Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Dauðinn var aldrei langt undan þegar Edgar Allan Poe átti í hlut. Þessi bandaríski sakamála- og hrollvekjuhöfundur fann upp hryllingssögu nútímans, jafnframt því sem hann missti alla þá sem voru honum kærir. Ástæður ótímabærs andláts hans sjálfs eru enn óleyst ráðgáta.

BIRT: 18/03/2024

Hann var rekinn úr hernum vegna spilaskuldar, gekk að eiga 13 ára gamla frænku sína og var guðfaðir Sherlocks Holmes. Lesið um Edgar Allan Poe, rithöfundinn og ljóðskáldið sem fann upp hina fullkomnu hrollvekju.

Bláa bókin

Nafn: Edgar Allan Poe

 

Fæddur: 1809  

 

Látinn: 1849

 

Þekktur fyrir: Að kynna fyrstur allra til sögunnar nútímalegan leynilögreglumann í bókmenntum og enn fremur óhugnanlegar hrollvekjur.

 

Vissir þú…: Að dagblaðið New York Evening Mirror greiddi Edgar Allan Poe aðeins níu Bandaríkjadali (rúmlega 40.000 íslenskar krónur á núvirði sem þóknun fyrir ljóðið „Hrafninn“ sem varð til þess að Poe sló í gegn sem skáld?

Edgar Allan Poe skapaði sér nafn í bókmenntasögunni fyrir nýjungar á sviði hrollvekjubókmennta og einnig fyrir persónu sína, leynilögreglumeistarann Dupin sem sagt er að Sherlock Holmes sé byggður á.

Hvernig var æska Edgars Allans Poe?

Edgar Allan Poe kom í heiminn í Boston árið 1809 og voru foreldrar hans farandleikarar. Hann var ekki ýkja gamall þegar bera fór á áhuga hans á myrkum hliðum lífsins en sá áhugi fylgdi honum alla ævi, auk þess að skína stöðugt í gegn í drungalegum verkum hans.

 

Ástæða þessa var sennilega ekki hvað síst sú að móðirin lést af völdum berkla árið 1811. Þegar hún lést hafði drykkfeldur faðir drengsins þegar yfirgefið fjölskylduna og tveggja ára gamall drengurinn var aleinn í heiminum.

 

Vinnufélagar móðurinnar í leikhúsinu sáu til þess að drengurinn kæmist í fóstur hjá tóbakskaupmanninum John Allan og eiginkonu hans, Frances en þau hjónin voru frá Richmond. Fyrst í stað virtist lánið leika við Poe. John Allan var vel efnaður og fjölskylduna skorti ekkert.

 

Hins vegar komu brestir í samband hans við fósturföðurinn þegar Poe fór að vaxa úr grasi. John Allan hafði séð fyrir sér að Poe tæki við rekstri fyrirtækisins, nokkuð sem ungi maðurinn hafði ekki minnstu löngun til að gera, því ljóðlist og bókmenntir áttu hug hans allan.

 

Þegar Poe var 17 ára að aldri hóf hann nám í tungumálum og bókmenntum við háskólann í Virginíu. Skólafélagar hans tilheyrðu efnuðustu fjölskyldum fylkisins sem varð til þess að pilturinn tamdi sér óhóflega lifnaðarhætti félaganna og vasapeningarnir sem honum voru úthlutaðir nægðu engan veginn til að standa straum af eyðslu hans.

 

Aðeins einu ári eftir að Poe hóf námið var hann rekinn úr háskólanum fyrir að steypa sér í umtalsverðar spilaskuldir. John Allan varð öskureiður og neitaði að styrkja Poe fjárhagslega lengur.

„Ekkert viðfangsefni í gjörvöllum heiminum er ljóðrænna en andlát fagurrar konu“.
Sagði Edgar Allan Poe þegar eiginkona hans og frænka lést ung að árum.

Poe skráði sig örvæntingarfullur í herinn árið 1827 undir dulnefninu Edgar A. Perry, aðallega til að villa um fyrir lánardrottnum sínum. Á meðan Poe gegndi herþjónustu í Charleston í Suður-Karólínu dundi ógæfan enn og aftur yfir í lífi hans þegar fósturmóðir hans, Frances, lést.

 

Hvenær byrjaði Edgar Allan Poe að skrifa?

Tveimur árum eftir andlát fósturmóðurinnar orti Poe ljóðið sem síðar meir átti eftir að hljóta heitið „Aleinn“, þar sem hann yrkir um sorg sína og einmanaleikann. Síðar meir lýsti Poe, alveg niðurbrotinn, andláti Francesar sem „missi sem aldrei yrði unnt að komast yfir“.

 

Þegar hér var komið sögu hafði Poe gefið upp á bátinn alla drauma um frama innan hersins eða ef satt skal segja þá hafði herinn gefist upp á honum sökum vanrækslu við námið. Fósturfaðirinn, John Allan sem hafði sýnt unga manninum náð sína og greitt fyrir nám hans í herskólanum West Point, hætti nú endanlega að styrkja fóstursoninn.

 

Árið 1833 sendi Poe smásöguna „Handrit sem fannst í flösku“ til vikublaðsins Baltimore Saturday Visitor og hlaut fyrir það 50 Bandaríkjadali að launum. Tveimur árum síðar var hann ráðinn sem ritstjóri tímaritsins Southern Literary Messenger, þar sem hann gat sér gott orð sem gagnrýnandi og rithöfundur.

 

Hann missti þá vinnu hins vegar, sennilega sökum óhóflegrar áfengisdrykkju annað kastið. Edgar Allan Poe hélt þess vegna til New York þar sem ritferill hans smám saman fór að þróast yfir í það sem við þekkjum í dag.

 

Er Edgar Allan Poe faðir sakamálasagnanna?

Þegar Edgar Allan Poe ritaði smásöguna „Morðin í Rue Morgue“ kynnti hann til sögunnar persónuna C. Auguste Dupin og þar með breyttist bókmenntaheimurinn í eitt skipti fyrir öll.

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

 

 

Lestu meira

Dupin er skarpgreindur lögreglumaður sem beitir rökfærslu og hárbeittum greiningum til að draga ályktanir um sakfellandi sönnunargögn gegn þeim brotlegu. Smásagan birtist árið 1841 í tímaritinu Graham’s Magazine sem Poe ritstýrði og lesendurnir gátu gleymt sér við lestur á sögunni sem kölluð hefur verið fyrsta leynilögreglusaga heims.

 

Rithöfundurinn Arthur Conan Doyle fékk svo mikinn áhuga á aðalpersónunni að hann byggði síðar meir leynilögreglumann allra tíma, Sherlock Holmes, á Dupin. Conan Doyle skrifaði að „Edgar Allan Poe hefði gert meira en nokkur annar til þess að móta glæpasögur sem bókmenntagrein“.

 

Innblásturinn að persónu Poes var fenginn að láni frá einum litríkasta persónuleika þess tíma: François-Eugène Vidocq.

 

Vidocq þessi var svokallaður smáglæpamaður á sínum tíma, slagsmálahundur og óþokki sem þekktist jafnframt undir heitinu Villisvínið og varði jafnlöngum hluta ævinnar innan fangelsismúranna sem utan þeirra.

 

Þegar maðurinn varð 35 ára gamall fékk hann sig fullsaddan af lífinu röngu megin við lögin og næstu árin beitti hann skarpri greind sinni í að verða einn fremsti afbrotafræðingur Frakklands og rannsóknarlögreglumaður, sem sé fyrirmynd skáldsagnapersónunnar Dupins.

 

Hvernig sló hann í gegn?

Edgar Allan Poe var iðinn við skriftir og honum tókst að fást við ýmsar bókmenntagreinar í sínu allt of stutta lífi: Ljóðlist, fagurbókmenntir, gagnrýnar ritgerðir og ritdóma.

 

Hann varð aðallega þekktur og í raun alræmdur, fyrir hið síðastnefnda. Samtímahöfundar á borð við Charles Dickens og Nathaniel Hawthorne hlutu einkar slæma útreið hjá honum sem gerði það að verkum að farið var að uppnefna hann „Tomahawk Man“ (axarmanninn).

Edgar Allan Poe samdi sögur sem vöktu ugg

Aðalsmerki Poes voru hryllingssögur. Fimm þekktustu verk hans fjölluðu um óttann við hið óþekkta og léku tvífarar, geðsjúklingar og draugar aðalhlutverkin í skáldskap hans.

Frásögn Arthurs Gordons Pym (1838)

Ungur maður lendir í varasömum ævintýrum úti á sjó. Bókin er álitin vera ein fyrsta vísindaskáldsagan og Jules Verne var svo einlægur aðdáandi Poes að hann samdi framhald af sögunni.

Fall Usher hússins (1839)

Smásaga þessi fjallar um nafnlausan sögumann sem heimsækir vin sinn í húsi sem er komið að hruni. Þar verður hann vitni að andlegri og líkamlegri hnignun vinarins og tvíburasystur hans.

Morðin í Rue Morgue (1841)

Leynilögreglumaðurinn C. Auguste Dupin leysir dularfullt morðmál í París sem felur í sér hryllilegan morðstað og sökudólg sem kemur á óvart. Smásaga þessi markaði fæðingu sakamálabókmennta.

Hjartað sem leysti frá skjóðunni (1843)

Saga þessi er meðal þeirra skuggalegustu úr smiðju Poes. Maður nokkur sem framið hefur morð er þjakaður af samviskubiti og heyrir stöðugt hjartslátt hins látna sem að lokum leiðir hann út í geðveiki og fær hann til að játa verknaðinn.

Hrafninn (1845)

Þekktasta verk Edgars Allans Poe. Ljóðið fjallar um syrgjandi mann sem talandi hrafn leitar uppi. Hrafninn hrekur hann á barm örvæntingar með þeim afleiðingum að hann missir tökin á veruleikanum.

Háðsleg ummæli hans um aðra voru þó ekki það eina sem frá honum kom. Poe var jafnframt þekktur fyrir að vera framsýnn ritstjóri, með djúpstæða þekkingu á bókmenntum sem gaf nýjum hæfileikaríkum höfundum tækifæri til að komast að með efni í dálkum tímaritsins.

 

Sjálfur sló hann í gegn árið 1845 þegar hann gaf út söguljóð sitt „Hrafninn“ sem birtist í fyrsta sinn 29. janúar það ár í dagblaðinu New York Evening Mirror. „Hrafninn“ fjallar um mann sem er í þann veginn að bugast af sorg eftir að hafa misst sína heittelskuðu, Lenóru.

 

Eina langa svefnlausa nótt fær hann talandi hrafn í heimsókn sem hrekur hann út í algera örvæntingu með því að vísa á bug öllum vongóðum spurningum hans með svarinu „nevermore“ (aldrei meir). Þetta öfluga og hugljúfa ljóð seldist strax eins og heitar lummur og tryggði þar með Edgar Allan Poe öruggan sess í bókmenntasögunni.

 

Frægðin hafði aftur á móti enga auðlegð í för með sér. Poe fékk einungis níu Bandaríkjadali í þóknun fyrir „Hrafninn“ sem samsvarar rúmlega 40.000 íslenskum krónum á núvirði.

 

Það sem enn verra var samt sem áður, var að ljóðið virtist fela í sér spádóm um enn sorglegri atburð í lífi Poes en með því er átt við andlát eiginkonu hans.

 

Kvæntist Edgar Allan Poe frænku sinni?

Skipulögð frændsemishjónabönd voru ekki óalgeng á dögum Poes, þar sem slíkt taldist vera hagkvæm leið til að halda fjármunum og landareignum innan fjölskyldunnar.

 

Betri borgararnir fitjuðu hins vegar upp á trýnið þegar Edgar Allan Poe gekk að eiga frænku sína, Virginíu Clemm. Virginía þessi var aðeins 13 ára gömul en Poe 27 ára. Virginía laug fyrir bragðið til um aldur sinn og á vígsluvottorðinu kom fram að hún hefði sagst vera 21 árs.

Poe var miður sín af sorg þegar ung eiginkona hans lést af völdum berkla. Hann leiddist út í síaukna misnotkun á morfíni og áfengi.

Þeir sem þekkja Poe og verk hans vel telja að hjónabandið hafi einungis verið hagkvæmnisráðstöfun og að hjónakornin hafi lifað saman í friðsamlegu hjónabandi án nokkurs holdlegs samneytis, nánast sem bróðir og systir. Aðrar heimildir herma að Edgar Allan Poe hafi verið yfir sig ástfanginn af Virginíu og að hún hafi verið stóra ástin í lífi hans.

 

Eitt er þó víst að Edgar Allan Poe lýsti Virginíu af eindæma hlýju. Í bréfum sínum lýsti hann henni sem „sinni heittelskuðu“ og „ástinni í lífi sínu“ og lýsti jafnframt yfir skelfilegum áhyggjum af heilsufari hennar þegar hún byrjaði að hósta upp blóði í kringum árið 1845. Tæringin, öðru nafni berklar, voru í þann veginn að hrifsa í burtu þriðju manneskjuna sem Poe unni af öllu hjarta.

 

Edgar Allan Poe lýsti síðar meir þjáningum Virginíu á þann veg „að blætt hafi nánast daglega úr lungum hennar“.

 

Hún varð í auknum mæli háð morfíni og öðrum kvalastillandi lyfjum og 30. janúar 1847 lést Virginía, aðeins 24 ára að aldri.

 

Í bréfi sem hann ritaði skömmu eftir andlátið sagði hann andlát hennar „hafa gert sig geðveikan á köflum en inn á milli hafi skelfileg skynsemi hrjáð sig“.

 

Þjáðist Edgar Allan Poe af geðveilu?

Edgar Allan Poe jafnaði sig aldrei á dauða Virginíu og árin eftir andlátið fór hann í auknum mæli að leita á náðir Bakkusar og ánetjaðist jafnframt ópíumdropum sem notaðir voru sem verkjalyf í þá daga.

 

Neyslan fór illa með heilsu hans sem var bágborin fyrir. Edgar Allan Poe hafði aldrei hlotið sjúkdómsgreiningu á okkar tíma mælikvarða en sjálfur lýsti hann heilsufari sínu „sem veilu“ og í bréfum sínum og dagbókum telur hann upp ýmsa kvilla, allt frá ofskynjunum og ofsóknarkennd yfir í hósta, andnauð og brjóstverki.

„Allt sem við sjáum eða höldum er ekki annað en draumur í draumi“.
Draumar og martraðir skipta sköpum í mörgum af verkum Poes.

Ýmsar sérfræðingar nútímans hafa gert sér far um að „fjarsjúkdómsgreina“ Poe með hliðsjón af samtímalýsingum. Þeir þykjast geta greint einkenni á borð við þunglyndi og sumir kunnáttumenn um líf skáldsins eru jafnframt þeirrar skoðunar að hann kunni að hafa þjáðst af geðhvarfasýki.

 

Síaukin neyslan hefur að öllum líkindum dregið Edgar Allan Poe til dauða, allt of ungan, á þann undarlega hátt sem raun ber vitni.

 

Hvert var banamein Poes?

Í sjúkraskrám er andlátinu lýst sem „congestion of the brain“ (heilateppu) sem læknar þess tíma notuðu yfir „óþekkt banamein“ og fyrir vikið er dánarorsök Poes enn óþekkt.

 

Vangaveltur hafa verið uppi um allt mögulegt, frá áfengiseitrun og heilablæðingu yfir í kóleru, ofskammt og jafnvel hundaæði. Poe fannst liggjandi meðvitundarlaus úti á götu í Baltimore 3. október 1849, eins og umrenningur til fara og algerlega auralaus.

 

Læknarnir fengu aðeins ruglingsleg og samhengislaus svör þegar þeir spurðu um líðan hans. Hann lést fjórum dögum síðar, hinn 7. október árið 1849, aðeins fertugur að aldri.

 

Árið 1999 kom fræðimaðurinn Albert Donnay fram með nýja kenningu, nefnilega þá að Poe hafi fengið hlýgaseitrun. Gaseldavélar og -lampar voru algeng sjón í húsum á 19. öld og slík tæki gátu haft í för með sér kolsýringseitrun ef brennslan í þeim gekk ekki rétt fyrir sig.

 

Donnay taldi að einkenni Poes, þegar hann fannst í Baltimore, sem sé vankaður, með ofskynjanir og að lokum meðvitundarlaus, gæfu til kynna að hann hefði hlotið kolsýringseitrun. Ekki hefur þó tekist að leiða sönnur á þessa tilgátu.

Edgar Allan Poe lést einungis 40 ára gamall. Leiði hans er í dag mjög vinsæll áfangastaður aðdáenda hryllingssagna.

Edgar Allan Poe var borinn til grafar í Westminster Hall and Burying Ground, kirkjugarði og fyrrum kirkju sem stendur við West Fayette Street númer 519 í borginni Baltimore í Maryland-fylki. Þar hvílir einnig hin unga eiginkona hans, Virginía Clemm.

 

Hver voru eftirmæli Edgars Allans Poe?

Edgar Allan Poe var ekki einatt maðurinn á bak við fyrstu sakamálasögu bókmenntanna, heldur kynnti hann jafnframt fyrstur til sögunnar ýmsar nýjungar sem síðar áttu eftir að verða ómissandi þættir í glæpasögum, ævintýrum og hrollvekjum.

 

Í smásögunni „Gullsmiðurinn“ frá árinu 1843 þarf aðalhetjan m.a. að leysa dulkóðuð skilaboð, svo og dulmálslykla, til að geta fundið falinn fjársjóð sem tilheyrði hinum illræmda Kidd skipstjóra.

 

Sú hugmynd að láta gátur og aðrar vangaveltur knýja fram atburðarásina í frásögninni var nýjung á tímum Poes sem átti eftir að njóta mikilla vinsælda framvegis í glæpasögum og ævintýrum.

 

Í „Ráðgátunni um Marie Rogêts“ notaði Edgar Allan Poe raunverulegan atburð sem innblástur, þegar hann ritaði um Mary Rogers, unga konu sem fannst látin í New York árið 1841.

 

Lögreglunni tókst aldrei að upplýsa málið. Poe breytti söguþræðinum og lét söguna gerast í París, þar sem hinn hugvitssamlegi leynilögreglumaður Auguste Dupin upplýsti málið.

 

Þessi aðferð, að byggja skáldverk á raunverulegum atburðum, hefur oftsinnis verið notuð í sakamálaskögum allar götur síðan.

 

Margir rithöfundar, allt frá Jules Verne yfir í Fjodor Dostojevskí, hafa lýst því yfir á opinberum vettvangi að þeir standi í þakkarskuld við Edgar Allan Poe. Færri vita sennilega að Poe hafði enn fremur áhrif á sígilda tónlist en þess má geta að rússneski píanóleikarinn og tónskáldið Sergej Rakmanínov samdi árið 1913 sinfóníu sem byggir á ljóði Poes „Klukkurnar“ frá árinu 1849.

Lestu meira um ævi Edgars Allans Poe:

Jeffrey Meyers: Edgar Allan Poe – His Life and Legacy, Cooper Square Publishers Inc., U.S., 2000

 

Peter Ackroyd: Poe – A Life Cut Short, Vintage Publishing, 2009

 

HÖFUNDUR: SEBASTIAN RELSTER

© Mikkel Skov Benediktson, Midjourney, Shutterstock,© Mathew Benjamin Brady/U.S. National Archives,© Harry Clarke,© A.D. McCormick,© Harry Clarke,© Aubrey Beardsley,© Arthur Rackham,© Gustave Doré,© eapoe.org,© Andrew Horne, Wikimedia Commons

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is