Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Með endaþarminum gat Joseph Pujol blásið reykhringi, galað eins og hani og prumpað franska þjóðsönginn. Í lok 19. aldar troðfyllti hann Rauðu mylluna á hverri dónasýningunni á fætur annarri.

BIRT: 26/08/2023

Prump hefur alltaf getið af sér fyndni en Frakkinn Joseph Pujol hlýtur að vera einn af mjög fáum sem beinlínis gerði þarmaloftið að lífsbrauði sínu. Hann uppgötvaði hæfileika sína í bernsku, þegar hann var að synda og vatn sogaðist inn í endaþarminn.

 

Seinna, þegar hann gegndi herskyldu, sagði hann félögum sínum frá atvikinu. Ekki þarf að koma á óvart að þeir vildu fá hann til að sýna sér þetta merkilega tiltæki. Pujol varð við því og sogaði mikið vatn inn í endaþarminn. Að því loknu notaði hann magavöðvana til að sprauta eins og gosbrunnur.

 

Fljótlega komst hann líka upp á lag með að soga inn loft og skjóta því svo út með hvellum eins og í vélbyssu, öðrum hermönnum til mikillar skemmtunar.

 

Eftir að Pujol sneri heim úr hernum tók hann, árið 1887, að sýna listir sínar í hafnarborginni Marseille. Hann notaði listamannsnafnið Le Pétomane (Prumpfíkillinn) og áhorfendur dáðust að 15 sekúndna langri prumpskothríð.

„Le Pétomane“ var alltaf óaðfinnanlega klæddur þegar hann kom fram með blástur sinn.

En hann þurfti að fara til höfuðborgarinnar til að slá í gegn fyrir alvöru og 1892 birtist þessi 35 ára dónatöframaður hjá framkvæmdastjóranum Charles Zidler sem var meðeigandi að Rauðu myllunni í Montmartre-hverfi.

 

Kabarettinn var einkum þekktur fyrir frjálslegar can-can stúlkur en skemmti áhorfendum einnig með því að sýna vanskapninga á sviðinu. Pujol áleit sig passa fullkomlega inn í slíka sýningu.

 

Fyrst þurfti hann þó að sannfæra Zidler framkvæmdastjóra. „Prumpfíkillinn dró niður buxurnar á skrifstofu Zidlers og byrjaði á að soga inn vatn – sem hann gerði oft á dag til að halda „hljóðfærinu“ hreinu eins og hann útskýrði fyrir Zidel. Að því loknu fyllti hann herbergið af þarmalofti sem hann lét hljóma eins og allt frá hanagali og rýti grísa til suðandi býflugna og ugluvæls.

 

Og segja má að hann hafi beinlínis blásið Zidler um koll, því hann var ráðinn á staðnum. Tveimur árum síðar var „Prumpfíkillinn“ best launaði listamaðurinn í Rauðu myllunni og fékk nærri 20.000 franka á dag sem nú mætti áætla að jafngiltu hátt í 400 þúsund íslenskum krónum.

Moulin Rouge – Rauða myllan – var byggð 1889. Fáum árum síðar var þetta kabarettleikhús heimsfrægt fyrir can-can og sýningar prumpukóngsins.

Viðbrögð áhorfenda sýndu að Pujol var hvers franka virði. Konur hlógu oft svo mikið að þær féllu í yfirlið. Og eitt sérlega minnisvert kvöld fékk karlmaður hjartaáfall eftir mikið hláturskast. Það varð til þess að Zidler réði hjúkrunarkonur til Rauðu Myllunnar. Hann setti líka upp viðvörunarskilti til að skýra hve hættuleg sýningin gæti verið – sem auðvitað dró að enn fleiri gesti.

 

Árið 1894 lenti Zidler í vandræðum með þetta prumpandi gullegg sitt. Pujol hafði sett upp sýningu utan Rauðu myllunnar til að safna peningum fyrir vin sinn í neyð. Þetta var brot á samningnum og framkvæmdastjórinn fokreiddist. Hann hótaði Pujol því að berja hann sundur og saman. Prumpukóngurinn svaraði:

 

„Þá skrúfa ég fyrir gasið.“

 

Myndskeið: ,,Synir eyðimerkurinnar” herma eftir prumpukónginum:

"Le Pétomane" var innblástur margra með endaþarmsgríni sínu - til dæmis danska kvartettsins ,,Synir eyðimerkurinnar", sem á upphafsárum þessarar aldar vöktu mikla athygli með sýningu sem meðal annars innihélt atriði sem kallaðist Prumparinn Ottó.

Eftir fáeinna mánaða ósamkomulag yfirgaf Pujol Rauðu mylluna og stofnaði sitt eigið ferðaleikhús sem hann kallaði Theatre Pompadour.

 

Pujol hélt áfram að sýna listir sínar alveg fram til 1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út en hóf þá rekstur bakarís sem gekk ljómandi vel.

 

Joseph Pujol lést 8. ágúst 1945 og þá þyrptust læknar að heimili hans. Allir vildu þeir fá að rannsaka endaþarm Prumpkóngsins til að átta sig á því hvernig honum hefði verið fært að soga svo mikið loft þar inn. En fjölskyldan gerði þá afturreka.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN & JANNIK PETERSEN

© Public domain,© Albert Kahn

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

5

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is