Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Vísindamenn hafa rannsakað þarmabakteríur og uppgötvað ákveðna virkni sem virðist hægja á fitubrennslu og auka hættu á sykursýki 2.

BIRT: 23/03/2024

Fjöldi of þungra jarðarbúa hefur þrefaldast síðan 1975 og verði ekkert að gert verður helmingurinn kominn í yfirþyngd árið 2035.

 

Þessi aðvörun berst nú frá samtökunum World Obesity Federation og fjölmörgum sérfræðingum sem hafa áhyggjur af offitufaraldri víða um heim. Sérfræðingarnir leitast nú líka við að auka skilning sinn á því sem veldur þessu ástandi.

 

Nú hafa vísindamenn, m.a. hjá Trentháskóla í Nottingham, sýnt fram á að efni úr þarmabakteríum gætu átt þátt í tilurð aukakílóanna.

 

Vísindamennirnir skoðuðu ýmis eiturefni, svonefnd endotoxín sem er að finna í frumuveggjum þarmabakteríanna og losna þegar frumuveggirnir bresta.

 

Í heilbrigðum meltingarvegi eru þessi úrgangsefni eðlilegur hluti af lífsferli bakteríanna og starfi þarmanna. Efnin geta hins vegar orðið til vandræða ef þarmaveggirnir veiklast, verða óþéttir og efnin komast í blóðrásina.

 

Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að mögulega séu þarmaveggir fólks í ofþyngd ekki jafn stöðugir og vera ætti og í þessari rannsókn skoðuðu vísindamennirnir sérstaklega áhrif endotoxína á fitufrumur líkamans.

 

Í ljós kom að endotoxínin virtust skaða frumurnar og gera þeim erfiðara fyrir að umbreyta fitunni í brúna og brennanlega fitu. Þetta bendir til að hvítfitufrumurnar safnist upp, valdi þyngdaraukningu og auki til viðbótar hættuna á efnaskiptasjúkdómum á borð við sykursýki 2.

Eitt gen ákvarðar hversu margar brúnar og hvítar fitufrumur mýs hafa og þar með hversu grannar þær verða. Vinstra megin á myndinni sérðu brúnu fitufrumurnar og til hægri hvítu fitufrumurnar.

Minni brún fita

Þátttakendur í rannsókninni voru 156, þar af 63 í ofþyngd og 26 höfðu farið í fituaðgerð.

 

Bæði blóð- og fitusýni voru tekin og þau sýndu m.a. að hvítar fitufrumur úr þátttakendum í ofþyngd voru síður móttækilegar fyrir umbreytingu í brúna fitu en samsvarandi frumur úr fólki sem ekki taldist of þungt.

Fimm gerðir sveppasýkinga ógna heilbrigði í heiminum

Í sjónvarpsþáttaröðinni „The Last of Us“ fer sveppasýkingarfaraldur um heiminn. Hugmyndin er ekki alls kostar út í hött. Kynntu þér þá fimm sveppi sem þú þarft að óttast – sumir eru þegar í líkamanum.

Vísindamennirnir segja þetta í samræmi við meira magn endotoxína í blóði þeirra sem voru of þungir.

 

Enn fremur kom í ljós að fituaðgerðir virtust draga úr magni endotoxína í blóði og þannig bæta heilbrigði fitufrumnanna.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Austur-Þýskaland var aðeins lýðræði að nafninu til

Náttúran

Hvernig getur kviknað í af sjálfu sér?

Lifandi Saga

Hreintrúarfólk daðraði gegnum langt rör

Heilsa

Stór rannsókn sýnir fram á einfalda leið til að bæta þarmaheilsuna

Alheimurinn

Hvað gerist ef það slokknar á sólinni?

Menning

Heimsþekktir síamstvíburar

Maðurinn

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir kulda?

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.