Fjögur andlitseinkenni gera okkur fríð

Ertu í meðallagi? Það getur verið kostur ef þú spyrð vísindamenn. Þeir hafa uppgötvað nokkur andlitseinkenni sem flestum finnst sérlega aðlaðandi.

BIRT: 17/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hvað finnst þér aðlaðandi við útlit annarrar manneskju? Þú getur sennilega ekki svarað því sjálfur, en vísindamenn eru komnir á sporið.

 

Í tilraun einni báðu þeir einstaklinga að meta útlit mismunandi andlita. Sum andlitin voru af raunverulegu fólki. Önnur voru tölvugerð þ.a. vísindamenn gátu stjórnað t.a.m. fjarlægð milli augna eða samhverfu andlitsins.

 

Niðurstöðurnar sýna að flestum finnst ákveðin útlitseinkenni aðlaðandi.

Fjórir andlitdrættir gera okkur fríð

Myndirnar hér sýna hvernig einstakir andlitsdrættir breyta skoðun okkar á andlitum. Við notum hér leikarann George Clooney sem dæmi, því hann býr yfir öllum andlitsdráttunum sem nefndir eru. Á sumum myndanna höfum við hagrætt andlitinu til að breyta dráttunum eilítið.

1. Samhverfa þykir eggjandi

Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að báðum kynjum finnst samhverf andlit kynþokkafyllri en ella.

 

George Clooney án breytinga

Vísindamenn telja að samhverft andlit geti m.a. gefið til kynna að viðkomandi sé vel nærður og búi yfir góðri vörn gegn sýkingum.

 

George Clooney breytt þ.a. andlitið er ekki lengur samhverft.

2. Meðalmennskan í fyrirrúmi

Andlit með dæmigerða andlitsdrætti þykja einkar fögur. Þetta sýna tilraunir sem gengið hafa út á að bræða mörg andlit saman.

 

George Clooney óbreyttur

Skýringin kann að vera sú að gegnum þróunarsöguna höfum lært að forðast mikil frávik sem geta verið til marks um skaðlegar stökkbreytingar.

 

George Clooney breytt þ.a. að andlitið er ekki samhverft.

3. Aldur skiptir kynjunum

Menn velja yfirleitt yngri eða jafnaldra konur á meðan konur laðast að öllu jöfnu að körlum sem eru þeim eldri.

 

George Clooney óbreyttur

Ástæðan kann að vera sú að eldri menn hafi að jafnaði yfir að ráða fleiri bjargráðum en þeir sem yngri eru, auk þess sem þeir, andstætt við eldri konur, eru enn frjóir.

 

George Clooney breytt þ.a. að hann lítur yngri út.

4. Skegg þarf að vera alveg hæfilegt

Konur laðast frekar að körlum með tíu daga gamla skeggbrodda en nýrökuðum mönnum, mönnum með fimm daga gamalt skegg eða mönnum með alskegg.

 

George Clooney óbreyttur

Ástæðan gæti verið sú að skeggbroddar gefa til kynna hæfilega mikla karlmennsku sem virkar vel á konur.

 

George Clooney með alskegg

Fjögur andlitseinkenni gera okkur fríð

Myndirnar hér sýna hvernig einstakir andlitsdrættir breyta skoðun okkar á andlitum. Við notum hér leikarann George Clooney sem dæmi, því hann býr yfir öllum andlitsdráttunum sem nefndir eru. Á sumum myndanna höfum við hagrætt andlitinu til að breyta dráttunum eilítið.

1. Samhverfa þykir eggjandi

Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að báðum kynjum finnst samhverf andlit kynþokkafyllri en ella.

 

George Clooney óbreyttur

Vísindamenn telja að samhverft andlit geti m.a. gefið til kynna að viðkomandi sé vel nærður og búi yfir góðri vörn gegn sýkingum.

 

George Clooney breytt þ.a. andlitið er ekki lengur samhverft.

2. Meðalmennskan í fyrirrúmi

Andlit með dæmigerða andlitsdrætti þykja einkar fögur. Þetta sýna tilraunir sem gengið hafa út á að bræða mörg andlit saman.

 

George Clooney óbreyttur

Skýringin kann að vera sú að gegnum þróunarsöguna höfum lært að forðast mikil frávik sem geta verið til marks um skaðlegar stökkbreytingar.

 

George Clooney breytt þ.a. að andlitið er ekki samhverft.

3. Aldur skiptir kynjunum

Menn velja yfirleitt yngri eða jafnaldra konur á meðan konur laðast að öllu jöfnu að körlum sem eru þeim eldri.

 

George Clooney óbreyttur

Ástæðan kann að vera sú að eldri menn hafi að jafnaði yfir að ráða fleiri bjargráðum en þeir sem yngri eru, auk þess sem þeir, andstætt við eldri konur, eru enn frjóir.

 

George Clooney breytt þ.a. að hann lítur yngri út.

4. Skegg þarf að vera alveg hæfilegt

Konur laðast frekar að körlum með tíu daga gamla skeggbrodda en nýrökuðum mönnum, mönnum með fimm daga gamalt skegg eða mönnum með alskegg.

 

George Clooney óbreyttur

Ástæðan gæti verið sú að skeggbroddar gefa til kynna hæfilega mikla karlmennsku sem virkar vel á konur.

 

George Clooney með alskegg

 

BIRT: 17/06/2023

HÖFUNDUR: ULLA EDELBO RAASCHOU

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock & Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is