1. Neanderdalsmenn höfðu sveigt bak
Á grundvelli vel varðveittrar beinagrindar hafa svissneskir vísindamenn unnið nákvæmar eftirgerðir af hryggsúlu og mjaðmagrind Neanderdalsmanna og þær sýna að hryggjarliðirnir hafa raðast upp í S-form og veitt hryggnum alveg sömu lipurð og einkennir okkur sjálf.
Neanderdalsmenn hafa sem sagt haft ámóta jafnvægi og svipaðan líkamsburð og við.
2. Spjótin banvæn úr fjarlægð
Neanderdalsmenn lögðu að velli stór dýr, svo sem mammúta og vísindamenn hafa talið að þeir hafi þurft að komast í návígi og stinga spjótinu í bráðina.
Nú hafa spjótkastarar prófað eftirgerðir af 300.000 ára gömlu spjóti og í ljós kom að þau nýttust ágætlega sem kastvopn af 20 metra færi.
3. Hlýnun leiddi til mannáts
Fyrir 20 árum fundust í Frakklandi bein a.m.k. sex Neanderdalsmanna sem hafði verið slátrað til matar.
Nánari rannsóknir á staðnum sýna nú að líklegasta ástæða mannátsins er sú að á hlýindaskeiði fyrir 128 þúsund árum hafa hefðbundin veiðidýr nánast horfið.
4. Neanderdalsgen skapa lengri höfuðkúpur
Höfuðkúpa neanderdalsmanns til vinstri) og höfuðkúpa nútímamanns til hægri.
Fólk af evrópskum uppruna ber í sér dálítið erfðaefni frá Neandertalsmönnum vegna ævafornrar blöndunar.
Þýskum vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á tvö gen sem í Neanderdalsútgáfunni valda örlítið lengri höfuðkúpu en hjá fólki án þessarar útgáfu gensins.