Ef þú þværð leirtauið í köldu vatni, verður eiginlega ekki komist neðar í orkunotkun. Gallinn er sá að fitu og matarleifum er erfitt að ná af í köldu vatni.
Eigi allt að verða vel hreint fæst mestur orkusparnaður á sparnaðarstillingu uppþvottavélarinnar – að því tilskyldu að uppþvottavélin sé fyllt.
Jafnvel sparnaðarstillingin þvær þó tæplega nógu vel. Það er virðingarverð tilraun að láta uppvaskið liggja í 45° heitu vatni í nokkra tíma en hitastigið dugar ekki til að drepa allar skaðlegar bakteríur.
Allt deyr við 62 gráður
Eigi uppþvotturinn að takast fullkomlega þarf vatnshitinn að vera að lágmarki 62 gráður. Það drepur allar sjúkdómsvaldandi bakteríur.
En að vaska upp úr svo heitu vatni skapar hættu á brunasárum sem getur gert uppþvottavélina að vænlegri kosti.
Orkunotkun
Uppþvottavélin (stillt á sparnaðarstillingu) notar minni orku en ef þú vaskar upp í höndunum.
Vatnsnotkun
Uppþvottavélin notar yfirleitt minna vatn en ef þú vaskar upp í höndunum og skiptir um vatn eða skolar af undir krananum. Ef þú lætur heita vatnið renna getur notkunin farið miklu hærra en hér er sýnt.
Vatnsnotkun
Uppþvottavélin notar yfirleitt minna vatn en ef þú vaskar upp í höndunum og skiptir um vatn eða skolar af undir krananum. Ef þú lætur heita vatnið renna getur notkunin farið miklu hærra en hér er sýnt.
Tímalengd
Það er fljótlegt að setja í vél og taka úr henni en á sparnaðarstillingu tekur uppþvottavélin 3-5 klukkutíma. Það er því mun fljótlegra að nota gömlu aðferðina.
Orkunotkun
Uppþvottavélin (stillt á sparnaðarstillingu) notar minni orku en ef þú vaskar upp í höndunum.
Vatnsnotkun
Uppþvottavélin notar yfirleitt minna vatn en ef þú vaskar upp í höndunum og skiptir um vatn eða skolar af undir krananum. Ef þú lætur heita vatnið renna getur notkunin farið miklu hærra en hér er sýnt.
Stofnkostnaður
Uppþvottavélar eru dýrar en þær dýrustu eru oftast ódýrari í rekstri og endast lengur. Til venjulegs uppvasks þarftu bara bursta, uppþvottagrind og viskustykki – og í sumum tilvikum lítinn bala.
Tímalengd
Það er fljótlegt að setja í vél og taka úr henni en á sparnaðarstillingu tekur uppþvottavélin 3-5 klukkutíma. Það er því mun fljótlegra að nota gömlu aðferðina.