MR-skannar eru mikilsverð tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk um allan heim. Þessi gerð skönnunar gerir kleift að greina breytingar á samsetningu í vefjum líkamans og getur m.a. komið að haldi við að finna æxli í heila eða sköddun á liðum eða mjúkum vef.
En þegar þarf að beita aðdrætti til að skoða smáatriði í heila og starfsemi heilafrumna, eru MR-skannar ekki það sem menn myndu helst óska sér.
Nú hafa vísindamenn hjá Duke-smásjárgreiningarmiðstöðinni í Norður-Karólínu í BNA þó gert vissa breytingu á þessu.
Þeir hafa á síðustu 40 árum unnið að áframhaldandi þróun MR-skanna og búið hann miklu öflugri segli, sterkari spólum og tölvubúnaði sem fer langt fram úr eldri gerðum. Árangurinn þykir sláandi. Skannamyndirnar eru nefnilega orðnar 64 milljón sinnum skarpari en þær sem hefðbundinn MR-skanni skilar.
Fyrstu músarheilarnir
Vísindamennirnir hafa enn ekki prófað nýju tæknina á mönnum, heldur aðeins músum en myndirnar lofa góðu. Þær eru ofurskarpar og gera mögulegt að skoða heilann og allar taugatengingar í návígi.
„Þetta skapar alveg nýja möguleika. Nú getum við skoðað taugasjúkdóma á algerlega nýjan hátt,“ segir Allan Johnson hjá Dukeháskóla en hann veitir rannsóknunum forstöðu.
Þegar búið er að skanna heilann er unnt að skoða vefinn nánar með sérstakri smásjáraðferð. Slíkar smásjármyndir eru skoðaðar í gegnum hefðbundinn MR-skanna sem hentar vel til að veita nákvæma yfirsýn yfir heilafrumur og tengibrautir þeirra.
Samspil þessara tveggja tækniþátta gera vísindamönnunum kleift að fylgjast með því hvernig tilteknir hópar frumna þróast með tímanum.
Þekking á framþróun sjúkdóma getur einmitt reynst mjög gagnleg þegar verið er að ákvarða hversu sjúkdómur á borð við t.d. Parkinson eða Alzheimer sé langt genginn.
Svik leiddu Alzheimer rannsóknir afvega
Falsaðar og villandi rannsóknaniðurstöður hafa seinkað þróun lyfja gegn Alzheimer um 15 ár. Fölsku niðurstöðurnar bentu á eitt stakt prótín sem sökudólginn. Nú kemur í ljós að þetta prótín er miklu frekar til gagns!
Lestu einnig:
En nýir möguleikar vekja nýjar spurningar, að sögn Johnsons. Hann bendir á að líftíma sumra dýra sé unnt að lengja um allt að 25% með tiltölulega litlum breytingum á fæðu og lyfjagjöf en þegar það er gert sé mikilvægt að hafa heilagetuna jafnframt í huga.
„Spurningin er hvort heilinn haldi starfsgetunni, þegar æviskeiðið er lengt. Nú getum við rannsakað það og niðurstöðurnar getum við svo yfirfært á mannfólkið,“ segir hann.