DNA fannst í 16.000 ára gömlu jarðvegssýni

Í fyrsta sinn hafa vísindamenn fundið DNA í jarðvegssýnum. Með aðferðinni gæti verið unnt að raðgreina erfðaefni forfeðra okkar án þess að finna svo mikið sem beinflís.

BIRT: 29/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Vísindamenn frá Danmörku og Englandi hafa nú gert tímamótauppgötvun í helli í Mexíkó.

 

Með því að raðgreina DNA sem fannst í jarðveginum hafa þeir náð að kortleggja erfðamengi nokkurra dýra, m.a. risavaxins, útdauðs hellisbjörns sem uppi var fyrir 16.000 árum.

 

Sjálfir kalla vísindamennirnir þetta tímamót á sviði rannsókna á svonefndu e-DNA en með því er átt við erfðaefni sem finnst í umhverfinu, t.d. í jarðvegi eða vatni.

 

Í þessu tilviki kemur erfðaefnið úr þvagi, saur og hárum sem dýrin hafa skilið eftir sig í hellinum og þar hefur það síðan varðveist.

Tölvur afhjúpa dulið erfðaefni

Tíminn fastur í lögum

Með því að rannsaka jarðlög og finna saur má sjá hvenær tiltekin dýr voru uppi. En nýja tæknin gerir líka kleift að greina staka einstaklinga.

Jarðvegur fullur af DNA

Í saur úr dýrum leynast frumur sem enda í jarðvegi sem DNA. Við réttar aðstæður geta DNA-bútar fundist – jafnvel eftir 10.000 ár.

Tölva þekkir bútana

Tölva getur síðan borið kennsl á bútana og greint hvaða dýrategund eða kynþætti manna þeir tilheyra.

Hellisbjörninn sem greindur var á þessum grundvelli var svonefndur stuttnefsbjörn sem lifði í Norður-Ameríku á frumsteinöld og var stórvaxinn, um tveir metrar á hæð þegar hann gekk á fjórum fótum og vóg allt að heilu tonni.


Nú hafa vísindamennirnir borið erfðaefni hans saman við eldri fundi, m.a. í Yukon í Kanada og svo núlifandi tegundir. Í ljós kom að hellisbjörninn var verulega frábrugðinn þeim kanadíska.

 

Að sögn forsvarsmanns verkefnisins, Eske Willerslev hjá Kaupmannahafnarháskóla, getur þessi nýja tækni valdið byltingu á svo mismunandi sviðum sem þróunarsögu og loftslagsrannsóknum, þar eð nú er unnt að finna erfðaefni nánast alls staðar.

 

Leifar af DNA út um allt.


Með nýju tækninni má finna DNA úr dýrum þar sem engar beinaleifar er að finna.

 

Til dæmis má leita að erfðaefni við steinaldareldstæði þar sem oft er ekki að finna neinar sæmilega varðveittar beinaleifar og jafnvel mætti finna þar erfðaefni úr fólki líka.

BIRT: 29/05/2022

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstoock,© Devlin A. Gandy,© Mikkel Winther Pedersen et al., Current Biology

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is