Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Nótt án svefns hefur áhrif á líkamann. En í hvað miklu mæli?

BIRT: 09/08/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Sé allri nóttinni varið í skemmtun eða vinnu, er það ekki ókeypis.

 

Svefn hvílir og endurnærir líkamann þannig að hann nái fullri virkni. Meðan við sofum gerist margt sem gerir við og viðheldur frumum og vefjum líkamans.

 

Skortur á svefni birtist því ekki aðeins sem þreyta, heldur hefur líka neikvæð áhrif á skaplyndi, tilfinningar og líkamlegt heilbrigði.

 

Einbeitingin skerðist

Heilinn þolir illa svefnleysi og það bitnar á andlegri getu, svo sem einbeitingarhæfni, minni og hæfni til að leysa úr vandamálum eða taka ákvarðanir.

 

Ósofið fólk hefur skertan viðbragðshraða og ásamt skertri heilagetu eykur það hættu á slysum.

 

Tilraunir hafa sýnt að eftir 24 tíma án svefns hefur meðvitund og hreyfifærni skerst ámóta mikið og ef viðkomandi væri með 1 prómill af áfengi í blóðinu.

Sólarhringur án svefns skerðir hreyfihæfnina álíka mikið og 1 prómill áfengis í blóði.

Svefnleysi raskar líka tilfinningalífi. Grunnt getur verið á pirringi og reiði og rannsóknir sýna líka auknar líkur á að þróa með sér kvíða.

 

Til viðbótar eru svo líkamlegar langtímaafleiðingar.

 

Líkamsklukka okkar segir fyrir um margvísleg efni. Mislangur svefn eða svefnleysi getur ruglað líkamsklukkuna og það eykur t.d. líkur á hjartasjúkdómum, sykursýki 2 og ofþyngd.

BIRT: 09/08/2023

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is