Læknisfræði

Dauðinn í Lübeck: Bólusetning dró 72 börn til dauða

Í upphafi 20. aldar létust 400.000 Vestur-Evrópubúar árlega af völdum berkla en þegar læknirinn Albert Calmette þróaði bóluefni sem ætlað var að bjarga mannslífum snerust vopnin í höndum hans og sjúklingarnir dóu unnvörpum.

BIRT: 26/08/2023

Veturinn 1930 hvöttu yfirvöld íbúana í Lübeck til að láta bólusetja börn sín gegn berklum.

 

„Gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að vernda líf og heilsu barnanna!“ stóð á veggspjöldum sem héngu alls staðar. Læknar höfðu ekki undan að segja sjúklingum að nú væru loks góð tíðindi í vændum varðandi þennan skæða lungnasjúkdóm sem olli því að sjúklingarnir hóstuðu blóði.

 

„Baráttan gegn berklum er ekki töpuð“, lofuðu læknarni sem einnig fullvissuðu fólk um að hið nýja franska bóluefni sem kennt var við Calmette, hefði ekki alvarlegar aukaverkanir í för með sér.

 

Foreldrar 251 nýbura samþykktu að láta bólusetja börn sín með bóluefni franska læknisins Alberts Calmettes. Ákvörðunin virtist vera skynsamleg því berklar drógu alls 100.000 Þjóðverja til dauða ár hvert og helmingur þeirra voru börn og unglingar.

 

Skömmu eftir að bólusetningarátakið hófst byrjuðu börnin í Lübeck hins vegar að deyja. Eitthvað hafði misfarist hrapallega og stöðva varð hið lífsmikilvæga starf sem fólst í að gera Evrópubúa ónæma fyrir berklum.

Albert Calmette (1863-1933) helgaði líf sitt rannsóknum á farsóttum.

Fjórðungur þeirra sem sýktust lést

Berklar hafa fylgt manninum allt frá því á steinöld en sjúkdómurinn fór að geisa fyrir alvöru á dögum iðnvæðingarinnar. Þetta var þegar milljónir Evrópubúa kvöddu erfiðið sem tilheyrði sveitalífinu og flykktust til borganna í leit að atvinnu í verksmiðjum þar sem þeir bjuggu í miklu nábýli hver við annan.

 

Í borgunum urðu verksmiðjuverkamenn að láta sér nægja litlar, rakar íbúðir sem þeir meira að segja urðu að deila með öðrum fjölskyldum. Þessi þröngu hýbýli mynduðu kjörnar aðstæður fyrir berkla sem berast með bakteríum í lofti.

 

Á 19. öld var talið að um fjórðung allra dauðsfalla í Evrópu mætti rekja til berkla. Á árununum milli 1851 og 1910 létust alls fjórar milljónir af völdum sjúkdómsins í Englandi og Wales. Banvænn skaðvaldurinn var kallaður berklar eða berklaveiki meðal almennings en orðið tæring þekktist enn fremur. Síðastnefnda heitið orsakaðist af því að sjúklingarnir virtust tærast upp.

 

Listmálarar og aðrir listamenn kölluðu sjúkdóminn „hinn fagra dauða“, því horaðir, fölir sjúklingarnir samræmdust fegurðarímynd þess tíma. Meðal hástéttarinnar má segja að berklar hafi hrint af stað sérstöku tískufyrirbæri – yfirstéttarkonur báru hvítt púður á andlitið til að líkjast sjúklingum með þennan sjúkdóm sem listmálarar dásömuðu.

„Frédéric Chopin hóstar svo undursamlega fagurlega“

George Sand franskur rithöfundur

Berklasjúklingar voru sagðir vera einstaklega viðkvæmir.

 

„Frédéric Chopin hóstar svo undursamlega fagurlega“, skrifaði rithöfundurinn George Sand um tónskáldið sem lést af völdum berkla árið 1849.

 

Móðir Calmettes dó úr berklum

Læknirinn Albert Calmette gerði sér engar rómantískar hugmyndir um smitsjúkdóma. Þegar hann var barn að aldri hafði hann misst móður sína úr berklum og alls tíu skólasystkini hans létust af völdum taugaveiki á meðan hann var í barnaskóla.

 

Calmette smitaðist að sama skapi og hlaut af því varanleg mein sem ollu því að draumur hans um að komast til metorða innan sjóhersins varð að engu. Þess í stað ákvað hann að leggja fyrir sig læknisfræði.

 

Ungur að árum stundaði Calmette rannsóknir á hitabeltissjúkdómum í Afríku og Suðaustur-Asíu. Árangur hans vakti athygli innan Pasteur-stofnunarinnar sem var mjög framarlega á sviði læknisfræðirannsókna og var hann fyrst sendur á vegum hennar til Saigon en eftir heimkomuna bauðst honum síðan starf við deild stofnunarinnar í frönsku borginni Lille.

 

Þar hófst Calmette handa í baráttunni gegn berklum árið 1901. Árið 1906 uppgötvaði starfsbróðir hans, ónæmisfræðingurinn Camille Guérin, að ónæmi gegn berklum krefst þess að lifandi berklabakteríur sé að finna í líkamanum.

 

Uppgötvun þessi gerði það að verkum að Calmette fór að gera tilraunir með að veikja bakteríuna í svo miklum mæli að hún leiddi af sér ónæmi gegn berklum, án þess þó að fólk veiktist alvarlega.

 

Tilraunirnar gerðu kröfur um ýtrustu varfærni. Calmette gerði tilraunir með að rækta bakteríuna í ýmiss konar örverugróðri og komst svo að raun um fyrir algera tilviljun að bakterían veikist nægilega mikið sé hún ræktuð í nautagalli.

 

Vinnan við að gera bakteríuna meinlausari tók mörg ár. Á þriggja vikna fresti flutti Calmette lítið magn af berklabakteríum yfir í nýjan skammt af nautagalli en svo braust fyrri heimsstyrjöld út og stöðva varð þetta lífsnauðsynlega starf.

 

Calmette og Guérin þurftu stöðugt á nýju nautagalli að halda en frönsku hersveitirnar höfðu þörf fyrir alla þá nautgripi sem féllu til og fyrir vikið mátti einungis selja naut í niðursuðuverksmiðjur til þess að kjötið nýttist sem hermannafæða.

 

Það var svo lán í óláni að Lille er í grennd við belgísku landamærin. Þegar Þjóðverjar hernámu svæðið sýndu dýralæknar óvinarins lækninum Calmette og starfi hans fullan skilning og sáu honum fyrir öllu því nautagalli sem hann hafði þörf fyrir.

Þrátt fyrir 122 ára gamla uppfinningu Calmettes láta um 100.000 manns lífið árlega af völdum eiturslöngubits, einkum sökum þess að móteitrið berst ekki í tæka tíð.

Calmette bitinn af eiturslöngu

Áður en áhugi Calmettes á berklum vaknaði hafði hann einbeitt sér að hitabeltissjúkdómum og slöngum. Síðarnefnda hugðarefnið hafði næstum kostað hann lífið.

 

Sem ungur læknanemi gerði Albert Calmette tilraunir með iðraorma í Hong Kong. Að því loknu einbeitti hann sér að malaríu og drómasýki í frönsku nýlendunum Gabon og Kongó.

 

Árið 1891 sendi Pasteur-stofnunin hann aftur til Saigon í Frönsku-Indókína, þar sem ætlunin var að opna deild sem sérhæfði sig í víðfeðmum bólusetningum gegn bólusótt og hundaæði. Calmette hóf jafnframt að rannsaka eiturslöngur í þeirri von að honum tækist að þróa móteitur sem bjargað gæti hundruðum þúsunda mannslífa.

 

Þegar Calmette sneri aftur til Frakklands voru slöngurnar með í farteskinu. Þrátt fyrir að hann hefði gott lag á að umgangast slöngurnar fór eitthvað engu að síður úrskeiðis hjá honum árið 1901. Ein af slöngunum hjó eiturtönnum sínum í vísifingurinn á Calmette sem hefði verið dauðadómur í augum flestra.

 

Læknirinn var til allrar hamingju kominn vel á veg með tilraunir sínar með móteitrið og sprautaði sjálfan sig í einum hvelli með tilraunaefninu. Hann hélt lífi og missti einungis ysta hlutann af vísifingri sínum.

 

Fyrsta breiðvirkandi móteitrið gegn slöngubitum hafði sannað ágæti sitt.

Um það leyti sem styrjöldinni lauk hafði bakteríuseyðið verið þynnt út oftar en 200 sinnum og Calmette gerði tilraunir með efnið á kanínum, hrossum og kúm, án þess að tilraunadýrunum yrði meint af.

 

Bóluefnið barst til Lübeck

Árið 1921 var bóluefnið loks tilbúið til nota í mönnum og fyrstu nýfæddu Frakkarnir voru bólusettir á sjúkrahúsinu Hôpital de la Charité í París. Alls 114.000 börn voru bólusett á árunum milli 1924 og 1928 og ekkert þeirra sýndi merki um alvarlegar aukaverkanir. Orðspor Calmette-bóluefnisins, líkt og farið var að kalla það, barst út fyrir landamæri Frakklands og árið 1930 barst bóluefnið alla leið til Lübeck í Norður-Þýskalandi.

 

Calmette sendi bóluefnið til borgarinnar þar sem ætlunin var að rækta og fjöldaframleiða veiklaða bakteríuna á rannsóknarstofu í borginni. Hinn 17. apríl árið 1930 lést svo fyrsta bólusetta barnið í Lübeck.

„Þann 16. júlí lést ástkær sonur okkar, Günther, aðeins 16 vikna gamall, eftir átta vikna erfið veikindi af völdum Calmette-bóluefnisins“.

Dánartilkynning, júlí 1930, Lübeck.

Enginn vissi hver dánarorsökin var en harmi slegnir foreldrarnir velktust hins vegar ekki í vafa:

 

„Þann 16. júlí lést ástkær sonur okkar, Günther, aðeins 16 vikna gamall, eftir átta vikna erfið veikindi af völdum Calmette-bóluefnisins“.

 

Næstu níu daga eftir þetta létust alls 72 börn. Auk þess veiktust 135 börn sem héldu lífi en mörg hlutu af varanleg mein. Hætt var að nota Calmette-bóluefnið um mest alla Evrópu og Norður-Ameríku.

 

Ári síðar lýstu þýsk yfirvöld yfir sakleysi Alberts Calmettes. Gerð höfðu verið mistök í rannsóknarstofunni í Lübeck þar sem óveikluðum berklabakteríum hafði verið bætt út í bóluefnið. Læknarnir tveir sem ábyrgð báru á þessu voru dæmdir fyrir manndráp af gáleysi.

 

Skaðinn var skeður. Orðspor Calmettes í hinum vísindalega heimi hafði beðið hnekki, starfsbræður hans á sviði vísindanna sneru við honum baki og Albert Calmette lést árið 1933, niðurbrotinn á sál og líkama.

 

Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld sem heimsbyggðin tók Calmette-bóluefnið í sátt og efnið hefur allar götur síðan bjargað milljónum mannslífa. Sem dæmi má nefna að börn á Norðurlöndum voru bólusett með bóluefni Calmette allt til ársins 1982.

Á fjórða áratugnum voru sjúklingar með berklaeinkenni látnir skima lungun.

Lesið meira um Albert Calmette

 • Philippe Scherpereel: Albert Calmette – Jusqu’à ce que mes yeux se ferment, Editions L’Harmattan, 2016.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

Bridgeman Art Library/Ritzau Scanpix. © Wikimedia Commons. © Shutterstock. © Ministry of Information Photo Division Photographer/Wikimedia Commons.

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

3

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

4

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

5

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

6

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Náttúran

Hunangsfluguna skortir flugtækni

Tækni

Græna afleysingin fyrir Concorde 2025

Humar var hundafæða

Áður en humar fór að sjást á matseðlum fínna veitingahúsa flokkaðist hann undir lélegan dósamat og var jafnframt notaður sem áburður á akrana. Að því kom að skelfiskur þessi varð sjaldséður vegna ofveiða og þá ávann hann sér nýtt orðspor sem hnossgæti.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is