Lifandi Saga

Hitler var mesti hjólaþjófur Evrópu

Í október 1944 skipaði Hitler þýskum hermönnum að gera upptæk mörg þúsund reiðhjól í hersetnum ríkjum. Þýska herinn skorti farartæki og hjólaeigendur í Hollandi, Ítalíu og Danmörku þurftu að gjalda þess.

BIRT: 20/11/2022

Í seinni heimsstyrjöld var fólk mjög háð reiðhjólum því eldsneyti á bíla eða almenningsvagna var af skornum skammti. Það bitnaði því mjög harkalega á öllum almenningi þegar Hitler skipaði svo fyrir þann 6. október 1944 að hinir aðþrengdu hermenn hans skyldu gera upptæk öll reiðhjól í öllum hersetnum ríkjum.

 

Leiftursókn gegn hjólandi fólki

Í Hollandi spruttu þýskir hermenn fram framan við þjóðminjasafnið í Amsterdam. Gegn háværum mótmælum eigendanna voru reiðhjólin rifin af þeim og hermennirnir hjóluðu burt á ránsfengnum.

 

Í Danmörku komu vörubílar að hjólaverslunum í öllu landinu. Vopnaðir hermenn stóðu vörð við dyrnar meðan aðrir hermenn báru öll hjól úr verslunum út á vörubílana.

 

Þjóðverjar í klemmu

Á sama tíma voru reiðhjól frá hinum hersetna hluta Norður-Ítalíu líka á leið til Þýskalands, þar sem her Hitlers skorti nauðsynlega farartæki til að koma hermönnum til vígstöðvanna. Rússarnir voru nú aðeins 600 kílómetra frá Berlín en breskir og bandarískir hermenn höfðu frelsað allt Frakkland og stærstan hluta Belgíu. Mörg þúsund hjólum var stolið í þessari aðgerð.

 

John T. Lauridsen hjá Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn hefur rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að skipun Hitlers hafi komið úr byrginu í Úlfavirkinu í núverandi Póllandi en þaðan stjórnaði Foringinn baráttunni gegn framrás Rauða hersins.

 

Danir sluppu vel

Í Danmörku létu Þjóðverjar nægja að leggja hald á reiðhjól sem enn voru óseld í verslunum. Þeir fóru gætilega vegna þess að þeir vildu ekki lama danskt samfélag með þeim afleiðingum að straumur mikilvægra matvara yfir til Þýskalands stöðvaðist.

Þýskir hermenn bera reiðhjól úr verslun út á vörubíla. Ljósmynd: Konunglega bókasafnið.

Um 400.000 hermenn heyrðu undir hjóladeild fótgönguliðsins síðasta stríðsárið. Ljósmynd: Bundesarchiv, Bild 101I-681-0004-22 / Moosmüller / CC-BY-SA 3.0

Í október 1944 réðu nasistar aðeins yfir Noregi, Danmörku, Hollandi og hluta af Mið-Evrópu suður á Balkanskaga (Rauðlituð svæði).

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jannik Petersen

© Bulgarian Archives State Agency, Nationalmuseet.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Stærsta stöðuvatn heims

Lifandi Saga

Hversu margar aðalbækistöðvar hafði Hitler yfir að ráða?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Grænar hægðir: Þess vegna breytist liturinn í klósettskálinni

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is