Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Svikahrappar og falsarar fylgdu rithöfundinum al-Jawbari í hvert fótmál þegar hann hóf að rannsaka heiminn í byrjun 13. aldar. Mörgum árum síðar upplýsti hann um lymskuleg svikabrögð þeirra.

BIRT: 06/08/2023

Einn góðan veðurdag árið 1216 birtist óvanalegur gestur í moskunni í tyrknesku borginni Harran. Um var að ræða apa sem staulaðist inn í heilagan salinn, ásamt þjóni sínum. Dýrið var klætt dýrindis fatnaði og ilmvatnsský steig upp af loðnum búknum. Auðsveipur þjónninn breiddi út bænateppi sem dýrið settist á. Því næst tók apinn upp bænakrans.

 

Hinir moskugestirnir ráku upp stór augu þegar apinn fór að láta perlurnar renna milli fingra sér, greinilega mjög upptekinn í bæn. Þegar þjónninn sá undrunarsvipinn á fólkinu útskýrði hann málið:

 

Apinn er alls ekki api, heldur er um að ræða ungan prins sem afbrýðisöm eiginkona kastaði álögum á. Álögunum er því einungis unnt að aflétta sé eiginkonunni færð tiltekin peningaupphæð í gulli.

„Maðurinn teymdi apann gegnum allan bæinn. Hvar sem þeir komu lét hann apann leika sama svikabragðið“

Rithöfundurinn al-Jawbari

Gestir moskunnar hlýddu á í forundran og stungu höndunum beint í vasana. Þegar svo þjónninn hafði safnað saman fénu hurfu bæði hann og apinn í mannmergðina. Þá fyrst gerðu áhorfendurnir sér grein fyrir að þeir hefðu látið gabbast.

 

„Maðurinn teymdi apann gegnum allan bæinn. Hvar sem þeir komu lét hann apann leika sama svikabragðið“, sagði rithöfundurinn al-Jawbari sem varð vitni að atburðinum og lýsti honum í bók sinni „Bók loddaranna“.

 

Apabragðið var engan veginn eina svikabragðið sem al-Jawbari varð vitni að. Líkt og tíðkaðist meðal kristinna í Evrópu úði allt og grúði af svikahröppum, falsspámönnum og öðrum bragðarefum meðal Múhameðstrúarmanna á miðöldum. Og al-Jawbari tókst að sjá í gegnum þá alla.

 

Emírinn var æstur í bellibrögð

Frásagnir úr glæpaundirheimum höfðuðu ákaflega mikið til emírsins Rukns al-Din Mawduds, leiðtoga Artukid-konungsættarinnar sem ríkti þar sem nú eru Tyrkland, Sýrland og Írak.

 

Emírinn hafði lesið ritið „Svik afhjúpuð og efi flæmdur burt“ frá 12. öld en rit þetta fletti ofan af öllum hugsanlegum bellibrögðum. Emírinn fýsti að lesa meira og kallaði fyrir vikið til sín nýráðinn hirðmann sinn að nafni al-Jawbari.

 

„Þú skalt skrifa bók þar sem sömu aðferðum er beitt en sem er skiljanlegri og auðlesnari“, hljóðaði skipan drottnarans.

Frásagnir um glæpamenn nutu vinsælda á 13. öld, m.a. sagan um ræningjann sem svæfði hóp fólks og rændi svo fólkið.

Emírinn vissi að al-Jawbari kunni ýmislegt fyrir sér um svik og pretti. Áður en hann gekk til liðs við hirð emírsins á árunum upp úr 1220 hafði hann ferðast um gjörvallan Múhameðstrúarheiminn, allt frá Marokkó til Arabíuskagans, gegnum Mesópótamíu og alla leið til Indlands.

 

Á leið sinni vingaðist hann við falsspámenn, skottulækna og aðra svikahrappa. Hann sá í gegnum svikabrögð og skráði hjá sér allt sem hann varð vitni að. Samkvæmt fyrirskipun emírsins byrjaði hann að skrásetja þetta allt.

 

Ormar og hægðir gagnast þeim heilögu

Margir af kunningjum al-Jawbaris voru smáglæpamenn, á borð við hestaprangara sem lituðu feld hrossanna í eftirsóttum lit til að fá sem best verð fyrir skepnurnar.

„Hver sem ber þá augum sannfærist um að þeir séu blindir“

Sagði Al-Jawbari um algengt betlarabragð.

Aðrir voru óbreyttir betlarar sem þóttust t.d. vera blindir.

 

„Þeir létust vera blindir þó svo að sú væri alls ekki raunin. Til þess að beita blekkingum tóku þeir svolítið blóð úr skorkvikindum sem drukku mannablóð og jafnmikið magn af náttúrugúmmíi og báru blöndunni á brúnir augnlokanna. Hver sem ber þá augum sannfærist um að þeir séu blindir“, ritaði al-Jawbari.

 

Önnur brögð snerust um að narra fé út úr sakleysingjum, líkt og við átti um „prinsinn í álögum“. Flest brögðin höfðu þann tilgang að láta þann sem þeim beitti virðast vera einkar valdamikinn eða heilagan.

 

Þetta átti m.a. við um karlmann með vefjarhött sem guðdómlegri birtu virtist stafa af. „Ljósið kom frá enni hans og virtist skína í gegnum himinhvolfið“, ritaði al-Jawbari.

 

Þetta var að sjálfsögðu gabb, því ljósið skein alls ekki frá guði, heldur var um að ræða svokallaða blysbjöllu.

 

„Hann kemur 40 slíkum bjöllum fyrir á þéttriðnu hárneti sem hann hefur undir vefjarhetti sínum“, lýsti rithöfundurinn í hrifningu.

 

Þá mætti einnig nefna að „heilögu mennirnir“ sem létu loga sleikja sig til að sanna heilagleika sinn voru langt frá því að vera neinni helgi gæddir.

„Ef þeir smurðu fitunni á allan líkamann olli eldurinn þeim engum skaða“

Sagði al-Jawbari.

Leyndarmál þeirra var langtum jarðbundnara en sem svo. Þeir suðu frosk, veiddu fituna ofan af soðinu og blönduðu við saltpétur.

 

„Ef þeir smurðu fitunni á allan líkamann olli eldurinn þeim engum skaða“, sagði al-Jawbari.

 

Það komst meira að segja upp um „spámanninn“ sem var svo heilagur að hann gat gengið á vatni og fiskarnir tilbáðu hann um leið og þeir kysstu fætur hans. Al-Jawbari hélt því fram að maðurinn blandaði saman basilíku, trjákvoðu, saur og jasmínolíu og bæri síðan blönduna á fætur sína.

 

„Síðan gekk hann á vatninu – í flæðarmálinu auðvitað. Þegar svo fiskarnir fundu lykt af blöndunni nörtuðu þeir samstundis í fætur hans“, ritaði al-Jawbari.

Bóndinn Robert Carpenter lýsti því m.a. hvernig unnt væri að beita brögðum til að komast yfir nýslátraða kind.

Enskur bóndi ritaði svikahandbók

Svik og brögð voru einnig algeng meðal kristinna Evrópubúa. Enskur bóndi lýsti því í riti á 13. öld hvernig unnt væri að narra aðalsmenn svo um munaði.

 

Bóndi að nafni Robert Carpenter settist við skriftir rétt upp úr 1260. Carpenter hafði starfað sem ráðsmaður á herragarði á Eynni Wight og vissi allt um landbúnað. Nú hóf hann að skrá minningar sínar. Innan um þurrar ráðleggingarnar var einnig að finna hugmyndir að svikabrögðum.

 

Carpenter lýsti því í sérstökum kafla hvernig leiguliðar gætu gabbað jarðeigendur sína. Sum svikabrögðin voru sáraeinföld en Carpenter lýsti því m.a. að bóndinn gæti tekið einn áttunda af mjólkinni daglega og haft upp úr krafsinu nægilegt magn mjólkur til að gera heilan ost fyrir sjálfan sig. Önnur svikabrögð voru flóknari en sem svo, t.d. bragðið sem laut að því hvernig unnt væri að komast yfir nýslátraða kind:

 

„Þegar búið er að flá dýrið skyldi leggja gæruna í heitt vatn og þurrka hana svo strax. Með því móti lítur út fyrir að skepnan hafi drepist úr fjársótt“.

 

Enginn vildi neyta kjöts af sýktu fé og fyrir vikið fengi bóndinn að eiga kjötið. Óvíst er hversu arðbær svikabrögðin reyndust vera. Þó má gera ráð fyrir að þau hafi gagnast syni bóndans en mörgum árum seinna bætti hann svikariti föður síns í bók sem hann sjálfur ritaði.

Rithöfundurinn beitti sjálfur brögðum

Í augum al-Jawbaris var það hulin ráðgáta hvernig fólk gat látið bellibrögð svikahrappanna narra sig. „Ef einhver reyndi að gabba börn með þessu móti er ég sannfærður um að þau færu að skellihlæja. Verið athugulir, þið svefngenglar og vaknið til vitundar!“

 

Sennilegt þykir að rit Al-Jawbaris um loddarana hafi verið fullgert of seint til að það gæti hafa gagnast emírnum Rukn al-Din Mawdud. Drottnaranum var nefnilega steypt af stóli árið 1232 eða 1233. Svo virðist sem al-Jawbari hafi sjálfur notfært sér vitneskjuna sem hann aflaði sér.

 

Hann viðurkenndi í það minnsta að hann hefði í eitt andartak talið viðskiptavinum á markaðinum trú um að duftið sem hann væri með til sölu væri í raun réttri munaðarvaran pipar. Í raun og veru var „piparinn“ gerður úr ofur venjulegum mungbaunum.

 

Óvíst er hvort höfundurinn gerðist sekur um aðra og verri hluti en hann óttaðist mjög að fá á sig óorð. Hann lagði að minnsta kosti ríka áherslu á sakleysi sitt.

 

„Ég sver og sárt við legg að ég lét aldrei freistast. Það var aldrei svo illa fyrir mér komið að ég þyrfti að sannfæra sál mína um að leggjast ekki svo lágt“, skrifaði al-Jawbari sannfærandi.

 

Hann bætti hins vegar við lymskulega: „Á hinn bóginn er betra að vita hitt og þetta en að vita það ekki“.

Lesið meira um svindl á miðöldum

 • Jamal al-Din: The Book of Charlatans, NYU Press, 2020

 

 • Richard Kieckhefer: Magic in the Middle Ages, Cambridge University Press, 2021

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© Universal History Archive/Getty Images. © Bridgeman Images. © The Picture Art Collection/Imageselect.

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

5

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Náttúran

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Af hverju kemur búmerang til baka?

Hvernig stendur á því að ef bjúgverpli er kastað kemur hann tilbaka?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is