Shanghai stofnunin (Shanghai Co-operation Organization -SCO) er evrasísk samstarfsstofnun með áherslu á stjórnmál, hagfræði og öryggi.
SCO var stofnað árið 2001 að frumkvæði Kína, sem er stofnmeðlimur ásamt Rússlandi, Kasakstan, Tadsjikistan, Úsbekistan og Kirgisistan.
Síðar hafa Indland, Pakistan og Íran einnig gengið í bandalagið en Hvíta-Rússland, Afganistan og Mongólía hafa sótt um aðild.
Vladimír Pútín og aðrir þjóðhöfðingjar aðildarlanda SCO hittast á hverju ári á leiðtogafundi sem löndin skiptast á að halda.
Öryggið sett á oddinn
Opinber tilgangur stofnunarinnar er að vinna að öryggi og stöðugleika á svæðum þessara ríkja. Þetta felur til dæmis í sér að berjast gegn hryðjuverkum. Fjármál, viðskipti, varnarmál og orkumál eru einnig áherslumál stofnunarinnar.
Hið nána samstarf hefur m.a. þýtt að lögregla, öryggissveitir og her aðildarríkjanna hafa staðið fyrir nokkrum stórum hernaðaræfingar þvert á landamæri aðildarríkja.
Vestrænir sérfræðingar hafa bent á að SCO sé í meginatriðum tilraun til að halda Bandaríkjunum frá Mið-Asíu og koma á annarri heimsskipan. Óttast er að SCO – en aðildaríkin eru flest upp á kant við Vesturlönd – geti þróast í hernaðarlegt mótvægi við NATO.