Search

Eru hundar og úlfar af sömu ætt?

Löngu áður en fyrsta hundakynið kom fram notaði maðurinn úlfa sem veiðifélaga og seinna sem varðdýr. En hvaða hundur líkist mest úlfinum og eru allir hunda skyldir úlfinum?

BIRT: 28/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Öll hundakyn veraldar eru komin af úlfum.

 

Einhvern tímann fyrir 15-130 þúsund árum tóku menn og úlfar upp samvinnu, fyrst og fremst við veiðar, smám saman urðu tengslin nánari og síðar tóku úlfar t.d. að gegna því hlutverki að vera á varðbergi.

 

Fyrstu tömdu hundarnir hafa án efa verið mjög líkir úlfum og sennilega ekki alls kostar óáþekkir sleðahundum nútímans. En nokkuð snemma tóku menn að rækta hunda og velja úr og þannig sköpuðust á löngum tíma mismunandi hundakyn. Erfðaefni úlfa reyndist hafa óvenjulega aðlögunarhæfni t.d. varðandi liti og stærð.

Afleiðingin sést á því að hundar eru nú þau dýr sem hafa mesta genafjölbreytni allra þekktra dýra.

 

Hvaða hundur er helst líkur úlfi?

Þar sem allar hundategundir eru komnar af úlfum eru margir hundar í dag sem líkjast úlfum.

 

En Alaskan Malamute, sem er ein elsta tegund í heimi, er mjög lík úlfum, sérstaklega í hegðun og útliti.

Alaskan Malamute er þekktur fyrir að vera rólegur, félagslyndur og mjög vinnusamur. Að auki þolir hann ótrúlegan kulda. Hundurinn var upphaflega notaður til að bera þungar byrðar og draga sleða.

BIRT: 28/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is