Alheimurinn

DART hamraði loftstein af braut

Við virðumst varnarlaus ef stór loftsteinn kemur á siglingu með stefnu á jörðina en í lok september á síðasta ári gerði NASA vel heppnaða tilraun með aðferð sem gæti bjargað okkur frá slíkum dómsdagsörlögum.

BIRT: 08/02/2024

Forneðlurnar fengu heldur betur að kenna á því. Fyrir 66 milljón árum rakst 10 kílómetra loftsteinn á jörðina og olli svo mikilli eyðileggingu að það ógnaði lífríkinu í heild.

 

Þessi ofboðslegi árekstur eyddi um þremur fjórðu af lífi á hnettinum og setti m.a. punktinn aftan við valdatíma risaeðlanna.

 

Ámóta árekstur nú á tímum hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar en mögulega verður hægt að koma í veg fyrir hann.

 

Tilraun NASA með fremur léttvægan árekstur í geimnum heppnaðist fullkomlega og gefur vísbendingu um að unnt sé að breyta stefnu loftsteins.

Hið 610 kg þunga DART var á 22.500 km hraða þegar það skall á Dimorphosi og stytti hringferðartíma hans um 32 mínútur.

Geimfarið DART (Double Asteroid Redirection Test) var eins konar flugskeyti, 610 kg að þyngd. Tilgangur þess var að bjarga mannkyninu.

 

Bennu veldur ógn 2200

Í sólkerfinu eru milljónir loftsteina sem snúast um sólina. Þeir smæstu eru bara litlar steinvölur en þá stærstu mætti kalla örplánetur.

 

Í gegnum sjónauka hafa stjörnufræðingar nú uppgötvað um 27.000 himinhnetti sem þeir kalla jarðnándarhnetti. Þetta eru loftsteinar sem annað hvort fara nálægt jörðinni eða í gegnum braut hennar.

 

Hjá NASA hafa menn sérstaklega auga með tiltölulega fáum loftsteinum sem eru 140 metrar eða meira í þvermál og fara nær jörðu en í 7,5 milljóna km fjarlægð. Það er um 20 sinnum lengra en til tunglsins.

 

Þessir loftsteinar eru hættulegir og eru kallaði PHA (Potentially Hazardous Asteroids), vegna þess að í stjarnfræðilegu samhengi geta þeir lent hættulega nálægt jörðinni og skapað ógn.

LESTU EINNIG

Brautir loftsteinanna kringum sólina geta nefnilega breyst dálítið vegna þyngdaráhrifa annarra himinhnatta. Jafnvel smávægilegar breytingar gætu leitt til þess að í stað þess að þjóta fram hjá hitti þeir beint í mark.

 

Meðal PHA-steina er loftsteinninn Bennu, um hálfur kílómetri í þvermál sem gæti mögulega rekist á jörðina kringum árið 2200.

Loftsteinninn Bennu gæti rekist á jörðina kringum árið 2200; m.a. þess vegna tók geimfarið OSIRIS-REx sýni úr steininum 2021. Sýnin eru nú á leið til jarðar.

Bennu er ekki nógu stór til að valda ámóta fjöldadauða og sá loftsteinn sem skall niður fyrir 66 milljón árum – sá er talinn hafa verið um 10 km í þvermál – en engu að síður nógu stór til að geta eyðilagt landsvæði á stærð við Skandinavíu.

 

Áreksturinn myndi leysa úr læðingi um 80.000 sinnum meiri orku en kjarnorkusprengja af þeirri stærð sem Bandaríkjamenn sprengdu yfir Hírósíma 1945.

 

Koma án fyrirvara

Hugmyndin með DART-leiðangrinum var að athuga hvort nota mætti manngerða hluti til að ýta hættulegum loftsteinum aðeins til og breyta þannig braut þeirra þannig að þeir ógni ekki jörðinni.

 

Fræðilega séð ætti ekki að þurfa nema tiltölulega lítið afl til að breyta stefnunni nægilega mikið til að komast hjá árekstri og þeim hamförum sem myndu fylgja.

 

Verkefnið er hugsað sem liður í áætlunum NASA um varnir jarðarbúa gegn þeim hraðfara og hættulegu loftsteinum sem þjóta um geiminn.

Jörðin varin með fjórum aðferðum

Leyisbyssur, árekstrar og kjarnorkusprengjur eru meðal þeirra aðferða sem geimvísindamenn hyggjast nota í baráttunni við ógnvænlega loftsteina.

1. Skotið á loftstein með leysigeisla

Öflugri leysibyssu má beina að loftsteini og brenna þannig upp efni af yfirborðinu. Efnið losnar í gasformi og þrýstir loftsteininum í öfuga átt við stefnu gassins – rétt eins og útblástur eldflaugahreyfils.

Loftsteini ýtt á aðra braut

Geimfar má nota sem fallbyssukúlu sem slær loftstein af braut sinni. Því lengra frá jörðu sem það er gert því meira breytist brautin. NASA getur þó ekki fullyrt að aðferðin dugi á mjög stóra loftsteina.

Málning í ljósari lit

Loftsteinar endurvarpa mismiklu sólarljósi allt eftir því hve dökkir þeir eru. Væri loftsteinn málaður hvítur breytist svonefndur geislunarþrýstingur sem á löngum tíma breytir braut steinsins.

Loftsteinninn sprengdur

Kjarnorkusprengja sem sprengd væri annað hvort á loftsteini eða rétt hjá honum, getur sundrað steininum eða ýtt honum hressilega til. Hættan er sú að loftsteinninn brotni og sum brotin gætu þá enn reynst jörðinni hættuleg.

Það má líkja þessu við að við séum á eins konar skotsvæði í geimnum og á síðari árum hefur orðið vart við marga loftsteina sem fara nær jörðinni en vísindamenn myndu kjósa.

 

Árið 2019 þaut 130 metra stór loftsteinn, 2019 OK, fram hjá jörðu í aðeins 70.000 km fjarlægð sem er aðeins einn sjötti af fjarlægðinni til tunglsins.

 

Þessi loftsteinn kom beinlínis eins og þruma úr heiðskíru lofti, því enginn varð hans var fyrr en daginn áður en hann fór hjá. Ástæðan var sérstæð braut sem stjörnufræðingar hafa nú greint nánar.

 

Það kom í ljós að loftsteinninn fór hægar yfir en aðrir loftsteinar. Stefna hans var líka svo nálægt jörðu að í sjónauka virtist hann nánast kyrrstæður, þótt hann nálgaðist okkur óðfluga.

70.000 kílómetrar var fjarlægðin milli 2019 OK og jarðar þegar þessi 130 metra loftsteinn fór hjá.

Stjörnufræðingar vinna nú að því að þróa aðferðir sem geri kleift að uppgötva loftsteina á svo lúmskri braut.

 

Eitt verkefnanna kallast „NEO Surveyor“ og felur í sér að senda innrauðan sjónauka á loft 2026. NASA áætlar að sá sjónauki muni uppgötva ógnandi loftsteina sem komi nær braut jarðar en 45 milljón kílómetra.

 

Þegar sjónaukar á borð við NEO Surveyor finna loftstein sem stefnir á jörðina, þarf með einhverju móti að afstýra hættunni. Það er einmitt hér sem DART-leiðangurinn kemur nú að góðu haldi.

LESTU EINNIG

DART-geimfarinu var skotið á loft í nóvember árið 2021 í stefnu móts við örtvístirnið Didymos.

 

Þessir loftsteinar skapa okkur enga hættu þar eð braut þeirra um sólu kemur hvergi nærri braut jarðar. Þetta var hins vegar talið fullkomið tilraunaskotmark í því skyni að ýta loftsteini til.

 

Dydimos er sá loftsteinn í þessum stærðarflokki sem er nálægastur jörðinni og hann er ekki heldur einn á ferð.

 

Dydimos á sér sem sé lítið tungl, Dimorphos. Og atlögu NASA var einmitt beint að þessum litla tunglsteini sem er um 160 metrar í þvermál.

 

Rétt eins og stjörnufræðingarnir höfðu vænst skapaði áreksturinn margra metra gíg sem spúði miklu efni út í geiminn.

 

Það efni jók á áhrifin líkt og örlítill útblástur eldflaugahreyfils hefur áhrif á hraða flaugarinnar. Efnisstrauminn gátu stjörnufræðingarnir greint og þar með staðfest að DART hefði hitt í mark.

Vandlega fylgst með árekstrinum

Árið 2022 kom DART-geimfarið, 610 kg að þyngd, að tvístirninu Didymos. Þetta eru tveir loftsteinar þar sem sá minni, Dimorphos, snýst um þann stærri og tilgangurinn var að ýta við honum.

DART komið á árekstrarstefnu

DART fer skammt frá loftsteininum 2001 CB21 til að athuga virknina áður en stefnan er tekin á Didymos. Í 38.000 km fjarlægð tekur sjálfstýringin við og stýrir DART inn á braut

DART komið á árekstrarstefnu

DART fer skammt frá loftsteininum 2001 CB21 til að athuga virknina áður en stefnan er tekin á Didymos. Í 38.000 km fjarlægð tekur sjálfstýringin við og stýrir DART inn á braut

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER , ROLF HAUGAARD NIELSEN

© University of Arizona/Goddard/NASA,© Shutterstock/Ken Ikeda Madsen, JHUAPL/NASA ,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is