Hvaðan eru nýársheiti upprunnin?

Fyrir einhverjum 4.000 árum héldu Babýloníumenn fornaldar árlega hátíð til að ávinna sér blessun guðanna. Þetta helgihald hefur síðan þróast yfir í öllu minna hátíðlega nýárshefð.

BIRT: 30/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Bæði nýársfögnuður og fyrstu nýársheitin má rekja aftur til Babýloníumanna fornaldar sem voru uppi fyrir um 4.000 árum, þar sem nú er Írak. Babýloníumenn héldu þó upp á nýár sitt um miðjan mars, þegar þeir fögnuðu akitu – 12 daga löngum hátíðarhöldum til að fagna því að vorið væri gengið í garð og tími kominn til að sá í akrana. 

 

Í slíkum hátíðarhöldum krýndu Babýloníumenn nýja konunga eða staðfestu hollustu sína gagnvart sitjandi konungi með margvíslegum helgisiðum. Þá voru guðirnir einnig fullvissaðir um undirgefni Babýloníumanna sem gerðu með sér sáttmála þar sem þeir hétu guðunum því að verða betri menn á komandi ári.

Rómverjar fögnuðu nýju ári með fórnum og veisluhöldum ásamt fullt af nýársheitum.

Rómverjur fluttu áramótin

Þannig lofuðu þeir því að borga skuldir sínar og skila til baka munum er þeir höfðu fengið lánaða á liðnu ári. Samkvæmt Babýloníumönnum átti slík skilvísi að tryggja þeim velvilja guðanna – ellegar að verða refsað ef þeir sviku heiti sín.

 

Það var síðan Júlíus Sesar sem færði nýársdag til 1. janúar árið 46 f.Kr. Það gerði hann til að heiðra guðinn Janus sem var guð endaloka og upphafs. Rómverjar nýttu daginn til að halda veislur, færa fórnir og lofa Janusi að verða fyrirmyndarborgarar á komandi ári.

BIRT: 30/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © J. Paul Getty Museum

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.