Alls 70% af dýrum sem lifðu á jörðinni fyrir hálfri öld eru horfin

Ný skýrsla frá Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum boðar ekki gott: Rösklega tveir þriðju hlutar dýra hafa horfið af yfirborði jarðar frá árinu 1970. Vísindamenn eru þó með lausn við þessu.

BIRT: 24/02/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

Náttúran – dýr

Lestími: 3 mínútur

 

Rösklega tveir þriðju hlutar dýra hafa horfið af yfirborði jarðar af mannavöldum frá árinu 1970. Þetta er niðurstaða nýrrar og fremur dapurlegrar rannsóknar frá Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum.

 

Skýrslan, sem var unnin í samvinnu við Dýrafræðistofnunina í London, byggir á langtímaeftirliti með stofnstærðum 4.300 ólíkra hryggdýrategunda hvaðanæva að úr heiminum – spendýra, fiska, fugla og froskdýra.

 

Að meðaltali fækkaði einstökum dýrum, innan hverrar dýrategundar sem fylgst var með, sem nemur 68 prósentum frá árinu 1970 til 2016. Fækkunin varð mest á hitabeltissvæðunum í Ameríku, í Karíbahafi og Suður-Ameríku, þar sem stofnarnir skruppu saman um allt af 94 af hundraði.

Maðurinn nýtir 1,56 falda getu jarðar

Þetta er allt manninum að kenna. Í skýrslunni er því haldið fram að útrýming dýrastofnanna sé bein afleiðing skógarhöggs, ofveiða, mengunar, hækkaðs hitastigs, ofnotkunar og annarra áhrifa mennskra íbúa, sem hefur fjölgað gífurlega.

 

Fram til ársins 1970 var vistspor mannsins minna en geta jarðarinnar til að endurnýjast, en nú þegar íbúunum heldur stöðugt áfram að fjölga og neyslan sífellt að aukast, er farið að síga á ógæfuhliðina.

 

Í dag notum við, samkvæmt skýrslunni að minnsta kosti 1,56 sinnum meira af forða jarðar en hún hefur tök á að endurnýja.

 

Viðvörunarljósin blikka og fleiri en Alþjóðanáttúruverndarsjóðurinn benda á hættuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera aðra skýrslu sem gefur til kynna að mannkynið standi á krossgötum og að aðgerðir heimssamfélagsins á næstu áratugum muni ráða því hvort vistkerfi jarðar – og þar með einnig maðurinn sjálfur – muni komast af.

 

Kúrfuna er hægt að sveigja en það krefst aðgerða

 

Er þá nokkur leið út úr þessum þrengingum? Ný rannsóknargrein í hinu viðurkennda tímariti Nature bendir á að heimsbyggðin geti mætavel sveigt niður kúrfuna sem sýnir glataða líffjölbreytni og að hún geti jafnframt brauðfætt sívaxandi mannfjöldann.

 

Metnaðarfyllsta framtíðarmyndin gefur til kynna að stöðva megi fjöldaútrýminguna þegar á árinu 2050 og eftir það geti dýrum hverrar tegundar aftur farið að fjölga. Þetta krefst þess að alheimssamfélagið geri róttækar breytingar ekki síðar en núna.

 

Minnka verður koltvísýringslosun til muna, draga þarf úr matarsóun, við þurfum að innbyrða færri hitaeiningar úr dýraafurðum og vernda verður stór svæði jarðar, jafnframt því sem endurnýja þarf svæði sem skemmst hafa.

 

Vísindamenn telja þetta ekki ógerlegt, en klukkan tifar.

 

24.02.21

 

 

Søren Høgh Ipland

BIRT: 24/02/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is