Lifandi Saga

Dante fleygði páfanum í helvíti

Merkasti skáldhöfundur miðalda hafði stutt páfadæmið í Róm af trúfestu - þar til páfinn sveik hann og sneri við honum baki. En hefnd Dantes öðlaðist eilífa frægð.

BIRT: 29/05/2022

Mikil gleði ríkir meðal mannfjöldans á torginu Piazza Santa Trinita í Flórens og þar er bæði dansað og drukkið vín. Dagurinn er 1. maí árið 1300 og eins og í fjölmörgum öðrum ítölskum borgum er haldið upp á Calendimaggio, hina árlegu vorhátíð.

 

Meðal fólksins á torginu er hópur ungra manna í Guelfflokki stuðningsmanna páfans sem um þessar mundir var klofinn í borginni. Þessir ungu menn kölluðust „hvítir“ Guelfar. Hátíðin tekur snögglega enda þegar annar hópur aðalsmannasona kemur ríðandi með brugðin sverð. Þetta eru „svartir“ Guelfar og milli hvítra og svartra eru átök um völd í borginni á þessum tíma.

Einn merkasti rithöfundur miðalda, Dante Alighieri, lést árið 1321 fyrrir rúmum 700 árum.

Eftir að hafa drukkið gott forskot á sæluna hafa hinir svörtu ákveðið að berja nú almennilega á fjandmönnum sínum. Hvítu Guelfarnir grípa til varna og blóð tekur að streyma á torginu. M.a. er nefið höggvið af „hvítum“ ungum manni úr tiginni fjölskyldu. Fréttir af atburðinum berast hratt um borgina og innan tíðar eru slagsmálin milli hvítra og svartra orðin að heiftúðugum, pólitískum átökum.

 

Dante neyddur á flótta

Í borgríkjum Ítalíu voru bardagar milli pólitískra fylkinga fremur regla en undantekning á þessum tíma. En að nákvæmlega þessi atburður hafi varðveist á spjöldum sögunnar, stafar af því að hann varð upphafið að atburðarás sem neyddi einn frægasta Flórensbúa allra tíma, Dante Alighieri, til að flýja heimaborg sína.

„Ég fæddist í borginni stóru við Arnos fagra fljót“.

Dante Alighieri.

Og það var á flækingi hans sem landflóttamanns sem hann skrifaði sitt frægasta verk, Gleðileikinn guðdómlega. Þetta skáldverk er skrifað í fyrstu persónu og lýsir ferðum Dantes gegnum níu hringi helvítis, gegnum hreinsunareldinn og áfram til paradísar.

 

Í ritverkinu speglast sýn Dantes á pólitík, trú og heimspeki. Á leið sinni vitnar hann líka til mikilvægra atvika í eigin tilveru á jörðinni.

 

„Ég fæddist í borginni stóru við Arnos fagra fljót,“ skrifar hann.

 

Hann lýsir því líka að hann var skírður í sinni elskuðu kapellu, San Giovanni, frægri skírnarkapellu í dómkirkjunni í Flórens, þar sem loftið er prýtt mósaíkmyndum af viðburðum dómsdags. Hugsanlega hefur Dante sótt einmitt þangað innblástur í einhverjar af nákvæmum lýsingum sínum á pínslum helvítis.

Dante var mjög heillaður af hinni frægu skírnarkapellu Flórens með mósaíkmyndum sem m.a. sýndu atriði frá dómsdegi.

Ástfanginn af Beatrice

Durante Alighieri fæddist 1265 inn í gamla og virðulega fjölskyldu sem hins vegar var hvorki rík né voldug lengur. Faðir hans starfaði í banka og móðirin dó þegar drengurinn sem fékk gælunafnið Dante, var lítill.

„Hann umgekkst aðra unga menn og reyndist kurteis, snjall og djarfur í öllum íþróttum svo sem ungum manni sæmir“.

Sagnamaðurinn Leonardo Bruno á 15. öld.

Dante gekk í skóla hjá munkum í einu af klaustrum borgarinnar og fór síðan til náms við háskólann í Bologna. Hann menntaðist þannig í latínu, guðfræði, stærðfræði og lögum. Tvennt hið síðartalda var álitið nauðsynlegur undirbúningur fyrir störf í verslunar- eða bankageiranum í Flórens.

 

Af ritverkum Dantes má sjá að hann var vel menntaður en þrátt fyrir lærdóminn hefur hann ekki verið neinn einangraður bókaormur.

 

„Hann umgekkst aðra unga menn og reyndist kurteis, snjall og djarfur í öllum íþróttum svo sem ungum manni sæmir,“ skrifaði sagnamaðurinn Leonardo Bruno á 15. öld.

Í áttunda hring sjá Dante og Vergilius spillta páfa taka út refsingu með brennandi eldi á iljunum.

Dante varð arkitekt helvítis

Á miðöldum þekktu allir frásagnir af pínslum helvítis en það var Dante sem í fyrsta sinn kortlagði helvíti í smáatriðum.

 

Í Gleðileiknum guðdómlega lýsir Dante ferð sinni gegnum helvíti, hreinsunareldinn og loks til paradísar. Á leið sinni hittir skáldið fyrir ekki færri en þúsund manns sem ýmist voru þá á lífi eða dauðir.

 

Fyrsti hluti ferðar Dantes liggur um helvíti sem hann segir í lögun eins og risastóra trekt undir yfirborði jarðar. Við innganginn stendur skrifað: „Hér er öll von úti“. Trektin þrengist inn að miðju jarðar þar sem Lúsífer ríkir frosinn fastur í ískjarna.

 

Dante sagði helvíti gert úr níu hringjum sem ætlaðir voru mismunandi syndurum. Leiðsögumaður Dantes um helvíti er rómverska skáldið Vergilius sem á 1. öld f.Kr. skrifaði stórvirkið Aeneis.

Sagan hermir að aðeins níu ára hafi Dante orðið ástfanginn af átta ára stelpu, Bice Portinari. Hann nefndi hana Beatrice og í augum hans varð hún táknmynd ástarinnar. Í fyrsta verki sínu, Nýtt líf, frá 1293 eru allmargar sonnettur þar sem hann lýsir lífsgleði Beatrice og tilhugalífi sem þó er afar hæverskt og siðsamlegt.

 

Hvort þessi ljóðræna ástarsaga átti sér hliðstæðu í veruleikanum er ekki vitað. Hitt er víst að Bice Portinari giftist öðrum manni og dó ung. Dante sjálfur trúlofaðist stúlku að nafni Gemma Donati, þegar hann var 12 ára og giftist henni þegar hann var kominn yfir tvítugt.

 

Þau eignuðust fjögur börn. Af þremur sonum dó einn, Giovanni, snemma á barnsaldri en Pietro og Jacopo lifðu og skrifuðu báðir um meistaraverk föður síns. Dóttirin Antonia varð nunna í Ravenna.

Æskuást Dantes, Beatrice, er persóna í verki hans, Gleðileiknum guðdómlega.

Kaupmenn tóku völdin

Lýðveldið Flórens var mikil verslunar- og fjármagnsmiðstöð á tíma Dantes. Textíliðnaður blómstraði og bankar juku umsvif sín með þeim afleiðingum að hinn gamalgróni aðall sat eftir þegar vaxandi borgarastétt náði undirtökunum í samfélaginu.

 

Árið 1250 var sett upp nýtt pólitískt kerfi, Primo Popolo (fólkið fremst) og fulltrúar borgarastéttanna kosnir í ráð, nefndir og valdamikil embætti. Þetta var þó reyndar ekki lýðræði í nútímamerkingu. Hvorki konur né launamenn höfðu atkvæðisrétt og ekki heldur kjörgengi.

 

Til að taka þátt í stjórnmálum þurftu menn að vera meðlimir í borgarasamtökum. Eftir að Dante var veitt innganga í samtök sem m.a. náðu til lækna og lyfsala, gat hann hafið afskipti af stjórnmálum. Hann sat í ýmsum ráðum og stjórnum og á árinu 1300 gegndi hann stöðu príors um tíma.

 

Stjórnmál á Ítalíuskaga höfðu um langt skeið einkennst af átökum milli Guelfa sem studdu páfann og Ghibellína sem studdu þýsk-rómverska keisarann.

Dante vildi að Ítalía sameinaðist, jafnt landfræðilega sem pólitískt og á sviði tungumálsins.

Draumurinn um sameinaða Ítalíu með sama tungumál

Strax í frumraun sinni „Nýtt líf“ skrifaði Dante á máli Toscanahéraðs fremur en latínu sem þá var algengast.

 

Í útlegðinni fór Dante víða um Ítalíu og lagði sig eftir mismunandi málbrigðum. Hann varð æ sannfærðari um að líta bæri á sundruð smáríki á Ítalíuskaga sem eitt sameiginlegt föðurland og þróa sameiginlegt tungumál „lingua comune“.

 

Hann lýsti þessum hugmyndum í vísindariti sínu „De vulgari eloquentia“ (Um málsnilld á þjóðtungunni). Hlutar af Gleðileiknum guðdómlega voru líka skrifaðir á alþýðumáli.

 

Dante lifði ekki að sjá draum sinn verða að veruleika en margir fetuðu sömu braut og tóku að skrifa á alþýðumáli og gerðu ritsmíðar sínar þar með aðgengilegar fyrir mun fleiri lesendur. Meðal þeirra voru rithöfundarnir Giovanni Boccaccio og Francesco Petrarca, báðir fæddir í Flórens.

 

Draumurinn varð ekki að veruleika fyrr en með sameiningu Ítalíu 1870. Toscanamálbrigði Dantes hafði í kjölfarið mikil áhrif á formun málsins sem varð „ríkisítalska“.

Barátta um keisaratign

Þessi heiti áttu uppruna sinn í Þýskalandi á 12. öld þar sem tvær aðalsættir deildu um keisaratignina. Nafn Welf-ættarinnar varð Guelf á ítölsku og heiti Waiblingen, borg Hohenstaufen-ættarinnar afbakaðist í kenninafn Ghibellina.

 

Fjölskylda Dantes tilheyrði Guelfum og 1289 tók hann sem riddari þátt í orrustunni við Campaldino þar sem flórenskir Guelfar unnu stórsigur á Ghibellínum í Arezzo.

Boniface páfi VIII varð hataðasti óvinur Dante. Páfi gerði bandalag við m.a. franska konungsveldinu, sem réðst inn í Flórens og sigraði hina hvítu Guelfa sem Dante tilheyrði.

Í Flórensborg sjálfri höfðu Guelfar fagnað sigri í valdabaráttunni en eftir 1290 klofnaði hreyfingin í hina „svörtu“ og hina „hvítu“.

 

Dante var í hópi hinna hvítu sem voru fulltrúar hinna vel stæðu borgara. Í hreyfingu hinna svörtu söfnuðust saman margar gamlar aðalsfjölskyldur sem sættu sig ekki við að tapa völdunum í hendur ótíndra kaupmangara og auðugra bankamanna.

 

Páfastóllinn studdi við hina svörtu og árið 1301 gerði páfastóllinn bandalag við Frakkland og ráðgerði innrás í Flórens. Dante var í sendinefnd sem fór á fund páfa til að reyna að fá hann ofan af innrásaráætlunum sínum en sendinefndin hafði ekki erindi sem erfiði.

 

Svartir Guelfar sigruðu

Áður en Dante náði aftur heim höfðu hermenn Karls Frakkakonungs ráðist inn í Flórens og stutt hina svörtu til valda. Sem fulltrúi fyrrverandi stjórnvalda var Dante sem þá var staddur í Siena, dæmdur til greiðslu sektar og var gerður brottrækur frá Flórens í tvö ár.

 

Í mars 1302 var dómnum breytt í ævilanga útlegð og Dante var dæmdur til dauða á báli ef hann sneri nokkru sinni heim.

 

Dante var ævareiður. Árum saman hafði hann eins og aðrir hvítir Guelfar stutt vald páfans en nú hafði Bonifacius 8. páfi svikið þá í tryggðum. Og ekki nóg með það: Bonifacius 8. hafði líka tekið aukið vald til páfastólsins, þannig að keisarinn átti framvegis að vera undir páfann settur. Þessu var Dante mjög mótfallinn.

 

Hann áleit að páfinn og keisarinn ættu hvor um sig að hafa jafnmikil völd. Í hefndarskyni setti hann Bonifacius páfa í áttunda hring helvítis, þar sem hinir spilltu tóku út refsingu sína.

„Allt sem var þér kærast í lífinu, þarftu að láta frá þér“.

Dante um líf sitt í útlegð.

Framan af útlegðinni átti Dante samleið með öðrum útlægum Flórensbúum sem vildu ná aftur völdum í heimaborg sinni en hann varð fljótlega þreyttur á samsæristilraunum og valdabaráttu í þessum „illa og barnalega félagsskap“ svo notuð séu hans eigin orð.

 

Í staðinn sneri hann sér nú af alhug að ritstörfum sínum og hélt til hjá ýmsum skoðanabræðrum sínum og furstum í borgum á Norður-Ítalíu. Að líkindum hafa kona hans og börn verið áfram í Flórens til að byrja með en þegar börnin uxu úr grasi voru þau einnig send í útlegð.

 

Allar eigur Dantes voru gerðar upptækar og hann var því algerlega háður gjafmildi gestgjafa sinna.

 

Dante neitaði að beygja sig

Í Gleðileiknum guðdómlega eru nokkrar línur þar sem Dante lýsir upplifun sinni af útlegðinni:

 

„Allt sem var þér kærast í lífinu, þarftu að láta frá þér; það er fyrsta örin sem útlegðin skýtur af boga sínum. Þú þarft að reyna hversu biturlega brauð annarra bragðast og hve skrefin eru þung niður tröppur annarra manna.“

Dante og Vergil sáu í níunda hring helvítis hvernig svikurum var refsað. Frosnir fastir í ísvatni rifu þeir hvern annan í sundur.

En hversu mikið sem Dante kann að hafa þráð að snúa aftur til Flórens þá var hann þó tilbúinn að brjóta til þess odd af oflæti sínu. Árið 1315 buðu valdhafar í Flórens honum að snúa heim gegn því að fara í niðurlægjandi yfirbótargöngu. Við þetta tækifæri skrifaði Dante presti í Flórens bréf þar sem hann lýsir skoðun sinni á tilboðinu:

 

„Nei, faðir, þannig snýr maður ekki heim til föðurlands síns. En ef þið eða aðrir getið fundið aðra leið, þannig að ekki falli blettur á heiður og æru Dantes, skal ég glaður arka þá leið hröðum skrefum. Finnist enginn slíkur vegur til Flórens, kem ég aldrei til baka.“

 

Malaría lagði Dante að velli

Dante sá fæðingarborg sína aldrei framar. Síðustu árin dvaldi hann í Ravenna sem gestur æðsta ráðamanns borgarinnar, Guido Novelo da Polenta. Árið 1321 sendi da Polenta sendinefnd með Dante innanborðs til Feneyja til að koma í veg fyrir styrjöld. Sendiförin heppnaðist vel en á fenjasvæðunum á heimleiðinni fékk Dante hitasótt.

 

Hann dó skömmu eftir heimkomuna til Ravenna, aðfaranótt 14. september, líklegast úr malaríu. Hróður Dantes hafði þá þegar borist víða og hann var jarðsettur í marmarakistu í kirkju fransiskusmunka.

Dante lést 56 ára gamall í september 1321, umkringdur vinum. Banameinið var trúlega malaría.

Nokkrum árum eftir dauða Dantes kom sendimaður páfa til Ravenna þeirra erinda að brenna opinberlega á báli pólitískasta ritverk hans, De Monarchia. Sendimaðurinn vildi líka brenna lík Dantes á bálinu en vinir hans komu kistunni í öruggt skjól.

 

Flórensborg hefur margoft gert kröfu til að fá líkamsleifar síns frægasta sonar afhentar en án árangurs. Skáldið hvílir enn í viðhafnarkistu sinni í Ravenna en minnismerki um hann var reist í kirkjunni Santa Croce í Flórens.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Sara Griberg

© Gipsafstøbning,,© Ricardo André Frantz/CC BY-SA 3.0,© Bettmann/Getty Images,© Poul S. Christiansen/Dante og Beatrice i Paradis,© DEA/G. NIMATALLAH/Getty Images,© www.europeana.eu/Joachim of Fiore/The British Library/CC1.0,© incamerastock/Imageselect,© akg-images/De Agostini Picture Lib./D. Dagli Orti,

Maðurinn

Leiðbeiningar: Þannig „hökkum“ við eigin líkama

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

3

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

4

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

5

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

6

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

1

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

2

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

3

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

4

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

5

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

6

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Alheimurinn

Leifar af hulduefni finnast í Vetrarbrautinni.

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Maðurinn

Hvað er gyllinæð?

Náttúran

Kæfingarefni hrekur hákarlana á flótta

Alheimurinn

Það rignir í geimnum

Glæpir borga sig

Maurar ræna öðrum maurum, fuglar hræða og kræklingar gabba. Alls staðar leynast uppátækjasöm dýr sem beita einstökum ráðum til að tryggja sér sess í fæðukeðjunni.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is