Maðurinn

Er hægt að deyja úr hræðslu?

Smávægilegur ótti kann að gagnast okkur þannig að við verðum snör í snúningum ef hætta steðjar að en of mikið adrenalínflæði kann hins vegar að vera lífshættulegt.

BIRT: 04/10/2022

 

Á því leikur enginn vafi að hægt er að deyja úr hræðslu. Það er meira að segja hægt að deyða aðra með því að hræða þá.

 

Árið 2009 var Bandaríkjamaður dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hræða til dauða 79 ára gamla konu, sem hann braust inn hjá.

 

Konan varð svo skelfd yfir að sjá ókunnugan mann inni á heimili sínu að hún fékk hjartaáfall og lést.

 

Líkt og við á um aðrar æðri dýrategundir bregst maðurinn við ótta með svonefndum „ótta- eða bardagaviðbrögðum“.

 

Þegar það gerist myndast nánast samstundis streituástand í líkamanum og hann bregst fyrir vikið hratt og markvisst við.

 

Viðbrögðin myndast í heilanum sem sendir boð um sympatíska taugakerfið í nýrnahetturnar um að framleiða streituhormónin adrenalín og nóradrenalín.

 

Heilinn eykur og minnkar óttann

Þegar við skynjum hugsanlega ógn myndast ósjálfrátt ótti í heilasvæðinu sem kallast mandla. Meðvitund okkar einblínir á ógnina en skynsemishluti heilans metur hvort hætta steðji að okkur í raun og veru.

Ógn virkjar möndluna

Þegar skynfærin skynja eitthvað sem hræðir okkur, t.d. ef við sjáum eitthvað skelfilegt, berast taugaboð til möndlunnar, þar sem unnið er úr neikvæðum tilfinningum. Meti mandlan sem svo að við séum í hættu stödd sendir hún boð út í líkamann um að framleiða streituhormón.

Meðvitundin beinist að hættunni

ACC-heilasvæðið í heilaberki ennisblaðanna beinir athygli okkar að því sem er mikilvægast að einblína á. Í heilasvæði þessu er einblínt á hættur og boð berast til möndlunnar sem eykur enn á óttann.

Skynsemin dregur úr óttanum

Heilasvæðið vmPFC í fremri og neðri hluta ennisblaðanna tengist sjálfsstjórn og skynsamlegri ákvarðanatöku. Ef svæði þetta metur sem svo að hættan sé óveruleg berast boð þar að lútandi til möndlunnar, sem dregur úr óttanum.

Heilinn eykur og minnkar óttann

Þegar við skynjum hugsanlega ógn myndast ósjálfrátt ótti í heilasvæðinu sem kallast mandla. Meðvitund okkar einblínir á ógnina en skynsemishluti heilans metur hvort hætta steðji að okkur í raun og veru.

Ógn virkjar möndluna

Þegar skynfærin skynja eitthvað sem hræðir okkur, t.d. ef við sjáum eitthvað skelfilegt, berast taugaboð til möndlunnar, þar sem unnið er úr neikvæðum tilfinningum. Meti mandlan sem svo að við séum í hættu stödd sendir hún boð út í líkamann um að framleiða streituhormón.

Meðvitundin beinist að hættunni

ACC-heilasvæðið í heilaberki ennisblaðanna beinir athygli okkar að því sem er mikilvægast að einblína á. Í heilasvæði þessu er einblínt á hættur og boð berast til möndlunnar sem eykur enn á óttann.

Skynsemin dregur úr óttanum

Heilasvæðið vmPFC í fremri og neðri hluta ennisblaðanna tengist sjálfsstjórn og skynsamlegri ákvarðanatöku. Ef svæði þetta metur sem svo að hættan sé óveruleg berast boð þar að lútandi til möndlunnar, sem dregur úr óttanum.

Hormónarnir berast með blóðinu um allan líkamann og gera það m.a. að verkum að púlsinn hækkar og andardráttur verður örari, meltingin stöðvast og mikið magn blóðs berst til vöðvanna.

 

Jafnframt valda efnaskiptin niðurbroti glókósa og fitu, þannig að vöðvarnir geti afkastað sem mestu. Þó svo að streituviðbrögðin séu gagnleg við hættulegar aðstæður verður álagið á líkamann að sama skapi gífurlegt.

 

Hjartað er sérlega næmt fyrir öllu adrenalínmagninu, sem hætt er við að komið geti verulegri óreglu á hjartsláttinn. Þannig verður hjartað ekki lengur fært um að dæla blóðinu af fullum krafti um líkamann og við eigum á hættu að deyja.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Warner Bros, Shutterstock,

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.