Fjórar fréttir af neanderdalsmönnum

Álútur hellisbúi með kryppu á baki. Þannig er neandersalsmönnum stundum lýst en vel varðveitt beinagrind afhjúpar að að þessi lýsing er röng. Hér eru fjórar stuttar fréttir sem gefur þér innsýn í líf þessara lífseigu fornmanna.

BIRT: 11/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. Neanderdalsmenn höfðu sveigt bak

Á grundvelli vel varðveittrar beinagrindar hafa svissneskir vísindamenn unnið nákvæmar eftirgerðir af hryggsúlu og mjaðmagrind Neanderdalsmanna og þær sýna að hryggjarliðirnir hafa raðast upp í S-form og veitt hryggnum alveg sömu lipurð og einkennir okkur sjálf.

 

Neanderdalsmenn hafa sem sagt haft ámóta jafnvægi og svipaðan líkamsburð og við.

 

2. Spjótin banvæn úr fjarlægð

Neanderdalsmenn lögðu að velli stór dýr, svo sem mammúta og vísindamenn hafa talið að þeir hafi þurft að komast í návígi og stinga spjótinu í bráðina.

 

Nú hafa spjótkastarar prófað eftirgerðir af 300.000 ára gömlu spjóti og í ljós kom að þau nýttust ágætlega sem kastvopn af 20 metra færi.

 

3. Hlýnun leiddi til mannáts

Fyrir 20 árum fundust í Frakklandi bein a.m.k. sex Neanderdalsmanna sem hafði verið slátrað til matar.

 

Nánari rannsóknir á staðnum sýna nú að líklegasta ástæða mannátsins er sú að á hlýindaskeiði fyrir 128 þúsund árum hafa hefðbundin veiðidýr nánast horfið.

 

4. Neanderdalsgen skapa lengri höfuðkúpur

Höfuðkúpa neanderdalsmanns til vinstri) og höfuðkúpa nútímamanns til hægri.

Fólk af evrópskum uppruna ber í sér dálítið erfðaefni frá Neandertalsmönnum vegna ævafornrar blöndunar.

 

Þýskum vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á tvö gen sem í Neanderdalsútgáfunni valda örlítið lengri höfuðkúpu en hjá fólki án þessarar útgáfu gensins.

BIRT: 11/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Martin Häusler/UZH,© Shutterstock,© H. Rougier et al./UPV/EHU,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is