Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Við tengjum siðblint fólk oft við morð og ógnandi hegðun. En eru einhver þeirra fær um að lifa alveg eðlilegu rólegheitalífi?

BIRT: 18/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Samviskulausir, tillitslausir, stjórnsamir og lausir við samkennd. Ekki er hægt að segja að það séu beinlínis hrósyrði sem við notum til að einkenna siðblinda.

 

Siðblindir eru iðulega árásargjarnir, ofbeldishneigðir, hvatvísir og ófyrirleitnir. Þetta er m.a. gefið til kynna í þeirri staðreynd að siðblindum er 20-25 sinnum hættara við að lenda í fangelsi en venjulegu fólki. Sem dæmi má nefna að 20% fanga í bandarískum fangelsum eru með siðblindugreiningu.

 

Því ber þó að halda til haga að siðblindir eru ekki allir morðingjar eða ofbeldishneigðir glæpamenn. Sumir þeirra laga sig að reglum samfélagsins og öðrum getur sýnst þeir hafa náð góðum árangri í lífinu. Samviskulausa og frekjulega hegðunina geta þeir m.a. notfært sér til að komast til metorða á sviði viðskipta og margir siðblindir eru hátt settir á sínu sviði.

 

Yfirmaðurinn er siðblindur

Vísindamenn telja að á bilinu 1,2-4,5% fullorðinna einstaklinga séu siðblindir en hlutfallið hækkar verulega sé einungis litið til fólks í valdastöðum, svo sem stjórnenda, lögmanna og skurðlækna.

 

Hegðun siðblindra á rætur að rekja til þroskagalla í heila og fyrir vikið reynist þeim erfitt að lifa alveg eðlilegu lífi, líkt og við á um fólk sem haldið er geðklofa eða öðrum geðrænum veikindum. Margir siðblindir eiga erfitt með að mynda náin tengsl við aðra, m.a. sökum þess að þeir geta ekki fundið til samkenndar með öðrum, hafa tilhneigingu til að svíkja aðra, sér sjálfum í hag og ljúga mikið.

BIRT: 18/01/2023

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is