Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Gyðingar voru ekki þeir einu sem nasistar reyndu að útrýma í helförinni. Mikill fjöldi Rómafólks í Evrópu enduðu daga sína í útrýmingarbúðum þar sem þeir voru kerfisbundið myrtir.

BIRT: 12/07/2023

Rómafólk er auðvirðilegt og „óvinir kynþáttahreins ríkis“.
Þannig hljómaði lýsingin á Rómafólki í sérstakri tilskipun sem nasistar bættu við kynþáttalög sín í Nürnberg í nóvember 1935. Þar með var Rómafólkið í raun sett í sama flokk og gyðingar – og því kerfisbundið útrýmt í helförinni.

 

Í upphafi síðari heimsstyrjaldar voru flestir Rómanar í Þýskalandi fluttir til Póllands þar sem þeir máttu sæta þrælkunarvinnu. Þeir sem ekki enduðu líf sitt þar voru sendir í útrýmingarbúðir eins og t.d. Belzec, Sobibor og Treblinka.

Nasistar drápu alla sem skáru sig úr

Gyðingar og Rómafólk voru ekki þeir einu sem urðu fórnarlömb helfararinnar. Nasistar drápu kerfisbundið alla hópa sem pössuðu ekki inn í heimsmynd þeirra um kynþáttahreint Þriðja ríki.

Samkynhneigðir

Fjöldi drepinna: 10.000 – 15.000.

 

Í hugmyndum Hitlers um volduga þýska herraþjóð var ekkert pláss fyrir samkynhneigða sem voru hundeltir, pyntaðir og teknir af lífi. Árið 1936 stofnuðu nasistar ríkisstofnun fyrir baráttu gegn samkynhneigð og fóstureyðingum sem hafði það verkefni að kortleggja og skrásetja alla samkynhneigða.

Fatlaðir og andlega veikir

Fjöldi drepinna: Um 250.000

 

Fólk sem var líkamlega eða andlega fatlað mengaði aríska kynþáttinn að mati nasista. Því voru sett lög 1933 sem leyfðu geldingu allra þeirra sem töldust tilheyra þessum hópi. Í stríðinu stóðu nasistar fyrir miklum kynþáttahreinsunum og drápu um 250.000 manneskjur sem voru fatlaðar eða andlega sjúkar.

Vottar Jehóva

Fjöldi drepinna: Minnst 1.500

 

Meðlimir Votta Jehóva neituðu að viðurkenna annað yfirvald en guð. Þeir vildu því ekki lýsa yfir hollustu gagnvart Hitler, né skrá sig í nasistaflokkinn eða halda í stríð fyrir Þriðja ríkið. Þúsundir Votta Jehóva voru því sendir í útrýmingarbúðir, þar sem þeir báru sérstakt armband með fjólubláum þríhyrningi.

Aðrir voru sendir í svonefndar sígaunabúðir þar sem þeir létust úr hungri og sjúkdómum meðan þúsundir þeirra voru skotnir af dauðasveitum í Austur-Evrópu og í Balkanlöndunum.

 

Samkvæmt beinni skipun frá Heinrich Himmler voru margir Rómanar – á þeim svæðum sem Þjóðverjar hersátu – sendir í útrýmingarbúðirnar Auschwitz-Birkenau eftir desember 1942. Þar voru þeir m.a. notaðir í lyfjatilraunir og drepnir með gasi.

 

Þjóðarmorðið gleymt

Sagnfræðingar vita ekki með vissu hve marga Rómana nasistar drápu í síðari heimsstyrjöldinni. Flestir þeirra telja þó að Þjóðverjar og bandamenn þeirra hafi drepið allt að 500.000 – 1,5 milljón Rómana í Evrópu.

 

Eftir síðari heimsstyrjöldina voru þessir glæpir gegn Rómafólkinu nánast látnir afskiptalausir og ekkert aðhafst vegna þeirra.

Þúsundir af Rómafólki enduðu daga sína í útrýmingarbúðum – m.a. í Belzec.

Þetta þjóðarmorð skipti litlu í réttarhöldunum gegn nasistum og Rómafólksins er ekki minnst í þeim minnisvörðum sem varða fórnarlömb nasista.

 

Útrýming nasistanna á Rómafólkinu – sem sagnfræðingurinn Even Rosenhaft hefur kallað „gleymdu helförina“ var fyrst formlega viðurkennd af Vestur-Þýskalandi árið 1979.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© USHMM,© Vancouver Holocaust Education Centre, © Coreyjo, © United States Holocaust Memorial Museum

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is