Lifandi Saga

Sex milljónir Þjóðverja áttu að deyja: Gyðingar vildu hefna helfararinnar

Þegar dregur að lokum síðari heimsstyrjaldarinnar ákveður hópur gyðinga að endurgjalda nasistum fjöldamorðin. Vopnaðir eitri hyggjast gyðingarnir drepa sex milljónir þýskra borgara og SS-liða.

BIRT: 27/08/2022

Um miðja nótt fjarlægir Leibke Distel varfærnislega gólfborð í bakaríi þar sem hann hefur starfað undanfarna mánuði. 

 

Undir gólfinu eru margar flöskur fullar af samtals 18 kílóum af arsenikpúðri – nóg til að drepa 60.000 manns. Og hinn 23 ára gamli Distel er einmitt staðráðinn í að drepa sem flesta. 

 

Hann tilheyrir herskáum hóp gyðinga sem nefnast Nakam sem hafa svarið þess að hefna fyrir Helförina. Þann 14. apríl 1946 hefur síðari heimsstyrjöldinni verið lokið í næstum eitt ár og nú er tími reikningsskilanna runninn upp. 

 

Varfærnislega lyftir Distel upp hverri flöskunni á fætur annarri og réttir samstarfsmönnum sínum. Þeir hella eitrinu yfir í tvær stórar fötur og blanda vatni. Þegar undirbúningurinn er yfirstaðinn byrja mennirnir þrír að pensla eitrinu gaumgæfilega yfir 3.000 rúgbrauð sem bakaríið hefur bakað fyrir fangabúðir fullar af SS-liðum Hitlers. 

 

Mennirnir pensla einungis rúgbrauðin að neðanverðu þannig að enginn af 15.000 starfsmönnum og vörðum Bandamanna í Nürnberg-búðunum uppgötvi arsenikið sem er bæði lyktar- og bragðlaust. 

Þýskur rannsóknarlögreglumaður og bandarískur liðsforingi kíkja niður í gatið í gólfi bakarísins þar sem Nakam varðveitti eitrið. 

Þegar dagurinn rennur upp þurrka mennirnir öll ummerki eftir sig og Distel gætir þess að brauðunum sé staflað á réttan hátt áður en þau eru flutt út um bakdyrnar. 

 

Nokkru seinna koma flutningabílar sem hvern morgun flytja brauðið frá bakaríinu til fangabúðanna. Enginn tekur eftir nokkru óvenjulegu. 

 

Hver rúgbrauðsstæðan af annarri er sett inn í flutningabílana sem aka síðan áfram inn í fangabúðirnar. Í meira en eitt ár hefur Nakam-hópinn dreymt um þetta augnablik. 

 

Brátt munu böðlarnir sem útrýmdu sex milljónum saklausra gyðinga þola kvalafullan dauðdag. 

 

Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn 

Grunnurinn að Nakam var þegar lagður er síðari heimsstyrjöldin var að fjara út árið 1945. Þúsund ára ríki Hitlers minnkaði dag eftir dag og út úr frelsuðum svæðum streymdu gyðingar sem höfðu lifað hremmingarnar af og söfnuðust saman. 

 

Eftir margra ára þjáningar höfðu flestir einungis krafta til að halda sér á lífi en nokkrir hófu strax að undirbúa hefndaraðgerðir. Þjóðverjar skyldu ekki sleppa svo auðveldlega eftir að hafa framið fjöldamorð á trúfélögum þeirra. 

 

„Fyrir okkur er stríðinu ekki lokið. Við berjumst áfram við Þjóðverja“, var slagorðið í Nakam-hópnum sem sá dagsins ljós þegar í febrúar 1945. 

Ef við þorum að nýta óhefðbundnar aðferðir er mögulegt að ná markmiði okkar

Abba Kovmer, 1945

Nakam er hebreska orðið fyrir „hefnd“ og það var nákvæmlega það sem stofnandi hópsins og leiðtogi, Abba Kovner, óskaði sér. 

 

Þessi heillandi háskólanemi með rússneskar rætur hugði ekki á einhverjar tilfallandi litlar aðgerðir þar sem fáeinir Þjóðverjar myndu láta lífið. 

 

Kovner sá fyrir sér umfangsmiklar aðgerðir og „nauðsynlega hefnd“ eins og hann kallaði það: Allur heimurinn skyldi sjá að morð á gyðingum myndi ætíð leiða af sér hefnd, rétt eins og segir í Biblíunni; Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 

 

„Sex milljónir fyrir sex milljónir. Ef við þorum að nýta óhefðbundnar aðferðir er mögulegt að ná markmiði okkar,“ sagði Kovner við félaga sína í Nakam. 

 

Um 60 gyðingar sem höfðu misst fjölskyldur og vini í ofsóknum nasista gengu til liðs við Nakam vorið og sumarið 1945. Meðlimir urðu brátt sammála um að þessi óhefðbundna aðferð þeirra skyldi felast í að eitra fyrir Þjóðverjum. 

 

Með Kovner í fararbroddi var svokallað Plan A mótað. Markmiðið var að eitra drykkjarvatn í fjórum af stærstu borgum Þýskalands þannig að alls myndu sex milljónir Þjóðverja deyja. 

 

Það að borgarar yrðu í meirihluta fallinna olli Nakam-meðlimum engum áhyggjum – nasistar höfðu heldur ekki hlíft nokkrum manni. 

Gyðingafylkið tók þátt í bardögum gegn þýskum herdeildum á Norður-Ítalíu í apríl 1945. 

Sérsveit útrýmdi Þjóðverjum

Nakam voru ekki einir um að vilja hefna sín á Þjóðverjum. Hermenn frá gyðingafylki Bandamanna létu til skarar skríða. 

Á árinu 1944 skráðu Bandamenn sjálfboðaliða í Palestínu sem þá var breskt stjórnarsvæði. Um 5.000 gyðingar frá Palestínu enduðu með því að gegna herþjónustu í Jewish Brigade Group-gyðingafylkinu.

 

Þegar stríðinu lauk var þessi herdeild stödd á Ítalíu og þar héldu nokkrir hermenn áfram ótrauðir að drepa Þjóðverja. Hermönnunum þótti það óskiljanlegt að Þjóðverjum væri leyft að halda heim án refsinga.

 

Liðsforingjar Bandamanna voru grunlausir um að þessir gyðinglegu hefnendur söfnuðu saman grunuðum stríðsglæpamönnum og óku þeim út í skóga á norðausturhluta Ítalíu. 

Þar voru þýskir hermenn þvingaðir til að játa glæpi sína. Refsingin var aftaka á staðnum. 

 

„Ég man að eitt sinn skipaði ég manni að grafa sína eigin gröf. Í stundarfjórðung mokaði hann meðan ég stóð við hliðina á honum. Þegar holan var orðin nógu stór bað ég hann um að leggjast þar niður. Búmm! Þannig var það“, sagði fylkishermaðurinn Haim Miller sem tók þátt í aftökum. 

 

Aðgerðir gyðingafylkisins áttu sér einkum stað á landamærum Ítalíu og Austurríkis þar sem allt að 300 Þjóðverjar eru taldir hafa verið teknir af lífi sumarið 1945. 

„Fyrir okkur er stríðinu ekki lokið. Við berjumst áfram gegn Þjóðverjum“ Nakam, febrúar 1945. 

„Plan B“ var einnig mótað. Ef ekki tækist að eitra drykkjarvatn stórborga hugðist Nakam leggja til atlögu gegn fangabúðunum við Nürnberg þar sem SS-liðar voru í haldi. En sumarið 1945 var Nakam ennþá einbeittur í því að drepa sex milljónir þýskra borga. Það var þó hægara sagt en gert. 

 

50 kíló enduðu í hafinu 

Framkvæmd „Plans A“ krafðist mikils undirbúnings. Því sendi Kovner í september félaga sína af stað til stórborganna Hamburg, Frankfurt, München og Nürnberg þar sem árásirnar áttu að eiga sér stað. 

 

Nakam-meðlimir sóttu í að fá vinnu við vatnsveitur borganna þannig að þeir gætu útvegað teikningar af leiðslukerfum og rannsakað nákvæmlega hvernig leiða mætti eitrið út í íbúðahverfi, án þess að drykkjarvatn Bandamanna yrði snert. 

 

Meðan böðlar Kovners undirbjuggu aðgerðir í Þýskalandi hélt Nakam-leiðtoginn sjálfur til samfélags gyðinga í Palestínu til þess að útvega eins mikið af eitri eins og aðgerðin krafðist. 

 

Samkvæmt Kovner hjálpaði efnafræðingurinn Chaim Weizmann sem síðan varð fyrsti forseti Ísraels, honum að finna tvo bræður sem gátu útvegað 50 kíló af arseniki. Þátttaka Weizmanns í þessari ráðagerð er þó dregin í efa af sagnfræðingum. 

Chaim Weizmann, með sólgleraugu og svartan hatt, hjálpaði til við að útvega Nakam arsen, að sögn Kovner, en sagnfræðingar efast um það. Árið 1949 varð Weizmann fyrsti forseti Ísraelsríkis.

Óháð þeim efasemdum gat Kovner haustið 1945 ritað vinum sínum í Evrópu að hann væri nú kominn með eitrið og þann 14. desember hélt hann um borð í breska fraktskipið Champollion sem sigldi til Toulon í Frakklandi. 

 

Þessi 50 kg af arseniki voru geymd í sekkjum með 12 stömpum sem að utanverðu virtust innihalda meinlaust mjólkurduft. 

 

Kovner naut í þessari ferð liðsinnis fimm manna frá herskáu neðanjarðarsamtökunum Haganah sem hann hafði náð sambandi við í Palestínu. En þeir gátu ekkert aðhafst þegar falskt nafn Kovners var kallað upp í hátalaranum á skipinu skömmu fyrir komuna til Tulon. 

 

Nakam-leiðtoginn varð þess áskynja að hann myndi verða handtekinn af herlögreglu Bandamanna við landgöngubrúna. Hinu verðmæta eitri var því varpað í hafið áður en skipið náði til hafnar. 

 

Kovner var fangelsaður og yfirheyrður í marga mánuði – þó ekki fyrir fyrirhugaða eiturárás, heldur vegna þess að Bretar grunuðu hann um að vera meðlim í neðanjarðarhreyfingu sem barðist gegn stjórn Breta í Palestínu. 

Í ferð um breska yfirráðasvæðið í Palestínu útvegaði Abba Kovner 50 kíló af arseniki.

Enginn veit hver ljóstraði upp um Kovner. Sumir geta sér þess til að það hafi verið David Ben-Gurion sem síðan varð forsætisráðherra Ísraels og að hann hafi komist á snoðir um ráðagerðir Nakams og vildi hindra hrikalegan harmleik. 

 

Hvað sem öðru líður hætti Nakam við Plan A og nú skipti öllu að geta framkvæmt Plan B. 

 

Bakari smyglaði eitrinu inn

Með leiðtogann á bak við lás og slá tók vinur hans Pascha Reichmann við keflinu í Nakam. Frá París sendi þessi pólskættaði skæruliði skilaboð til Nakam-liðsins í Nürnberg um að búið væri að breyta plönunum. 

 

Þeir hugðust ekki lengur eitra vatnsveitur stórborga heldur reyna að drepa sem flesta af þeim 15.000 SS föngum í Stalag 13 fangabúðunum – leiðangur sem krafðist mun minna magns af arseniki. 

 

Hinn einungis 20 ára gamli Joseph Harmatz sem í stríðinu hafði barist sem skæruliði með Kovner og leiddi nú hópinn, bað Leibke Distel um að lauma sér inn í bakaríið, þar sem brauð fyrir fangabúðirnar var bakað. 

 

Distel útskýrði fyrir bakarameistaranum að hann dreymdi um að verða bakari og fékk starfið. Þessi 23 ára gamli lærlingur tók strax að smygla arseniki undir jakka sínum. Eitrið sem Reichman útvegaði setti Distel í glerflöskur sem hann faldi undir lausu gólfborði í bakaríinu. 

Kovner var handtekinn af herlögreglu bandamanna og gat ekki tekið þátt í aðgerðum gegn SS-fangabúðunum.

Distel veiddi upp úr öðrum bökurum upplýsingar um brauðframleiðsluna fyrir fangabúðirnar. Hann komst að því að bandarískir varðmenn í búðunum borðuðu fransbrauð meðan þýskir fangar fengu aðeins rúgbrauð. 

 

Því mátti eitra fyrir föngunum án þess að taka umtalsverða áhættu að drepa þá hermenn sem að gættu þeirra. 

 

Laugardaginn þann 13. apríl hleypti Distel tveimur öðrum Nakam-meðlimum inn í bakaríið þar sem þeir földu sig. Þegar bakaríinu var lokað faldi Distel sig í stórri körfu. 

 

Eftir miðnætti tóku þessir liðsmenn að smyrja arsenikblöndunni á rúgbrauðin áður en þeir skriðu út úr glugga og stungu af. 

 

Harmatz beið þeirra á tilteknum fundarstað og saman keyrðu þeir með hraði í átt að tékkóslóvakísku landamærunum. Einungis einn kvenkyns meðlimur hópsins, Rakel Gliksman, varð eftir í Nürnberg til að komast að því hvort eitrið hefði virkað sem skyldi. 

 

Allan daginn fylgdist Gliksman með því hvernig sjúkrabílar keyrðu á ofsahraða milli fangabúðanna og sjúkrahúsa borgarinnar. 

Abba Kovner átti þátt í að frelsa Vilníus í júní 1944

Skæruliði leiddi hefnigjarna gyðinga

Hann líktist ekki hreinræktuðum stríðsmanni en hinn grannvaxni Abba Kovner kaus að taka upp vopn gegn nasistum. Áður en hann stofnaði Nakam hafði hann lifað tvö ár sem skæruliði í skógum Litháen. 

Hatur Abba Kovners á Þjóðverjum var ekki að ástæðulausu. Hann fæddist í Sevastopol á Krímskaganum árið 1918 en bjó í Vilníus þegar Þýskaland réðst inn í Sovétríkin. 

 

Kovner og móðir hans enduðu ásamt 60.000 öðrum gyðingum í gettói í litháensku höfuðborginni og honum var fullljóst að Hitler hugðist myrða þau öll. 

 

Til þess að hvetja trúfélaga sína til bardaga ritaði hann í janúar árið 1942:


„Við skulum ekki láta leiða okkur eins og búfé til slátrunar. Vissulega erum við veikburða og varnarlaus en eina svar okkar er mótspyrna“. Áskorun þessi var í bæklingi sem Kovner deildi út í hverfinu. Fáeinir lögðu honum lið og árið 1943 flúðu þeir úr hverfinu í gegnum holræsi og földu sig djúpt í skógum Litháens. 

 

Þaðan beittu þeir skæruhernaði gegn Þjóðverjum þar til friður komst á. Alla ævina sá Kovner eftir því að hafa ekki geta talið móður sína á að flýja út úr gettóinu. Skömmu síðar voru allir þeir sem eftir urðu sendir í útrýmingarbúðir og þar dó móðir hans. 

Þegar hún spurði sakleysislega í bakaríinu hvað væri um að vera fékk hún að vita að brauðið hefði ekki verið „í lagi“. Orðrómur var á kreiki um að mörg þúsund fangar hefðu orðið fyrir eitrinu en þó væru þeir ekki allir dauðir. 

 

Dagarnir liðu meðan Bandaríkjamenn voru þöglir sem gröfin um hvað hefði gerst. Bandarísk-gyðinglegur liðsforingi kom til með að upplýsa Nakam-leiðtogann, Pascha Reichmann, um að 8.000 fangar hefðu orðið alvarlega veikir og að af þeim væru 860 dánir. 

 

Þessi tala passaði þó ekki við þær upplýsingar sem dagblaðið Süddeutsche Zeitung birti þann 24. apríl. 

 

„Af 15.000 föngum urðu 2.283 veikir vegna eitrunar og 207 lagðir inn á sjúkrahús. Samkvæmt sjúkrahúsinu dó enginn þeirra“, stóð í dagblaðinu. 

 

Í Nakam töldu margir meðlimir að yfirvöld væru að leyna raunverulegu mannfalli. Engu að síður hafði aðgerðin ekki heppnast jafn vel og vænst var. Frá París skrifaði Reichmann eftirfylgjandi uppörvunarorð til Harmatz: 

 

„Við höfum framkvæmt nokkuð mikilvægt sem verður minnst um aldur og ævi“. 

 

Nakam leystist upp

Eftir aðgerðina vildu margir Nakam-liðar halda áfram með fleiri tilræði en þá var nýbúið að sleppa Kovner út úr fangelsi og hann vildi ekki lengur leita uppi nasista. 

Abba Kovner (1918–1987) varð skipstjóri í ísraelska hernum í Palestínustríðinu 1948. Árið 1961 bar hann vitni í réttarhöldunum gegn einum af höfuðpaurunum á bak við helförina, Adolf Eichmann.

Hann ferðaðist til Palestínu þar sem hann einbeitti sér að baráttunni við að koma á gyðinglegu ríki þegar Bretar myndu draga sig burt. 

 

Kovner hvatti aðra meðlimi Nakam til að koma til Palestínu og taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Smám saman leystist Nakam-hópurinn upp. 

 

Eiturárásin gegn Stalak 13 var eini stóri leiðangur Nakams. Enn þann dag í dag er það ráðgáta hvers vegna tilræðið reyndist ekki vera banvænna. 

 

Helsta tilgátan er sú að Distel og menn hans hafi smurt of þunnu lagi af eitri undir rúgbrauðin. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Troels Ussing

© Hagalil.com. © Imperial War Museum. © National Photo Collection of Israel. © Library of Congress. © National Archives and Records Administration. © United States Holocaust Memorial Museum. © National Photo Collection of Israel. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is