Lifandi Saga

Faðir uppistandsins var grófari en löggan leyfði

Orðið „fuck“ var ekki meðal þeirra orða sem bandarískir skemmtikraftar notuðu á 7. áratugnum. Grínistinn Lenny Bruce velti sér hins vegar upp úr forboðnum orðum en þurfti á endanum að gjalda framhleypni sína dýru verði.

BIRT: 04/09/2023

Bandaríski grínistinn Lenny Bruce gjörbylti uppistandinu þegar hann sló eftirminnilega í gegn á bandarískum næturklúbbum upp úr 1960. Þessum New York-búa var ekkert heilagt og hann hikaði ekki við að fjalla um efni á borð við kynþætti, pólitík, trúarbrögð og kynlíf. En nokkuð grófur stíll hans olli því að yfirvöldum var í nöp við hann.

 

Árið 1961 var Lenny Bruce handtekinn fyrir að nota orðið „cocksucker“  í sýningu á næturklúbbnum Jazz Workshop í San Francisco. Það var í fyrsta sinn sem slíkt orð hafði verið nefnt á bandarísku sviði.

 

Næstu árin fylgdust óeinkennisklæddir lögreglumenn með Lenny Bruce í hvert sinn sem hann steig á svið. Alls var hann handtekinn sjö sinnum, fimm sinnum fyrir „klámfengni“ og tvisvar fyrir að hafa eiturlyf undir höndum.

 

Hann var þó lengst af sýknaður fyrir rétti. Í eiturlyfjamálunum höfðu lögreglumenn plantað sönnunargögnunum. En 21. desember 1964 fór á verri veg.

 

Dómari í New York dæmdi Lenny Bruce til fimm mánaða fangelsisvistar þar sem hann var hafður innan um smákrimma og geðsjúka.

Á sjöunda áratugnum var Lenny Bruce handtekinn fimm sinnum siðferðislega vanvirðandi framkomu á sýningum sínum.

Afbrot uppistandarans í þessu tilviki var að hafa sagt að Eleanor Roosevelt, fyrrum forsetafrú, hefði „falleg brjóst“.

 

„Ef ég verð handtekinn í New York, þar sem mest frelsi ríkir í heiminum, þýðir það endalok ferilsins,“ sagði hann nokkrum árum áður en hann var handtekinn. Spá hans rættist og hann náði sér aldrei á strik eftir dóminn. Mun færri klúbbar kærðu sig um að ráða svo umdeildan mann en auk þess fór heróínnotkun hans vaxandi.

 

Lenny Bruce lést af of stórum skammti á heimili sínu í Hollywood Hills, aðeins fertugur að aldri. En allt til enda var hann staðfastur á þeirri skoðun að það væri ekki hann sem eitthvað væri að, heldur heimurinn:

 

„Ég er enginn grínisti. Og ég er ekki sjúkur á geði. Það er heimurinn sem er veikur en ég er læknirinn. Ég er skurðlæknir með skurðhníf til að fjarlægja hin fölsku gildi.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

Bettsman/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

Tækni

Stærsta flugvél heims flytur tröllvaxinn farm

Maðurinn

Hvernig smitast kvef?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is