Heiðursmerkið er gert úr járni með þunnum silfurkanti.
Járnkrossinn er hernaðarheiðursmerki sem var notað í Prússlandi, þýska keisaradæminu og hjá nasistum frá 1813 til 1945.
Það var Friðrik Vilhjálmur 3. konungur sem tók þennan sið upp fyrir hermenn sem þóttu skara fram úr á vígvellinum.
Fyrstur til að fá orðuna var Karl August Ferdinand von Brocke hershöfðingi sem var heiðraður fyrir að hætta lífi sínu og leiða menn sína til sigurs gegn herdeildum Napóleons í apríl árið 1813.
Upphaflega var hugmyndin sú að Járnkrossinum skyldi úthlutað í stríðinu gegn Napóleon en heiðursmerkið var aftur tekið í notkun af Vilhjálmi 1. árið 1870, Vilhjálmi 2. 1914 og Adolf Hitler 1939.
Járnkrossinn var fyrsta heiðursmerkið sem mátti veita hermönnum af öllum tignum.
Algengastur var Járnkross af annarri gráðu en fyrir miklar hetjudáðir var Járnkross af fyrstu gráðu veittur.
Með tímanum dvínaði gildi Járnkrossins sem stöðutákn enda var honum dreift út um allt; sem dæmi hlutu um helmingur um 11 milljóna hermanna Járnkrossinn í fyrri heimsstyrjöldinni – flestir fyrir að vera til staðar í bardaga.
Meðal þeirra var Adolf Hitler sem seinna útlutaði um 4,5 milljón Járnkrossum af annarri gráðu og 300.000 af þeirri fyrstu í síðari heimsstyrjöldinni.
Fræg heiðursmerki:
Victoria Cross (Stóra-Bretland)
Fyrir hugrekki í návist óvinar.
Medal of Honor (BNA)
Fyrir hugrekki í bardaga.
Honour de Legion (Frakkland)
Fyrir langa og dygga þjónustu.