Frá sjöunda áratugnum síðustu aldar hafa vísindamenn reynt að skapa vistvænar aðstæður í hafinu svo hægt sé að búa þar til lengri tíma. Beinn aðgangur að sjónum frá rannsóknastöð neðansjávar mun gera það auðveldara að kanna höfin sem þekja um 70 prósent af yfirborði jarðar.
Í dag er aðeins ein virk neðansjávarstöð, en fleiri eru á leiðinni.
Áætlað er a sú fyrsta verði tilbúin árið 2025 sem mun veita okkur betri skilning á fjölbreyttu dýra- og plöntulífi hafsins.
Aquarius Reef Base
Geimfarar búa í Aquarius Reef Base í allt að þrjár vikur í senn til að venja sig við þröngar aðstæður úti í geimnum.
Geimfarar æfa í Flórída-stöð
Á 19 metra dýpi undan Florida Keys í BNA liggur Aquarius Reef Base sem var vígð árið 1986 og er um þessar mundir eina virka rannsóknarstöðin.
Stöðin er á stærð við strætisvagn og búin m.a. eldhúsi, sex kojum, loftræstingu og wi-fi.
Meira en 120 vísindaleiðangrar hafa heimsótt Aquarius Reef Base sem m.a. er nýtt við hvers konar hafrannsóknir, prófun á nýrri tækni og þjálfun geimfara.
Það var nú síðast árið 2021 sem geimfarar NASA dvöldu þar til að búa sig undir þröngar og krefjandi aðstæður í geimnum.
Proteus
Proteus á að koma fyrir á 18 metra dýpi í sjónum í kringum Curaçao í Karíbahafi.
Rannsóknarstöð tilbúin árið 2025
Fabien Cousteau – barnabarn hins heimsfræga Jacques Cousteau – fyrirhugar að byggja 345 fermetra neðansjávarrannsóknarstöð sem á að verða tilbúin árið 2025.
Proteus, eins og rannsóknarstöðin nefnist, er með pláss fyrir tólf vísindamenn og verður m.a. búin með neðansjávargróðurhúsi.
Fabien Cousteau hefur þrívíddarskannað sex ferkílómetra af hafsbotninum við Curaçao í Karíbahafi til að finna heppilegustu staðsetninguna fyrir fimm stoðir Proteusar.
Þegar neðansjávarrannsóknarstöðin er tilbúin geta vísindamenn dvalið þar mánuði í senn og rannsakað dýra- og plöntulíf í návígi.
Embrance Rinda
Skýjakljúfur sem safnar salti á að draga úr seltustigi sjávar við heimskautið þannig að sjórinn frjósi auðveldar og myndi ís.
Skýjakljúfur á að bjarga ís norðurskautsins
Hafísinn umhverfis norðurskautið hverfur með ógnvænlegum hraða. Kínverskt arkitektateymi hefur því þróað hugmyndina um fljótandi skýjakljúf sem fjarlægir salt úr heimskautasjónum og endurskapar þannig hverfandi íshellur.
Salt lækkar frostmark sjávar og með því að draga úr seltunni í sjónum gegnum ferli sem nefnist viðsnúið himnuflæði, getur sjórinn á norðurskautinu auðveldar frosið.
Undir sjávarborði nær stöðin sem líkja má við marglyttu, yfir nokkrar hæðir, m.a. með rannsóknarstöð og íverustað fyrir gesti sem koma í heimsókn.
Sea Orbiter
Neðri hliðin á Sea Orbiter verður m.a. búin svonefndri „moon pool“ sem veitir auðveldan aðgang að hafinu fyrir kafara og kafbáta.
Siglandi uggi þverar úthöfin
Hið 51 metra háa farartæki Sea Orbiter er ennþá einungis á teikniborðinu en fyrirhugað er að það muni sigla um heimshöfin sem fljótandi rannsóknarstöð.
Í minnst sex mánuði eiga 18 – 22 manns að vera um borð í þessu farartæki sem er ætlað að rannsaka áhrif sjávar á loftslagið.
Sea Orbiter mun að hluta til ná langt undir sjávarborð. Stjórnstöð og sameiginlegt búsvæði verður að finna í efri hlutanum meðan káetur vísindamanna verða undir sjávarborði. Neðst mun svokölluð „moon pool“ veita köfurum beinan aðgang að hafinu.