nætursjón uglunnar er svo aftur tífalt betri en kattarins og saurbjöllum duga 0,0001 lux.

 

Formæður okkar og forfeður hafa þurft að varast rándýr, eiturslöngur og skordýr. Myrkfælnir einstaklingar hafa átt betri möguleika til að lifa af en þeir sem fóru óhræddir út í myrkrið. Myrkfælnin er sem sagt þróunarsögulegur arfur sem við berum enn í okkur.

BIRT: 06/02/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is