Er hægt að deyja úr hræðslu?

Smávægilegur ótti kann að gagnast okkur þannig að við verðum snör í snúningum ef hætta steðjar að en of mikið adrenalínflæði kann hins vegar að vera lífshættulegt.

BIRT: 04/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Á því leikur enginn vafi að hægt er að deyja úr hræðslu. Það er meira að segja hægt að deyða aðra með því að hræða þá.

 

Árið 2009 var Bandaríkjamaður dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hræða til dauða 79 ára gamla konu, sem hann braust inn hjá.

 

Konan varð svo skelfd yfir að sjá ókunnugan mann inni á heimili sínu að hún fékk hjartaáfall og lést.

 

Líkt og við á um aðrar æðri dýrategundir bregst maðurinn við ótta með svonefndum „ótta- eða bardagaviðbrögðum“.

 

Þegar það gerist myndast nánast samstundis streituástand í líkamanum og hann bregst fyrir vikið hratt og markvisst við.

 

Viðbrögðin myndast í heilanum sem sendir boð um sympatíska taugakerfið í nýrnahetturnar um að framleiða streituhormónin adrenalín og nóradrenalín.

 

Heilinn eykur og minnkar óttann

Þegar við skynjum hugsanlega ógn myndast ósjálfrátt ótti í heilasvæðinu sem kallast mandla. Meðvitund okkar einblínir á ógnina en skynsemishluti heilans metur hvort hætta steðji að okkur í raun og veru.

Ógn virkjar möndluna

Þegar skynfærin skynja eitthvað sem hræðir okkur, t.d. ef við sjáum eitthvað skelfilegt, berast taugaboð til möndlunnar, þar sem unnið er úr neikvæðum tilfinningum. Meti mandlan sem svo að við séum í hættu stödd sendir hún boð út í líkamann um að framleiða streituhormón.

Meðvitundin beinist að hættunni

ACC-heilasvæðið í heilaberki ennisblaðanna beinir athygli okkar að því sem er mikilvægast að einblína á. Í heilasvæði þessu er einblínt á hættur og boð berast til möndlunnar sem eykur enn á óttann.

Skynsemin dregur úr óttanum

Heilasvæðið vmPFC í fremri og neðri hluta ennisblaðanna tengist sjálfsstjórn og skynsamlegri ákvarðanatöku. Ef svæði þetta metur sem svo að hættan sé óveruleg berast boð þar að lútandi til möndlunnar, sem dregur úr óttanum.

Heilinn eykur og minnkar óttann

Þegar við skynjum hugsanlega ógn myndast ósjálfrátt ótti í heilasvæðinu sem kallast mandla. Meðvitund okkar einblínir á ógnina en skynsemishluti heilans metur hvort hætta steðji að okkur í raun og veru.

Ógn virkjar möndluna

Þegar skynfærin skynja eitthvað sem hræðir okkur, t.d. ef við sjáum eitthvað skelfilegt, berast taugaboð til möndlunnar, þar sem unnið er úr neikvæðum tilfinningum. Meti mandlan sem svo að við séum í hættu stödd sendir hún boð út í líkamann um að framleiða streituhormón.

Meðvitundin beinist að hættunni

ACC-heilasvæðið í heilaberki ennisblaðanna beinir athygli okkar að því sem er mikilvægast að einblína á. Í heilasvæði þessu er einblínt á hættur og boð berast til möndlunnar sem eykur enn á óttann.

Skynsemin dregur úr óttanum

Heilasvæðið vmPFC í fremri og neðri hluta ennisblaðanna tengist sjálfsstjórn og skynsamlegri ákvarðanatöku. Ef svæði þetta metur sem svo að hættan sé óveruleg berast boð þar að lútandi til möndlunnar, sem dregur úr óttanum.

Hormónarnir berast með blóðinu um allan líkamann og gera það m.a. að verkum að púlsinn hækkar og andardráttur verður örari, meltingin stöðvast og mikið magn blóðs berst til vöðvanna.

 

Jafnframt valda efnaskiptin niðurbroti glókósa og fitu, þannig að vöðvarnir geti afkastað sem mestu. Þó svo að streituviðbrögðin séu gagnleg við hættulegar aðstæður verður álagið á líkamann að sama skapi gífurlegt.

 

Hjartað er sérlega næmt fyrir öllu adrenalínmagninu, sem hætt er við að komið geti verulegri óreglu á hjartsláttinn. Þannig verður hjartað ekki lengur fært um að dæla blóðinu af fullum krafti um líkamann og við eigum á hættu að deyja.

BIRT: 04/10/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Warner Bros, Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is