„Hizbollah leikur sér að mjög hættulegum eldi.“
Þetta sagði talsmaður ísraelska hersins eftir að hin herskáu samtök Hizbollah hótuðu að blanda sér í stríðsátökin milli Ísraels og Hamas.
En Ísraelsmenn taka hótunina alvarlega, því í þeirra augum stafar miklu meiri ógn af Hizbollah en Hamas.
Hizbollah-samtökin voru stofnuð í Líbanon 1982 eftir innrás Ísraela í landið. Klerkastjórnin í Íran studdi stofnun samtakanna, enda vildi hún breiða út hina íslömsku byltingu til annarra landa í Mið-Austurlöndum.
Og með stuðningi Írans hélt Hizbollah áfram baráttunni gegn Ísrael allt þar til Ísraelsmenn yfirgáfu Líbanon árið 2000.
Frá þeim tíma hefur Hizbollah þróast í öflugan stjórnmálaflokk, en samtökin hafa jafnframt viðhaldið hernaðarmætti sínum og byggt hann upp.
Kemur Hizbollah Hamas til hjálpar?
Talið er að Hizbollah eigi nú um 150 sprengiflaugar og ráði yfir um 100.000 manna herliði og áður en Ísraelsmenn réðust inn á Gaza, var jafnvel álitið að látið yrði til skarar skríða um leið og ísraelski herinn færi þar inn.
LESTU EINNIG
Hizbollah er á lista Bandaríkjamanna yfir hryðjuverkasamtök og sama gildir um mörg önnur vestræn ríki.
ESB gerir þó greinarmun á örmum Hizbollah og skilgreinir aðeins hernaðararminn sem hryðjuverkasamtök.