Rhesus 0 – einnig kallað „gullna blóðið“ – er sjaldgæfasti blóðflokkur heims.
Blóðflokkum er skipt í fjóra meginhópa: A, B, AB og 0. Tegundirnar ákvarðast fyrst og fremst af svokölluðum mótefnavaka, sem sitja á yfirborði rauðu blóðkornanna.
Fólk með blóðflokk A hefur rauð blóðkorn með A mótefnavaka, en frumur í blóðflokki B bera B mótefnavaka. Blóðflokkur AB hefur báða mótefnavaka og blóðflokkur 0 er algjörlega án AB mótefnavaka.
Blóðflokkunum er skipt frekar út frá hópi mótefnavaka sem kallast rhesus. Meira en 50 mismunandi rhesus mótefnavakar hafa greinst í mönnum, en það er sérstaklega rhesus D sem ákvarðar hvort blóðflokkurinn er rhesus neikvæður eða jákvæður.
Ef þú ert til dæmis rhesus neikvæður ertu ekki með rhesus D í blóðinu en getur alveg haft aðra rhesus mótefnavaka.
Mjög lítill hópur fólks hefur enga rhesus mótefnavaka og því er blóðflokkur þeirra kallaður rhesus 0. Aðeins 43 manns í 14 fjölskyldum eru með rhesus 0.
Manneskjur eru með mismunandi blóðflokka. En af hverju er sú raunin? Eru sumir blóðflokkar betri en aðrir?
Þar sem blóðflokkurinn er algjörlega laus við rhesus mótefnavaka er hann tilvalinn fyrir blóðgjafir og má gefa öllum blóðflokkum. Hins vegar er blóðið best notað fyrir annað fólk í rhesus 0 blóðflokknum. Ónæmiskerfið þeirra tekur ekki við rhesus mótefnavaka og því geta þeir aðeins fengið blóðgjöf frá gullna blóðflokknum.