Getur vatn brunnið?

Það er ákveðin ráðgáta fyrir mér að vatn skuli ekki geta brunnið. Í vatni er vetni – eitt allra eldfimasta efnið – og súrefni sem einmitt er nauðsynlegt fyrir bruna.

BIRT: 22/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Frá sjónarhóli efnafræðinnar má skilgreina bruna sem ferli þar sem efni myndar efnasamband við súrefni (O2). Þegar vetni (H2) brennur, myndast þannig efnasambandið H2O, sem sagt vatn og vatnið er þannig afurð vetnisbruna.

 

Þess vegna má segja að vatn geti ekki brunnið vegna þess að bruninn hafi þegar átt sér stað. Það er þó ekki aðeins vetni sem er þegar brunnið.

 

Súrefni á mjög auðvelt með að mynda efnasambönd með öðrum efnum og nær allt ólífrænt efni á jörðinni hefur einhvern tíma tengst súrefni. Langflestir málmar finnast einungis í súrefnissamböndum og í jarðvegi, grjóti og bergi eru súrefnisrík málmsambönd.

Þessi efni geta ekki brunnið vegna þess að þau eru þegar komin í efnasambönd með súrefni og í því tilliti má líta á þau sem eins konar ösku.

 

Vatn hefur svo þann sérstaka eiginleika að geta slökkt eld. Það stafar bæði af því að vatn getur ekki brunnið og svo því að vatn hefur einstaka hæfni til að drekka í sig hita.

 

Það krefst mikillar orku að hita vatn og sú orkusöfnun stelur hita úr brunanum. Hitastigið fellur niður fyrir þær 400-500 gráður sem þarf til að viðhalda brunanum og eldurinn slokknar þess vegna.

BIRT: 22/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.