Fyrstu Bretarnir voru þeldökkir

DNA-greiningar leiddu af sér endurgerð hins 10 þúsund ára Cheddar-manns með dökka húð, hrokkið hár og blá augu.

BIRT: 03/08/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hrokkið hár, blá augu og dökk húð. Fyrstu Bretarnir voru afar ólíkir núverandi íbúum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar DNA-rannsóknar.

 

Þetta gildir allavega um Cheddar-manninn, en það nafn hefur um 10 þúsund ára gömul beinagrind sem fannst í Cheddar Gorge í Somerset í Englandi.

 

Þessi nýja þekking birtist í rannsókn sem Mark Thomas, prófessor í þróunaerfðafræði, gerði í samstarfi við Náttúruminjasafnið í London.

 

Greiningin sýnir að Cheddar-maðurinn tilheyrði ættflokki veiðimanna og safnara sem breiddist út í Evrópu eftir lok síðustu ísaldar eða fyrir um 11.000 árum.

Ljós húð kom seinna

Húðlitur ákvarðast ekki af einu geni heldur fleirum og þau eru ýmsum litningum. Sú ljósa húð sem er algeng í Norður-Erópu í nútímanum virðist hafa komið síðar til sögunnar og þá til að drekka í sig meira af útfjólubláum geislum sólar, sem hjálpa líkamanum að mynda D-vítamín.

 

Samkvæmt öðrum kenningum vann ljósa húðin á vegna þess að matjurtir gáfu ekk af sér nóg af D-vítamíni.

 

Blá augu – meira kynlíf

Blá augu Cheddar-mannsins koma ekki á óvart þar eð sá eiginleiki hefur fundist í beinagrindum á Spáni, Ungverjalandi og Lúxembúrg.

 

Eitt genaafbrigði þarf til að mynda blá augu og vísindamenn álíta ekki að það hafi neina beina þýðingu.

 

Sennilegra er talið að blá augu hafi haft kynferðislegt aðdráttarafl.

BIRT: 03/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is