Maðurinn

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma

Fjölónæmur sveppur breiðist nú út eins og eldur í sinu á sjúkrahúsum. Sveppurinn kemst í blóð, taugar og líffæri og nú varar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin við því að sveppasýkingar séu alveg jafnmikil heilsufarsógn og stökkbreyttar veirur.

BIRT: 05/03/2024

Á Ajou-sjúkrahúsinu í Suður-Kóreu er 74 ára gamall maður skorinn upp við krabbameini í hálsi. Eftir aðgerðina fær hann sýkingu í lungu og þarmablæðingar.

 

Sýklalyf reynast gagnslaus og 53 dögum síðar uppgötva læknar að maðurinn hefur orðið fyrir sveppasýkingu. Þrátt fyrir meðhöndlun með sveppadrepandi lyfjum, deyr hann úr blóðeitrun ásamt því sem líffærin gefa sig.

 

Þetta er aðeins ein fjölmargra frásagna af sveppnum Candida auris. Síðan þessi smásæi sveppur uppgötvaðist árið 2009 hefur hann þróast í alvarlega heilsufarsógn og smitast m.a. gegnum lækningatæki á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum um allan heim.

 

Hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem við skulum skammstafa AHS fremur en WHO, segja menn Candida auris einna efstan á listanum yfir hættulega sveppi sem breiðast út á miklum hraða og hafa reynst meira eða minna ónæma fyrir sveppadrepandi lyfjum.

 

Stofnunin sendir þess vegna frá sér viðvörun:

 

Ef ekki lánast að hemja útbreiðslu sveppanna og þróa lyf sem bíta á þá, gæti næsti heimsfaraldur orðið sveppafaraldur.

 

Ekki bara bakteríur og veirur

Sýkingar hafa hrjáð mannkynið frá upphafi vega og smitsjúkdómar eru enn meðal algengustu dánarmeina.

 

Læknavísindin hafa lagt sig í framkróka í baráttunni við bakteríur og veirur með talsverðum árangri en önnur gerð örvera hefur nánast alveg dulist fram að þessu: sveppir.

 

Þeir hafa ekki vakið verulega athygli þrátt fyrir þá staðreynd að þeir valdi árlega meira en 150 milljónum sjúkdómstilvika og um 1,7 milljónum dauðsfalla á hverju ári – fleirum en bæði malaría og berklar.

Sveppurinn Candida auris greindist fyrst í manni í Japan árið 2009. Síðan þá hefur hann breiðst út um allan heim og þróað með sér ónæmi fyrir öllum sveppalyfjum.

Flestir sveppir sjást ekki

Sveppir mynda sjálfstætt ríki í líffræðinni og eru skyldari dýrum en plöntum.

 

Flestir kannast að sjálfsögðu við sveppina sem vaxa í náttúrunni t.d. í skógum, en af ​​áætluðum  2-11 milljóna sveppategunda framleiða aðeins u.þ.b. 14.000 tegundir hatta.

 

Langflestir sveppa eru smásæjar lífverur og sjást ekki með berum augum. Þeir eru dreifðir um heiminn og finnast nánast alls staðar – frá eyðimörkum til sjávar.

 

Sveppirnir þrífast sérstaklega vel í jarðvegi. Þeir nærast á dýraleifum og plöntum, valda veðrun í steinum og endurvinna næringarefni – til mikilla hagsbóta fyrir vistkerfin.

 

Allir sveppir eru þó ekki gagnlegir. Ákveðnar tegundir smita menn og valda alvarlegum sjúkdómum þegar þeir dreifast um líkamann.

Alvarlegum sveppasýkingum fjölgar líka óhugnanlega hratt og heilbrigðisyfirvöld um allan heim eru nú farin að taka þessar smásæju örverur alvarlega.

 

Samspil sveppa og mannslíkamans er hins vegar flókið. Öfugt við sjúkdómsvaldandi bakteríur og veirur sem gera strax árás, geta mögulega hættulegir sveppir lifað lengi í líkamanum án þess að valda skaða og jafnvel reynst gagnlegir.

 

Hátt í 90% allra sveppasýkinga eru af völdum svonefndra gersveppa af ættinni Candida. Tegundin Candidan albicans er útbreiddust og er ástæða um helmings allra Candida-sýkinga.

 

Sveppurinn lifir í meltingarvegi gríðarlega margra án þess að valda veikindum. Þessi sveppur á samskipti bæði við ónæmiskerfið og bakteríur þarmaflórunnar – bæði til góðs og ills.

Gersveppurinn Candida albicans lifir m.a. í munni, hálsi og þörmum margra án þess að valda vandræðum. En veiklist ónæmiskerfið getur sveppurinn breiðst hratt út um líkamann.

C. albicans þjálfar og skerpir athygli ónæmiskerfisins og auðveldar líkamanum að verjast árásum annarra hættulegra örvera.

 

En ef ónæmiskerfið og þarmaflóran halda sveppnum ekki í skefjum, getur hann valdið illvígum vanda. Ofvöxtur C. albicans veldur slæmum sýkingum ef sveppurinn brýst í gegnum þarmaveggi og ræðst inn í líkamann.

 

Án meðhöndlunar getur slík sýking orðið banvæn.

 

AHS varar við sveppum

Í skýrslu stofnunarinnar um sveppasýkingar er birtur listi yfir sveppi sem valdið geta alvarlegum sýkingum.

 

C. albicans er ofarlega á listanum vegna útbreiðslunnar, en C. auris sem varð Suður-Kóreumanninum að bana, veldur þó enn meiri áhyggjum.

 

Sveppurinn er náskyldur C. albicans en lifir aðallega á húðinni og er því mun meira smitandi.

Svo lengi sem sveppurinn heldur sig á húð gerir hann engan skaða en takist honum að komast í blóðrásina og áfram í líffærin, er hann lífshættulegur.

 

Dánartíðni af völdum C. auris er talin á bilinu 30-70% og sýkingum fjölgar nú ört. Í Bandaríkjunum greindist sveppurinn fyrst 2016 en á árunum 2019 til 2021 fjölgaði tilvikum úr 471 í 1.471 sem er ríflega þreföldun.

Sveppir breyta sér til að sýkja líkamann

Candida auris sveppirnir lifa yfirleitt friðsamlegu lífi á húð en þeir geta breytt um form og smogið í blóðrásina á fólki með veiklað ónæmiskerfi.

1. Sveppurinn límir sig við húðina

Sjálfstæðar, litlar og ávalar gerfrumur setjast á húðina og líma sig fastar. Gerfrumurnar (grænar) eru yfirleitt skaðlausar. En við sérstakar aðstæður, t.d. veiklað ónæmiskerfi, geta þær breytt um form.

2. Langir þræðir smjúga niður í húðina

Gerfruman myndar langa þræði sem geta komist um ókönnuð svæði. Þessir sveppaþræðir vaxa niður á milli húðfrumanna og komast í blóðið þar sem sveppurinn fær næringu og getur dreift sér um líkamann.

3. Nýjar sveppafrumur verða til

Með aukinni næringu tekur sveppurinn að mynda nýja himnu. Frumurnar líma sig saman og losa verndandi trefjalag. Þegar himnan þroskast dreifast nýir gersveppir og sýkja fleiri fórnarlömb.

Það er þó ekki smitnæmið og þessi mikla fjölgun sýkinga sem veldur mestum áhyggjum. Það eru nefnilega í meginatriðum aðeins til þrjú sveppadrepandi efni: echinocandin, azol og polyenlyf – og C. auris reynist auðveldlega geta myndað þol gagnvart þeim öllum.

 

Sjónvarpssería gæti ræst

Síðan C. auris fannst fyrst 2009 hefur þessi sveppur sýnt ónæmi fyrir a.m.k. einu sveppalyfi í 90% tilvika og a.m.k. tveimur í 30% tilvika.

 

Nokkrir sveppir af þessari tegund hafa reynst fjölónæmir og staðist allar lyfjagerðirnar þrjár. Og ónæmið fer vaxandi. Árið 2021 var ónæmi hjá C. auris orðið þrefalt algengara en síðustu tvö árin á undan.

Sveppirnir verjast vopnum læknanna

Æ fleiri sveppir mynda þol gegn sveppadrepandi lyfjum. Sveppirnir nýta tvær aðferðir sem verja erfðamengið og losa eitrið hratt út aftur.

Stökkbreyting verndar himnuna

Sveppadrepandi efni (rauð) ráðast á genin sem kóða fyrir efnum í himnunni. Þannig verður himnan óþétt og mikilsverð efni (græn) leka út og sveppurinn drepst. Lyfjaþolinn sveppur bregst við með stökkbreyttu geni (gult).

Lyfinu dælt út úr frumunni

Sérstök prótín í frumuhimnunni mynda svokallað ABC-færiband sem leiðir eiturefni út úr frumunni. Með því að auka framleiðslu þessara prótína losar fruman sig við eiturefnin (rauð) á meiri hraða og kemst hjá sköddun.

Auk þess að þola vel sveppadrepandi lyf hefur C. auris tvo hættulega eiginleika til viðbótar.

 

Sveppurinn er fær um að standast mikið oxunarálag – vopn sem ónæmisfrumur beita gegn innrásarörverum. Þar á ofan þolir sveppurinn hærra hitastig en aðrir sveppir. Einmitt það veitir C. auris sérstaka hæfni til að leggja undir sig mannslíkamann.

 

Vísindamenn óttast að aukið hitaþol sveppa geti orðið að eins konar martröð.

Hlutfall sýna með ónæmum Candida auris bakteríum þrefaldaðist frá 2019 til 2021.

Flestir sveppir þrífast best í hitastigi sem er talsvert undir líkamshita en með mjög hlýnandi loftslagi á hnettinum kynni það að breytast. Erfðaefni C. auris er afar sveigjanlegt og getur aðlagast hratt þegar sveppurinn þarf að laga sig að erfiðari aðstæðum.

 

Hlýnun jarðar mun knýja bæði C. auris og aðra sveppi til að laga sig að hækkandi hitastigi og um leið verður þeim auðveldara að þola líkamshita manna.

 

Út á það gengur einmitt plottið í sjónvarpsþáttaröðinni „The Last of Us“, þar sem sveppafaraldur fer langt með að útrýma mannkyninu.

Í sjónvarpsþáttunum „The Last of Us“ fer sveppafaraldur um heiminn. Og rétt eins og þar getur hnattræn hlýnun gert sveppi hæfari til að sýkja fólk.

Í þáttaröðinni er það „zombí“-sveppurinn Cordyceps sem veldur faraldrinum. Sá sveppur leggst þó í raun réttri aðeins á skordýr og fleiri liðdýr. Í veruleikanum er C. auris því miklu líklegri til að valda heimsfaraldri.

 

Þrífast á sjúkrahúsum

Enn eru sveppir einkum hættulegir fólki með veiklað ónæmiskerfi en af slíku fólki er einmitt mikið á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Frá 2016 hefur sýkingum af völdum C. auris fjölgað nánast á sprengihraða.

 

Í rannsókn árið 2021 tóku vísindamenn sýni af húð sjúklinga og ýmsum snertiflötum, svo sem hurðarhúnum, gluggakistum og rúmbríkum á hjúkrunarheimili í Chicago í BNA. C. auris reyndist vera að finna í 70% sýna sem tekin voru af snertiflötum og sömu sögu var að segja um meirihluta húðsýna eða í 31 af 57 húðsýnum.

 

Hæfni sveppsins til að festa sig við yfirborðsfleti á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er mikið áhyggjuefni. Nái hann að setjast á sprautunálar eða önnur lækningatæki sem komast inn í líkamann, á hann greiða leið inn í blóðrás sjúklinga með veiklað ónæmiskerfi.

Margir sjúklingar fá sveppasýkingu sem smitast með lækningatækjum á borð við t.d. nálar.

Þótt C. auris sé nú einkum til vandaræða á sjúkrahúsum, óttast menn að í framtíðinni kunni þessi sveppur að orsaka sýkingar hjá miklu stærri hópum fólks.

 

Hæfnin til að stökkbreytast og þróa þol gegn lyfjum er einmitt sá eiginleiki sem einkennir hættulegustu örverurnar.

 

Þar eð ekki hefur reynst gerlegt að þróa lyf sem hafi góða virkni gegn C. auris hvetja vísindamenn nú starfsfólk sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila til að leggja sérstaka áherslu á hreinlæti til að draga sem mest úr útbreiðslunni.

Sveppir mynda sérstaka verndarhimnu sem gerir erfiðara að drepa þá.

Á mörgum sjúkrahúsum hefur starfsfólki þegar verið veitt þjálfun í ítarlegri hreingerningum en áður hafa tíðkast. T.d. þurfa hreinsiefni að liggja á yfirborði í nokkurn tíma áður en þau eru þvegin af til að þeim vinnist tími til að vinna sig í gegnum verndarhimnur sveppsins og drepa hann.

 

En jafnhliða aukinni áherslu á hreinlæti vinna vísindamenn hörðum höndum að því að finna betri sveppadrepandi lyf eða nýjar aðferðir.

 

Hópur vísindamanna hjá Kaliforníuháskóla hefur t.d. rannsakað áhrif ljósmeðferðar. Tilraunir þeirra gefa til kynna að ljós kunni að verða mikilvægt vopn í baráttunni við C. auris.

 

Bæði blátt og rautt ljós – ásamt efnum sem gera sveppinn viðkvæmari fyrir ljósi – reyndust eyðileggja himnuna en grænt ljós stöðvaði himnumyndun.

 

Á þeim grundvelli gera vísindamennirnir sér vonir um að sjúkrahúsin geti orðið öruggari fyrir sjúklinga – fremur en gróðrastía fyrir banvæna sveppafaraldra.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock & Claus Lunau,© HBO Max,© Calleamanecer,© Nicolas Armer/AP/Ritzau Scanpix

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Vinsælast

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

4

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

5

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

2

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

6

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Tækni

Hver uppgötvaði bakteríur fyrstur allra?

Maðurinn

Yfir milljarður ungs fólks er í hættu á að verða fyrir heyrnarskerðingu

Lifandi Saga

Hvaða sakamaður var fyrst tekinn af lífi með notkun eitursprautu?

Maðurinn

Hvers vegna stamar sumt fólk?

Maðurinn

Nálægt því að deyja út: Fyrir tæpum milljón árum vorum við einungis 1.300 á jörðinni

Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Bandarískir vísindamenn hafa fyrir tilviljun uppgötvað smágerðan þátttakanda sem þó gæti haft afgerandi áhrif varðandi dreifingu krabbafrumna.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is