Lifandi Saga

Hugsjón fortíðarinnar: Heilbrigð sál í lötum líkama

Líkamsræktarfrömuðir nútímans myndu krossa sig í bak og fyrir ef þeim væri uppálagt að lifa samkvæmt fegurðarstöðlum fortíðarinnar: Föl húð og fituskvap. Litlausar kinnar og „björgunarhringir“ á mjöðmum þóttu vera til marks um heilbrigði og auðsæld.

BIRT: 17/04/2023

Íbúarnir í bænum Stebbing stóðu glápandi á líkfylgdina sem silaðist gegnum þorp þeirra norður af London. Slátrari bæjarins, Jacob Powell, var látinn og kista hans vakti gríðarlega athygli. Mittismál líksins var rösklega fjórir metrar og hvorki meira né minna en sextán manns þurfti til að burðast með geysistóra kistuna í kirkjugarðinn. 

 

Útförin átti sér stað árið 1754 og á þeim tíma þótti vaxtarlag slátrarans ekkert tiltökumál. Öðru nær. Lyktin af kjöti og blóði sem tengdist óneitanlega vinnunni við að slátra og saxa niður kjötskrokka gekk nefnilega undir heitinu „feit lykt“ og var álitin setjast á líkama fólks.

“Er þetta sá sem fær þig til að hlæja?”

Sókrates um stóra kviðinn sinn.

Slátrarinn Powell er sagður hafa vegið 230 kg og skrifaðist þyngdin alfarið á starf hans og þótti bera vott um dugnað hans og atorkusemi. 

 

Hugmyndir okkar um offitu hafa hins vegar gjörbreyst í gegnum tíðina. Þannig töldu Grikkir til forna fitu t.d. vera til marks um heimsku og á miðöldum þótti fituskvap vera óguðlegt. 

 

„Sá sem er þræll maga síns tilbiður sjaldnast guð“, sagði íranska skáldið Saadi á 13. öld. 

 

Á 18. öld komust akfeitir líkamar aftur í tísku en þar með var umræðunni um lögun líkamans engan veginn lokið.

 

Kjörþyngd Egypta sveiflaðist upp og niður

Í Egyptalandi til forna voru grannar konur engan veginn ætíð eftirsóttar. Fornleifafræðingar hafa nefnilega fundið eldgamlar leirstyttur með gríðarstóran barm og breiðar mjaðmir. 

 

Þegar Egyptaland var sameinað undir einum faraó í kringum 3200 f. Kr. komust hins vegar grannir líkamar í tísku. Lágmyndir frá þessum tíma sýna bæði tággrannar konur og menn en hafa ber í huga að ekki er allt sem sýnist.

Grannvaxnir líkamar voru í hávegum hafðir meðal Egypta til forna en engan veginn allir aðhylltust þó þessa ímynd.

Rannsóknir á múmíum Amenófís 3. frá því á 14. öld f. Kr. og Ramses 3. frá 12. öld f. Kr. hafa leitt í ljós að uppþornaðir líkamar þeirra hafa að geyma mörg slyttisleg húðlög sem gefur til kynna að faraóar þessir hafi þjáðst af talsverðri offitu þegar þeir létust. 

 

Hugmyndin um að ákjósanlegt væri að vera grannur virðist þó hafa tekið endurteknum breytingum í Egyptalandi til forna. Stytta frá um 2500 árum f. Kr. sem sýnir byggingalistamanninn að baki Giza-píramídanum, vesírinn Hemíúnú prins, sýnir svo ekki verður um villst að maðurinn var bæði með undirhöku og bungandi hold. Offita á þessum tíma kann mæta vel að hafa gefið til kynna velmegun í landi þar sem almenningur átti á hættu að svelta ef uppskeran brast.

 

Læknir sagði Sókrates vera feitan og heimskan 

Þó svo að Egyptar hafi á mörgum tímabilum kunnað að meta holdugan vöxt þá má segja að Grikkir til forna hafi beinlínis óttast fitukeppina. Styttur af guðum, hetjum og fræðimönnum sýndu granna líkama með reglulega drætti. Grikkir álitu grannt fólk nefnilega vera fallegt og göfugt. 

 

Þessi líkamshugmynd var einkar óheppileg fyrir þekkta heimspekinginn Sókrates (469-399 f. Kr.) sem var lágvaxinn, framstæður og með kartöflunef. Jafnvel vinir hans líktu honum við hinn ófríða, drykkfellda Papposilenos, persónu úr grískum gamanleikjum. Þegar Sókrates lýsti því yfir í einhverri svallveislunni að hann hygðist grenna sig með því að dansa ætluðu vinir hans að rifna úr hlátri.

 

„Eruð þið að hlæja að þessu?“ spurði heimspekingurinn og benti á ístruna sína. 

„Ég kæri mig ekki um mjóa konu með handleggi sem myndu rúmast inni í hringum mínum og með útstæð hné“

Martial, rómverska skáldið 

Læknir að nafni Zopyrus sem uppi var í Alexandríu á 2. öld f. Kr., um það bil 300 árum eftir andlát heimspekingsins, dró þá ályktun út frá vaxtarlagi hans að Sókrates hlyti að hafa verið „einfaldur og heimskur“ og „með konur á heilanum“. Með öðrum orðum, treggáfaður graðfoli. 

 

Til allrar hamingju var offita þó ekki refsiverð í Aþenu, þar sem hann bjó. Á sama tíma tíma og heimspekingurinn var uppi voru feitir þrælar í Spörtu aftur á móti teknir af lífi á almannafæri og eigendunum refsað með vandarhöggum fyrir að gæta ekki eigna sinna betur.

 

Konur án keppa voru álitnar lausar við kynþokka

Rómverjar voru ekki jafn strangir og Egyptar hvað grönnu línuna áhrærði. Í raun réttri máttu konur í Rómarríki helst ekki vera of horaðar. 

 

„Ég kæri mig ekki um mjóa konu með handleggi sem myndu rúmast inni í hringum mínum og með útstæð hné“, ritaði rómverska skáldið Martial í riti um spakmæli frá því um 90 eftir Krist. 

 

Þá þótti að sama skapi vel við hæfi að karlmenn væru eilítið holdugir en slíkt bar vott um velmegun. Sannur maður mátti þó alls ekki vera með of mikið „aukalegt hold“, líkt og gríski læknirinn Sóranus frá Efesus sagði.

Búdda er bæði feitur og mjór

Ólíkt er á milli landa hvernig Búdda er látinn líta út. Indverjar tilbáðu hinn grannvaxna Búdda sem þeir álitu vera meinlætamann án jarðneskra þarfa en Kínverjar aftur á móti kusu að notast við feitvaxinn, glaðlegan mann, því fita var tákn hamingjunnar.

Magri meinlætamaðurinn 
 • Á ferðum sínum um Indland á 6. öld fyrir Krist er Búdda sagður hafa lifað á einu hrísgrjóni á dag. Fasta veitir andlega innsýn og fyrir bragðið eru indversk Búddalíkneski grönn.

 

 • Búddisminn breiddist til Tælands, Tíbet og Kóreu frá Indlandi þar sem alvörugefið andlit Búdda var tákn um andlega, upplýsta veru án jarðneskra þarfa.

 

 • Búdda í m.a. Indlandi og Tælandi er látinn klæðast fábrotnum fatnaði sem táknar í augum Búddatrúarmanna að meinlætalíferni og einfalt líf sé það sem sækjast skuli eftir.
Hamingjan fólst í fitu
 • Búddisminn barst eftir silkileiðinni til Kína á 2. öld eftir Krist. Í augum Kínverja jafngilti skvap hamingju og fyrir vikið var þeirra Búdda látinn vera akfeitur.

 

 • Andstætt við nágranna sína voru Kínverjar ekki feimnir við að láta Búddalíkneskin vera skælbrosandi. Glaðlyndi táknaði að viðkomandi hefði fundið lífshamingjuna, töldu þeir.

 

 • Kínversk Búddalíkneski sitja stundum á táknrænni gullstöng en um er að ræða gamlan kínverskan gjaldmiðil. Eigandinn vonaðist til þess að Búdda færði sér auðævi.

Sóranus stundaði lækningar í Róm á 3. öld og leit feita íbúa borgarinnar hornauga. 

 

„Óeðlileg og aukaleg fita sem og pokar á líkamanum, er bæði ljótt og skammarlegt“, skrifaði Sóranus í aðvörunartón í riti sínu „Um bráðan og þrálátan sjúkdóm“.

 

Rómverjar álitu offitu vera til marks um siðferðisbrest og þeir litu Miðausturlandabúa hornauga, þar sem framámenn lifðu í leti og hámuðu í sig feitan mat með rjóma. Þegar efnamenn í Rómarríki slógu um sig með átveislum snerust þær fyrst og fremst um að ganga í augun á gestunum með framandlegum réttum á borð við gíraffasteikur.

 

Vöðvabúnt byggðu upp samfélagið

Kristni var innleidd í Rómarríki á 4. öld eftir Krist og með þessum nýju trúarbrögðum fylgdi ný og ströng sýn á offitu í Evrópu. Hengi spikið út yfir beltið var það til marks um sóun og í raun synd gegn Guði, sagði Bernharður frá Clairvaux sem lagði grunninn að klausturreglu Sistersíana á 12. öld. Sjálfur lagði meinlætamunkur þessi sér einungis til munns 300 g af þurru brauði á dag. 

 

Henri de Mondeville sem var líflæknir Loðvíks 10. í Frakklandi á 14. öld, sagði samfélagið hafa verið skapað af vöðvastæltum og útiteknum bændum, hermönnum og sjómönnum sem allir stunduðu stranga erfiðisvinnu.

„Sumar konurnar vega 200 kíló og þær hinar sömu eru einmitt eftirlæti konunga og drottnara. Maður trúir vart eigin augum og eyrum“

Adolphe Burdo, belgíski landfræðingurinn, í ferðasögum sínum frá Nígeríuósum á árunum upp úr 1870.

Andstætt við þessa skoðun voru svo „konur, geldingar, dauðyfli og kvenlegir karlar“ sem samkvæmt fræðibók Mondevilles „Skurðlækningar“, frá árinu 1306, voru letingjar. 

 

Til þessa hóps heyrðu jafnframt munkar, fræðimenn og borgarar, „sem verja mestöllum tíma sínum í kyrrlátu lífi í makindum og í skugga“. 

 

Hugmyndin um heilbrigt fólk átti þó enn og aftur eftir að taka breytingum og að þessu sinni kom breytingin úr fremur óvæntri átt.

 

Fitukeppir Lúters geisluðu af lífsþrótti

Umbótasinninn Lúter var grannvaxinn á sínum yngri árum. Lúter var engu að síður þeirrar skoðunar að ríkuleg fæða og drykkur kæmu í veg fyrir depurð og hann var haldinn gífurlegri offitu á efri árum. 

 

Sjálfur var Lúter vel meðvitaður um þessa staðreynd. Skömmu fyrir andlát sitt árið 1546 á hann að hafa sagt: „Nú hyggst ég leggjast í kistu mína og færa ormunum ætan bita“. 

 

Lúter áleit offitu ekki einungis vera af hinu slæma því vænleg fita var óhagganleg og traust en hins vegar væri megurð slæm, staðhæfði hann. Fitukenningar Lúters fengu hljómgrunn um gjörvalla Evrópu og þannig varð til ný tíska: Fölleitir fitukeppir.

 

Þegar flæmski málarinn Peter Paul Rubens mundaði pensilinn árið 1635 og byrjaði að mála „Þokkagyðjurnar þrjár“ skyldu konurnar geisla af lífsþrótti eða líkt og Rubens orðaði það: Fölleitu konurnar þrjár skyldu sýndar „holdugar, viðkvæmar og árennilegar“ og hafðar með „stór og holdmikil“ læri og mjaðmir.

Spánarkonungurinn Filippus 4. festi kaup á málverkinu „Þokkagyðjurnar þrjár“ eftir Peter Paul Ruben en það hangir í dag á Pradó-safninu í Madríd.

Borgararnir á 17. öld létu ekki segja sér tvisvar hvað fitan væri ákjósanleg og sýndu með útkýldum vömbum velmegun sína sem stafaði af þræla- og kryddsölunni.

 

Krydd á borð við pipar og múskat barst frá nýlendunum í Asíu og matreiðslubækur með þessum nýju innihaldsefnum öðluðust miklar vinsældir. Uppskriftirnar fólu að sama skapi iðulega í sér ríkulega notkun á olíu, smjöri og sykri. Á 18. öld þótti magurt fólk vera til marks um „að áhyggjurnar væru að éta það upp innan frá“. 

 

Þess ber þó að geta að ekki allir tóku þátt í fitubylgjunni. Þegar þýski sagnfræðingurinn Johann Winckelmann fór til Rómar árið 1755, til að berja augum fornar styttur, lofsamaði hann vaxtarlag þeirra: „Flatir magar þeirra leiða hugann að manneskju sem hefur sofið rótt og er með meltinguna í lagi“. 

 

Tenging fitu við óheilbrigða lífshætti fékk byr undir báða vængi á 19. öld frá læknavísindunum og heilsusamlegum lífsstíl sem færðist í aukana. Nú áttu allir að fara í megrun.

 

Læknar héldu þrumuræður yfir fituhlunkum

Þegar hinn vestræni heimur fór að vera meðvitaður um að heilsusamlegir lifnaðarhættir leiddu til bættrar heilsu tóku íbúarnir upp heilnæmara líf og fóru á heilsuhæli, ef þeir þyngdust um of. Evrópskum landkönnuðum fannst með ólíkindum að offita skyldi álitin vera af hinu góða í öðrum menningarheimum: 

 

„Sumar konurnar vega 200 kíló og þær hinar sömu eru einmitt eftirlæti konunga og drottnara. Maður trúir vart eigin augum og eyrum“, ritaði belgíski landfræðingurinn Adolphe Burdo í ferðasögum sínum frá Nígeríuósum á árunum upp úr 1870.

Furstar átu sér til óbóta

Ríkasta fólk ríkisins át og drakk eins og það gat en óhóflegt át og drykkja gat orðið fólki dýrkeypt. Sumir af helstu drottnurum sögunnar létust af völdum óhóflegrar offitu.

Faraó hlekkjaður við hægindastól

Faraóinn Ptólemeus 8. var svo mikið fyrir áfenga drykki gefinn að hann fékk gælunafnið „Fyskon“ (bjórvömb). Þegar faraóinn tók á móti sendinefnd frá Róm árið 139 f. Kr. þurfti að bera hann í hægindastól því honum var orðið fyrirmunað að ganga sjálfur.

Keisari át sig til dauða

Keisarinn í Kína, Zhu Gaochi, var orðinn svo leiður á skyldum sínum að hann leitaði sér huggunar í mat. Keisaranum varð iðulega fótaskortur sökum offitu og allt fram að því að hann fékk hjartaáfall árið 1425 þurftu tveir þjónar að styðja hann.

Burtstangarsár jók á þyngdina

Hinrik 8. Bretakonungur, særðist á fæti í burtreiðum og sárið átti eftir að há honum alla tíð. Sýking komst í sárið og fyrir bragðið gat konungurinn sig engan veginn hreyft og þyngdist stöðugt. Þegar Hinrik 8. lést árið 1547 vó hann 145 kg.

Dagurinn hófst með steik og víni

Eitt mesta matargat 19. aldarinnar var Georg 4. konungur Englendinga. Hann snæddi á hverjum morgni tvær steiktar dúfur, þrjár steikur og drakk með heila flösku af hvítvíni. Konungurinn vó 130 kg og svaf uppistandandi til að ná andanum.

Feit fæða og leti hafði í för með sér hægðatregðu og of háan blóðþrýsting, sagði m.a. bandaríski læknirinn John Harvey Kellogg sem stofnsetti morgunkornsfyrirtækið Kellogg’s. Undir lok 19. aldar kynnti heilsufrömuður þessi til sögunnar hugtakið „líffræðilegan lífsstíl“ sem fól í sér sambland af hreyfingu, ölkelduvatni og grænmetisfæðu. 

 

Fólk streymdi að heilsuræktarhótelum, á borð við Kellogg’s Battle Creek heilsuhælið í Michigan í Bandaríkjunum. Þar gátu allt að 5.000 daglegir gestir sem haldnir voru hægðatregðu, japlað á grófu brauði, drukkið ölkelduvatn og stundað hreyfingu í þar til gerðum tækjum. Eitt af æfingatækjunum var útbúið litlum viðarplötum sem bönkuðu á maga gestanna til að hrinda meltingunni af stað.

 

Föl húð á undanhaldi

Meðal gesta á heilsuhælunum var oftar en ekki að finna bandarískar kvikmyndastjörnur og heilsubylgjan barst fljótt til Hollywood. Á kvikmyndatjöldum og í vikublöðunum gátu milljónir áhorfenda dáðst að grannvöxnum kvikmyndastjörnum.

 

Föl húð þótti þó enn eftirsóknarverð, allt þar til franski tískufrömuðurinn Coco Chanel sneri heim úr sumarfríi á 3. áratug 20. aldar, útitekin og sælleg. Chanel svaraði öllum gagnrýnisröddum með því að staðhæfa að útitekin húð væri til marks um heilnæma útivist. 

Ávalar línur og jafnvel gífurleg offita voru áður túlkuð sem kynþokkafull stöðutákn.

Ekki leið á löngu áður en sólböð komust í tísku meðal vestrænna sumargesta og þá má ekki gleyma stæltum, grönnum líkamanum.

 

„Líkami sem fær enga hreyfingu er eins og kyrrstæð tjörn sem fúll vatnagróður safnast fyrir í og dregur hana að lokum til dauða“, mátti lesa í þýskum leikfimileiðbeiningum frá 1920.

 

Eftir miðja 20. öldina var farið að tengja heilsuhraustan líkama við heilbrigða sál. Þá þótti orðið jákvætt að vera með grannan vöxt og útitekinn líkama en segja má að þessi ímynd um hreysti lifi enn þann dag í dag en eigi samt stöðugt undir högg að sækja vegna lifnaðarhátta nútímans, mikillar sykurneyslu, svo og kyrrstöðuvinnu.

 

Hver þorir að spá fyrir um það hvenær hvapkenndur, fölur líkami verður tákn um vellaunað starf á bak við tölvuskjá?

Hér má lesa meira um sögu hins fullkomna líkama:

Christopher E. Forth: Fat: A Cultural History of the Stuff of Life, Reaktion Books, 2019

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Natasja Broström & Andreas Abildgaard

© Richard Maschmeyer/Imageselect. © Tevaprapas Makklay. © Krzysztof Nahlik/Alamy. © Museo del Prado. © American Numismatic Society. © Museum National Palace. © Google Arts & Culture. © Library of Congress. © Scan Google Books; Painting Henry Fuseli.

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Vinsælast

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

4

Tækni

Ferðin að botni hafsins

5

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

6

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Tækni

Ferðin að botni hafsins

4

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

5

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

6

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Vísindamenn hyggjast byggja nýja hraðbraut sem getur fengið bíla til að svífa af stað á allt að 1.000 km/klst. – og á sama tíma flytja loftslagsvænt vetni og rafmagn fyrir grænt orkunet framtíðar. Tæknin er þegar til staðar.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is